Geðheilbrigði - spennandi verkefni í burðarliðnum Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 23. október 2024 12:48 Greinarhöfundur hefur verið hluti af samstarfshópi á vegum Nordplus en markmið hópsins er að efla veg og vanda jafningjastarfsmanna á Norðurlöndunum. Jafningjastarfsmenn eru með reynslu af því að hafa veikst og þurft á geðheilbrigðiskerfinu að halda. Þeir búa yfir sértækri reynslu sem líkja má við þekkingu frumbyggja á eigin staðháttum. Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem stuðlar að því að efla samvinnu og gæði í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Í hópnum eru fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Eistlandi og Litáen, auk Íslands. Hópurinn skipuleggur nú nám sem verður aðgengilegt á netinu þar sem fyrrnefndar þjóðir munu leggja til námsefni. Danir geta t.d. lagt til rannsóknarniðurstöður sem sýna fram á mikilvægi jafningjastarfsmanna; hvernig þeir nýtast á sértækan hátt í þjónustu við fólk á geðdeildum, íbúakjörnum, innan félagsþjónustu og í fangelsum. Svíar hafa komið sér upp þekkingu á því hvernig best sé að innleiða jafningjastarfsmenn í mismunandi þjónustu. Norðmenn eiga í sínum fórum námsefni á háskólastigi fyrir þá sem vilja mennta sig frekar í jafningjafræðum. Ísland ásamt Eystrasaltslöndunum tekur nú fyrstu skrefin í menntun jafningjastarfsmanna og njóta því góðs af reynslu hinna þjóðanna. Verkefnið smellpassar við áherslur félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við að styðja fólk sem hefur hingað til átt erfitt uppdráttar við að komast á vinnumarkaðinn og finna sér farveg. Með þessari menntun skapast ný tækifæri og mun hún einnig fjölga hlutastörfum. Einstaklingar sem hafa flosnað upp úr námi og/eða ekki náð fótfestu á vinnumarkaði sökum geðræns vanda hafa nú möguleika á að nýta reynslu sína og þekkingu. Traustur kjarni, félagasamtök hér á Íslandi, hafa rutt brautina fyrir formlegt nám jafningjastarfsmanna þar sem reynslu þeirra er komið í farveg sem nýtist markvisst á vinnumarkaði. Í samstarfi við alþjóðasamtökin International Peer Support hefur verið boðið upp á þrenns konar námskeið hér á landi. Nú hafa 121 manns útskrifast úr 40 klst. grunnnámskeiði, en fimm hafa lokið þjálfaranámskeiði og geta því þjálfað og haldið námskeið hér á landi. Þá hafa átta lokið framhaldsnámskeiði. Leshópur sem hittist á tveggja vikna fresti hefur verið virkur þessi rúm tvö ár frá því að námskeiðin hófust. Tilgangurinn er að styðja hvert annað í hópnum og rýna frekar í fræðin í þessu mikilvæga starfi. Geðsvið Landspítala hefur verið í fararbroddi að ráða jafningjastarfsmenn og geðheilsuteymi heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur einnig ráðið þá. Það er fagnaðarefni að nýverið hefur geðsvið Landspítalans auglýst eftir jafningjastarfsmönnum og vill fjölga þeim. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið ásamt heilbrigðisráðuneytinu tóku ákvörðun um að styrkja sérstakt námsverkefni á vegum Yale háskóla sem snýr að því að efla leiðtoga með notendareynslu. Verkefnið heitir LET(s) Lead. Leiðtogaefni sem hafa reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og vilja taka þátt í breytingum eru hvött til að sækja þar um. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Á Facebook síðu Landssamtakanna Geðhjálpar má lesa nánar um námið og skrá sig á kynningu sem verður þann 24. nóvember. Verkefnið er samvinnuverkefni á milli Háskóla Íslands, Trausts kjarna, geðsviðs Landspítala og Yale háskólans. Námið tekur mið af batarannsóknum þar sem reynsla fólks er þekkingargrunnurinn. Námið fer fram á netinu og kennsla hefst í janúar 2025 og lýkur í september sama ár. Kennarar eru þekktir fræðimenn og mannréttinda frömuðir með reynslu af geðheilbrigðiskerfinu. Námið gagnast þeim sem vilja setja mannréttindi og notendaáherslur í forgrunn og taka þátt í hugmyndafræðilegum breytingum í geðheilbrigðisþjónustunni, félagsþjónustunni, fíknimeðferðum og fangelsum. Eitt af helstu baráttumálum Geðhjálpar er að boðið sé upp á fjölbreyttara val í meðferð með breyttri hugmyndafræði; að líðan sé sett í samhengi við tengsl, lífshlaup og umhverfisþætti. Geðhjálp fagnar því þessum verkefnum því öll höfum við geðheilsu sem ber að hlúa að. Góð geðheilsa er undirstaða velsældar og vellíðanar. