Kitlar að skella sér í stjórnmálin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. október 2024 14:45 Ásdís Rán íhugar nú þingframboð en gefur einnig út nýja bók í dag á ensku. Ásdís Rán Gunnarsdóttir athafnakona, fyrirsæta og fyrrverandi forsetframbjóðandi segir að það kitli hana að bjóða sig fram til þings. Hana gruni að tíminn sé of naumur en hún segir nokkra hafa komið að tal við sig og boðið sér sæti á listum. Ásdís hefur að nógu öðru að snúa og gefur í dag út lífsstílsleiðavísir sinn á ensku. „Ég var bara að koma aftur til landsins um helgina og þetta gerðist svo hratt að ég hafði ekki hugsað mikið út í það að fara inn á þetta svið,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Hún greindi frá því fyrr í dag á samfélagsmiðlum að hún lægi undir stjórnmálafeldi. Líkt og alþjóð man eftir bauð Ásdís sig fram til forseta fyrr á árinu svo athygli vakti. Nú eru Alþingiskosningar í nánd og margir sem áður voru í sporum Ásdísar nú í framboði líkt og þau Halla Hrund Logadóttir og Viktor Traustason. „Það kitlar mig aðeins að skella mér út í stjórnmál en mig grunar að tíminn sé of naumur fyrir mig til þess að velja mér rétt lið. Það hafa einhverjir komið til tals við mig og boðið mér sæti á listum en það hefur ekki gengið upp að svo stöddu og algjörlega óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Segist telja að hægt sé að gera betur Ásdís tekur fram að hún sé enginn sérfræðingur í íslenskum stjórnmálum. Hún hafi hinsvegar mikla lífsreynslu og búið víðast hvar í heiminum. Segist Ásdís telja að víðar sé hugað betur að hagsmunum almennings en á Íslandi. „Ég hef eignast börn, rekið heimili og stjórnað fyrirtækjum, bæði hér á Íslandi og erlendis. Það er mitt hjartans mál að styðja betur við okkar fólk á flestum sviðum,“ segir Ásdís. Hún bendir á að þrátt fyrir að vera ekki í framboði hafi hún nóg fyrir stafni og nefnir Ásdís að hún hafi einmitt í dag gefið út bók sína Celebrate You: The Art of Self-Love, á ensku. Bókin sé fáanleg á Amazon, bæði í eiginlegu formi og sem rafbók. „Mér þykir alveg ótrúlega vænt um þessa bók, ég er búin að vera að dunda mér í að þýða hana í sumar eftir forsetaslaginn. Þetta er falleg vinnubók og lífsstílsleiðarvísir fyrir konur á öllum aldri sem vilja læra að elska sjálfa sig, finna eldmóðinn og takast á við markmið sín á markvissan og skemmtilegan hátt.“ Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Sjá meira
„Ég var bara að koma aftur til landsins um helgina og þetta gerðist svo hratt að ég hafði ekki hugsað mikið út í það að fara inn á þetta svið,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Hún greindi frá því fyrr í dag á samfélagsmiðlum að hún lægi undir stjórnmálafeldi. Líkt og alþjóð man eftir bauð Ásdís sig fram til forseta fyrr á árinu svo athygli vakti. Nú eru Alþingiskosningar í nánd og margir sem áður voru í sporum Ásdísar nú í framboði líkt og þau Halla Hrund Logadóttir og Viktor Traustason. „Það kitlar mig aðeins að skella mér út í stjórnmál en mig grunar að tíminn sé of naumur fyrir mig til þess að velja mér rétt lið. Það hafa einhverjir komið til tals við mig og boðið mér sæti á listum en það hefur ekki gengið upp að svo stöddu og algjörlega óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Segist telja að hægt sé að gera betur Ásdís tekur fram að hún sé enginn sérfræðingur í íslenskum stjórnmálum. Hún hafi hinsvegar mikla lífsreynslu og búið víðast hvar í heiminum. Segist Ásdís telja að víðar sé hugað betur að hagsmunum almennings en á Íslandi. „Ég hef eignast börn, rekið heimili og stjórnað fyrirtækjum, bæði hér á Íslandi og erlendis. Það er mitt hjartans mál að styðja betur við okkar fólk á flestum sviðum,“ segir Ásdís. Hún bendir á að þrátt fyrir að vera ekki í framboði hafi hún nóg fyrir stafni og nefnir Ásdís að hún hafi einmitt í dag gefið út bók sína Celebrate You: The Art of Self-Love, á ensku. Bókin sé fáanleg á Amazon, bæði í eiginlegu formi og sem rafbók. „Mér þykir alveg ótrúlega vænt um þessa bók, ég er búin að vera að dunda mér í að þýða hana í sumar eftir forsetaslaginn. Þetta er falleg vinnubók og lífsstílsleiðarvísir fyrir konur á öllum aldri sem vilja læra að elska sjálfa sig, finna eldmóðinn og takast á við markmið sín á markvissan og skemmtilegan hátt.“
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Sjá meira