Spennulosun á laugardag Bjarki Sigurðsson skrifar 23. október 2024 12:18 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kynna öll lista úr sínum flokkum á laugardaginn. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr fær ekki fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík eins og hann hafði óskað eftir. Mikil spenna ríkir fyrir laugardeginum þegar fjölmargir framboðslistar verða kynntir, þar á meðal allir listar flokksins sem mælist með mest fylgi í könnunum. Rúm vika er í að flokkar sem bjóða sig fram til Alþingis þurfa að tilkynna framboðslista sína. Búið er að tilkynna nokkra lista og nokkrir búnir að tilkynna hverjir leiða flokkana inn í kosningarnar. Helstu tíðindi dagsins eru að Jón Gnarr mun ekki leiða Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna líkt og hann sóttist eftir. Oddvitar flokksins í síðustu kosningum munu leiða þar á ný og segist Jón vera sáttur með sitt hlutskipti. Í dag ætlar Viðreisn að kynna lista í Norðvesturkjördæmi, sem og Vinstri græn á Suðurlandi og Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar kynnir efstu þrjá í öllum kjördæmum. Á morgun kynnir Viðreisn lista í Reykjavík og Suðurkjördæmi og á föstudaginn kynnir Framsókn sinn fyrsta lista, í Norðvesturkjördæmi. Rest frá þeim kemur á laugardaginn, en laugardagurinn virðist ætla að vera stór dagur. Þá kynnir Samfylkingin alla sína lista, Viðreisn kynnir lista í Norðaustur- og Suðvesturkjördæmi, og VG í Norðaustur. Það liggur ekki fyrir hvenær Sjálfstæðismenn kynna lista í Reykjavíkurkjördæmunum en búast má við að listinn í Suðvesturkjördæmi verði kynntur á morgun eftir fund kjördæmisráðs. Listarnir eru í vinnslu hjá Miðflokksmönnum sem gefa lítið upp og Sósíalistar ætla að kynna lista um leið og þeir eru tilbúnir. Píratar vinna í sínum listum og gera má ráð fyrir þeim á næstu dögum. Flokkur fólksins kynnir sína lista að öllum líkindum sama dag og framboðslistarnir verða sendir inn, fimmtudaginn í næstu viku, 31. október. Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Alþingi Íslendinga hefur verið rofið og kosningar boðaðar þann 30. nóvember næstkomandi. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. 17. október 2024 15:25 Frægð ekki ávísun á frama í pólitík Það að vera þjóðþekktur er ekki endilega ávísun á árangur í stjórnmálum segir almannatengill. Óvenju margir frægir hafa lýst áhuga á að komast á Alþingi og enn bætist í hópinn. 22. október 2024 14:40 Ekki heppilegt ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð til Alþingis að þessu sinni. Komið hafi verið að máli við hann, eins og raunar fyrir allar alþingiskosningar síðasta áratuginn, en hann hafi ákveðið eftir langa yfirlegu að kröftum hans sé betur varið í verkalýðshreyfingunni. 22. október 2024 12:19 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Rúm vika er í að flokkar sem bjóða sig fram til Alþingis þurfa að tilkynna framboðslista sína. Búið er að tilkynna nokkra lista og nokkrir búnir að tilkynna hverjir leiða flokkana inn í kosningarnar. Helstu tíðindi dagsins eru að Jón Gnarr mun ekki leiða Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna líkt og hann sóttist eftir. Oddvitar flokksins í síðustu kosningum munu leiða þar á ný og segist Jón vera sáttur með sitt hlutskipti. Í dag ætlar Viðreisn að kynna lista í Norðvesturkjördæmi, sem og Vinstri græn á Suðurlandi og Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar kynnir efstu þrjá í öllum kjördæmum. Á morgun kynnir Viðreisn lista í Reykjavík og Suðurkjördæmi og á föstudaginn kynnir Framsókn sinn fyrsta lista, í Norðvesturkjördæmi. Rest frá þeim kemur á laugardaginn, en laugardagurinn virðist ætla að vera stór dagur. Þá kynnir Samfylkingin alla sína lista, Viðreisn kynnir lista í Norðaustur- og Suðvesturkjördæmi, og VG í Norðaustur. Það liggur ekki fyrir hvenær Sjálfstæðismenn kynna lista í Reykjavíkurkjördæmunum en búast má við að listinn í Suðvesturkjördæmi verði kynntur á morgun eftir fund kjördæmisráðs. Listarnir eru í vinnslu hjá Miðflokksmönnum sem gefa lítið upp og Sósíalistar ætla að kynna lista um leið og þeir eru tilbúnir. Píratar vinna í sínum listum og gera má ráð fyrir þeim á næstu dögum. Flokkur fólksins kynnir sína lista að öllum líkindum sama dag og framboðslistarnir verða sendir inn, fimmtudaginn í næstu viku, 31. október.
Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Alþingi Íslendinga hefur verið rofið og kosningar boðaðar þann 30. nóvember næstkomandi. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. 17. október 2024 15:25 Frægð ekki ávísun á frama í pólitík Það að vera þjóðþekktur er ekki endilega ávísun á árangur í stjórnmálum segir almannatengill. Óvenju margir frægir hafa lýst áhuga á að komast á Alþingi og enn bætist í hópinn. 22. október 2024 14:40 Ekki heppilegt ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð til Alþingis að þessu sinni. Komið hafi verið að máli við hann, eins og raunar fyrir allar alþingiskosningar síðasta áratuginn, en hann hafi ákveðið eftir langa yfirlegu að kröftum hans sé betur varið í verkalýðshreyfingunni. 22. október 2024 12:19 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Alþingi Íslendinga hefur verið rofið og kosningar boðaðar þann 30. nóvember næstkomandi. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is. 17. október 2024 15:25
Frægð ekki ávísun á frama í pólitík Það að vera þjóðþekktur er ekki endilega ávísun á árangur í stjórnmálum segir almannatengill. Óvenju margir frægir hafa lýst áhuga á að komast á Alþingi og enn bætist í hópinn. 22. október 2024 14:40
Ekki heppilegt ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð til Alþingis að þessu sinni. Komið hafi verið að máli við hann, eins og raunar fyrir allar alþingiskosningar síðasta áratuginn, en hann hafi ákveðið eftir langa yfirlegu að kröftum hans sé betur varið í verkalýðshreyfingunni. 22. október 2024 12:19