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Ebba Ásmundsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Greinarhöfundur hefur verið hluti af samstarfshópi á vegum Nordplus en markmið hópsins er að efla veg og vanda jafningjastarfsmanna á Norðurlöndunum. Jafningjastarfsmenn eru með reynslu af því að hafa veikst og þurft á geðheilbrigðiskerfinu að halda. Þeir búa yfir sértækri reynslu sem líkja má við þekkingu frumbyggja á eigin staðháttum. Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar sem stuðlar að því að efla samvinnu og gæði í menntun á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Í hópnum eru fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Eistlandi og Litáen, auk Íslands. Hópurinn skipuleggur nú nám sem verður aðgengilegt á netinu þar sem fyrrnefndar þjóðir munu leggja til námsefni. Danir geta t.d. lagt til rannsóknarniðurstöður sem sýna fram á mikilvægi jafningjastarfsmanna; hvernig þeir nýtast á sértækan hátt í þjónustu við fólk á geðdeildum, íbúakjörnum, innan félagsþjónustu og í fangelsum. Svíar hafa komið sér upp þekkingu á því hvernig best sé að innleiða jafningjastarfsmenn í mismunandi þjónustu. Norðmenn eiga í sínum fórum námsefni á háskólastigi fyrir þá sem vilja mennta sig frekar í jafningjafræðum. Ísland ásamt Eystrasaltslöndunum tekur nú fyrstu skrefin í menntun jafningjastarfsmanna og njóta því góðs af reynslu hinna þjóðanna. Verkefnið smellpassar við áherslur félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við að styðja fólk sem hefur hingað til átt erfitt uppdráttar við að komast á vinnumarkaðinn og finna sér farveg. Með þessari menntun skapast ný tækifæri og mun hún einnig fjölga hlutastörfum. Einstaklingar sem hafa flosnað upp úr námi og/eða ekki náð fótfestu á vinnumarkaði sökum geðræns vanda hafa nú möguleika á að nýta reynslu sína og þekkingu. Traustur kjarni, félagasamtök hér á Íslandi, hafa rutt brautina fyrir formlegt nám jafningjastarfsmanna þar sem reynslu þeirra er komið í farveg sem nýtist markvisst á vinnumarkaði. Í samstarfi við alþjóðasamtökin International Peer Support hefur verið boðið upp á þrenns konar námskeið hér á landi. Nú hafa 121 manns útskrifast úr 40 klst. grunnnámskeiði, en fimm hafa lokið þjálfaranámskeiði og geta því þjálfað og haldið námskeið hér á landi. Þá hafa átta lokið framhaldsnámskeiði. Leshópur sem hittist á tveggja vikna fresti hefur verið virkur þessi rúm tvö ár frá því að námskeiðin hófust. Tilgangurinn er að styðja hvert annað í hópnum og rýna frekar í fræðin í þessu mikilvæga starfi. Geðsvið Landspítala hefur verið í fararbroddi að ráða jafningjastarfsmenn og geðheilsuteymi heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur einnig ráðið þá. Það er fagnaðarefni að nýverið hefur geðsvið Landspítalans auglýst eftir jafningjastarfsmönnum og vill fjölga þeim. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið ásamt heilbrigðisráðuneytinu tóku ákvörðun um að styrkja sérstakt námsverkefni á vegum Yale háskóla sem snýr að því að efla leiðtoga með notendareynslu. Verkefnið heitir LET(s) Lead. Leiðtogaefni sem hafa reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og vilja taka þátt í breytingum eru hvött til að sækja þar um. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Á Facebook síðu Landssamtakanna Geðhjálpar má lesa nánar um námið og skrá sig á kynningu sem verður þann 24. nóvember. Verkefnið er samvinnuverkefni á milli Háskóla Íslands, Trausts kjarna, geðsviðs Landspítala og Yale háskólans. Námið tekur mið af batarannsóknum þar sem reynsla fólks er þekkingargrunnurinn. Námið fer fram á netinu og kennsla hefst í janúar 2025 og lýkur í september sama ár. Kennarar eru þekktir fræðimenn og mannréttinda frömuðir með reynslu af geðheilbrigðiskerfinu. Námið gagnast þeim sem vilja setja mannréttindi og notendaáherslur í forgrunn og taka þátt í hugmyndafræðilegum breytingum í geðheilbrigðisþjónustunni, félagsþjónustunni, fíknimeðferðum og fangelsum. Eitt af helstu baráttumálum Geðhjálpar er að boðið sé upp á fjölbreyttara val í meðferð með breyttri hugmyndafræði; að líðan sé sett í samhengi við tengsl, lífshlaup og umhverfisþætti. Geðhjálp fagnar því þessum verkefnum því öll höfum við geðheilsu sem ber að hlúa að. Góð geðheilsa er undirstaða velsældar og vellíðanar. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun