Emilía á löngum lista kvenna sem skora á FIFA Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 12:01 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir til varnar í leik gegn Póllandi í undankeppni EM á þessu ári. EPA-EFE/Jarek Praszkiewicz Yfir hundrað knattspyrnukonur, þar á meðal ein íslensk landsliðskona, hafa sent FIFA opið bréf og skorað á sambandið að rifta styrktarsamningi sínum við sádiarabíska olíurisann Aramco. FIFA greindi frá samningi við Aramco fyrr á þessu ári, og er fyrirtækið einn af bakhjörlunum vegna næstu heimsmeistaramóta; HM karla 2026 og HM kvenna 2027. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins og Nordsjælland í Danmörku, er ein þeirra sem skrifa undir bréfið til FIFA en á listanum eru knattspyrnukonur frá 24 þjóðum. Þær segja samning FIFA við Aramco vera „högg í magann“ fyrir fótboltann og vilja að samningum verði rift, út frá mannúðar- og umhverfisverndarsjónarmiðum. Sádi-Arabar hafa verið sakaðir um að nota íþróttir til hvítþvottar á orðspori sínu, en þjóðin hefur verið gagnrýnd fyrir brot á mannréttindalögum, réttindum kvenna og fyrir að gera samkynhneigð refsiverða. Aramco er í meirihlutaeigu sádi-arabíska ríkisins. „Ég held að sem knattspyrnufólk, og sérstaklega knattspyrnukonur, berum við ábyrgð á að sýna heiminum og næstu kynslóð hvað sé rétt að gera,“ segir hollenska markavélin Vivianne Miedema sem leikur með Manchester City, í samtali við BBC. Vivianne Miedema í leik gegn Íslandi í undankeppni síðasta heimsmeistaramóts.Getty/Patrick Goosen „FIFA lætur alltaf eins og að sambandið vilji vera opið fyrir alla og að fótboltinn eigi að sýna gott fordæmi. Ef svo er þá þurfa samningar einnig að vera við styrktaraðila sem eru til fyrirmyndar,“ segir Miedema. Í bréfinu, sem lesa má hér, segir að samningurinn við Aramco sé fokkjú-putti í átt til knattspyrnu kvenna. Nefnd eru dæmi um mannréttindabrot Sádi-Araba gagnvart konum, til að mynda það að í janúar 2023 hafi Salma al-Shebab, þá doktorsnemi í Leeds í Bretlandi og tveggja barna móðir, verið dæmd í 27 ára fangelsi auk 27 ára farbanns fyrir endurtíst í þágu málfrelsis. FIFA Fótbolti Sádi-Arabía Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
FIFA greindi frá samningi við Aramco fyrr á þessu ári, og er fyrirtækið einn af bakhjörlunum vegna næstu heimsmeistaramóta; HM karla 2026 og HM kvenna 2027. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins og Nordsjælland í Danmörku, er ein þeirra sem skrifa undir bréfið til FIFA en á listanum eru knattspyrnukonur frá 24 þjóðum. Þær segja samning FIFA við Aramco vera „högg í magann“ fyrir fótboltann og vilja að samningum verði rift, út frá mannúðar- og umhverfisverndarsjónarmiðum. Sádi-Arabar hafa verið sakaðir um að nota íþróttir til hvítþvottar á orðspori sínu, en þjóðin hefur verið gagnrýnd fyrir brot á mannréttindalögum, réttindum kvenna og fyrir að gera samkynhneigð refsiverða. Aramco er í meirihlutaeigu sádi-arabíska ríkisins. „Ég held að sem knattspyrnufólk, og sérstaklega knattspyrnukonur, berum við ábyrgð á að sýna heiminum og næstu kynslóð hvað sé rétt að gera,“ segir hollenska markavélin Vivianne Miedema sem leikur með Manchester City, í samtali við BBC. Vivianne Miedema í leik gegn Íslandi í undankeppni síðasta heimsmeistaramóts.Getty/Patrick Goosen „FIFA lætur alltaf eins og að sambandið vilji vera opið fyrir alla og að fótboltinn eigi að sýna gott fordæmi. Ef svo er þá þurfa samningar einnig að vera við styrktaraðila sem eru til fyrirmyndar,“ segir Miedema. Í bréfinu, sem lesa má hér, segir að samningurinn við Aramco sé fokkjú-putti í átt til knattspyrnu kvenna. Nefnd eru dæmi um mannréttindabrot Sádi-Araba gagnvart konum, til að mynda það að í janúar 2023 hafi Salma al-Shebab, þá doktorsnemi í Leeds í Bretlandi og tveggja barna móðir, verið dæmd í 27 ára fangelsi auk 27 ára farbanns fyrir endurtíst í þágu málfrelsis.
FIFA Fótbolti Sádi-Arabía Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn