Fyrsti fundur Xi og Modi í meira en fimm ár Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2024 16:56 Narendra Modi, Vladimír pútín og Xi Jinping í Kazan í Rússlandi í dag. AP/Maxim Shipenkov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur tekið móti leiðtogum BRICS-ríkjanna svokölluðu, auk annarra þjóðarleiðtoga og erindreka í Kazan í Rússlandi en þar fer sextándi leiðtogafundur BRICS-ríkjanna svokölluðu fram. Fundur leiðtoga Kína og Indlands á hliðarlínunum í Kazan hefur vakið mikla athygli. BRICS hét upprunalega BRIC og var nokkurs konar efnahagsbandalag Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína sem myndað var árið 2006 gegn hópum eins og G7 og G20. Suður Afríka bættist svo í hópinn árið 2010 og nafnið varð BRICS. Leiðtogar ríkjanna funda árlega og þetta árið bættust Íran, Egyptaland, Eþíópía og Sameinuðu arabísku furstadæmin við. Sádi-Arabía hefur einnig tekið þátt í starfinu án þess að vera beinn meðlimur í BRICS. Hugtakið var upprunalega samið innan veggja Goldman Sachs, samkvæmt frétt Reuters. Hópurinn inniheldur nú um 45 prósent íbúa heimsins og um 35 prósent af heimsframleiðslu. Fréttaveitan hefur þó eftir manninum sem bjó hugtakið fyrst til að lítið tilefni sé fyrir jákvæðni vegna BRICS á meðan Kínverjar og Indverjar deila eins mikið og þeir hafa gert. „Mér sýnist þetta árlegur fundur þar sem leiðtogar mikilvægra ríkja, og þá sérstaklega háværra ríkja eins og Rússlands og líka Kína, geta komið saman til að fagna því hve gott það sé að tilheyra hópi sem inniheldur ekki Bandaríkin og að stýringin á heimsvísu sé ekki nógu góð,“ sagði Jim O‘Neill. Hafa lengi deilt sín á milli Eins og segir í frétt New York Times hefur BRICS-ríkjunum sjaldan tekist að tala með einni röddu og má að miklu leyti rekja það til deilan Kínverja og Indverja. Kínverjar vilja nota BRICS til að draga úr áhrifum Bandaríkjanna á heimsvísu og setja sig í leiðtogasæti fátækari ríkja heims. Indverjar vilja setjast í sama sæti en í senn ekki endilega draga úr áhrifum Bandaríkjanna. Þá hafa Indverjar og Kínverjar deilt harkalega um landamæri ríkjanna um langt skeið. Fyrr í vikunni komust ráðamenn í Kína og Indlandi að samkomulagi um eftirlit með sameiginlegum landamærum ríkjanna í Himalæjafjöllum, þar sem hermenn ríkjanna hafa barist reglulega með gaddakylfum og steinum á undanförnum árum. Deilurnar snúast um Arunachal Pradesh hérað sem ríkin hafa lengi deilt um. Til stríðs kom á milli þeirra árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Árið 2020 kom svo til mannskæðra átaka á landamærunum og hafa samskipti Kína og Indlands verið við frostmark síðan þá. Xi Jinping, leiðtogi Kína, og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, héldu formlegan fund sín á milli í dag og var það í fyrsta sinn í fimm ár sem þeir gerðu það. Úkraína nefnd einu sinni Á fundinum í dag var farið um víðan völl. yfirlýsing fundarins í dag fjallaði meðal annars um fíkniefni, gervigreind, alþjóðastjórnmál og margt annað. Aðeins einu sinni var þó minnst á Úkraínu í yfirlýsingunni. Þar kom fram að því væri tekið fagnandi að önnur ríki kæmu að því að reyna að koma á friði. Modi sagði Pútín á almannafæri í Kazan að hann vildi frið í Úkraínu en Pútín og Xi ræddu stríðið í einrúmi. Einnig var fjallað um ný greiðslukerfi í heiminum, þar sem ekki væri notast við bandaríska dalinn en lítið var um smáatriði í yfirlýsingunni. Rússland Vladimír Pútín Kína Indland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Staðfesta flutninga hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir hermenn frá Norður-Kóreu hafa verið senda til Rússlands. Þar eigi þeir að aðstoða Rússa við stríðið gegn Úkraínu en óljóst sé með hvaða hætti. 23. október 2024 13:29 Úkraínumenn reiðir vegna fyrirhugaðs fundar Guterres og Pútín Stjórnvöld í Úkraínu eru sögð afar ósátt með fregnir þess efnis að António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hyggist funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta á fimmtudaginn. 22. október 2024 06:59 Taugaeitur til að drepa þúsundir manna skilið eftir á glámbekk Taugaeitrið sem rússneskir útsendarar höfðu komið fyrir í ilmvatnsflösku og skilið eftir á glámbekk í Bretlandi árið 2018, eftir að þeir reyndu að ráða njósnarann Sergei Skripal af dögum, var í nægjanlegu magni til að drepa þúsundir manna. Hin 44 gamla Dawn Sturgess dó eftir að hún sprautaði því sem hún hélt að væri ilmvatn á sig. 15. október 2024 08:01 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
BRICS hét upprunalega BRIC og var nokkurs konar efnahagsbandalag Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína sem myndað var árið 2006 gegn hópum eins og G7 og G20. Suður Afríka bættist svo í hópinn árið 2010 og nafnið varð BRICS. Leiðtogar ríkjanna funda árlega og þetta árið bættust Íran, Egyptaland, Eþíópía og Sameinuðu arabísku furstadæmin við. Sádi-Arabía hefur einnig tekið þátt í starfinu án þess að vera beinn meðlimur í BRICS. Hugtakið var upprunalega samið innan veggja Goldman Sachs, samkvæmt frétt Reuters. Hópurinn inniheldur nú um 45 prósent íbúa heimsins og um 35 prósent af heimsframleiðslu. Fréttaveitan hefur þó eftir manninum sem bjó hugtakið fyrst til að lítið tilefni sé fyrir jákvæðni vegna BRICS á meðan Kínverjar og Indverjar deila eins mikið og þeir hafa gert. „Mér sýnist þetta árlegur fundur þar sem leiðtogar mikilvægra ríkja, og þá sérstaklega háværra ríkja eins og Rússlands og líka Kína, geta komið saman til að fagna því hve gott það sé að tilheyra hópi sem inniheldur ekki Bandaríkin og að stýringin á heimsvísu sé ekki nógu góð,“ sagði Jim O‘Neill. Hafa lengi deilt sín á milli Eins og segir í frétt New York Times hefur BRICS-ríkjunum sjaldan tekist að tala með einni röddu og má að miklu leyti rekja það til deilan Kínverja og Indverja. Kínverjar vilja nota BRICS til að draga úr áhrifum Bandaríkjanna á heimsvísu og setja sig í leiðtogasæti fátækari ríkja heims. Indverjar vilja setjast í sama sæti en í senn ekki endilega draga úr áhrifum Bandaríkjanna. Þá hafa Indverjar og Kínverjar deilt harkalega um landamæri ríkjanna um langt skeið. Fyrr í vikunni komust ráðamenn í Kína og Indlandi að samkomulagi um eftirlit með sameiginlegum landamærum ríkjanna í Himalæjafjöllum, þar sem hermenn ríkjanna hafa barist reglulega með gaddakylfum og steinum á undanförnum árum. Deilurnar snúast um Arunachal Pradesh hérað sem ríkin hafa lengi deilt um. Til stríðs kom á milli þeirra árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Árið 2020 kom svo til mannskæðra átaka á landamærunum og hafa samskipti Kína og Indlands verið við frostmark síðan þá. Xi Jinping, leiðtogi Kína, og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, héldu formlegan fund sín á milli í dag og var það í fyrsta sinn í fimm ár sem þeir gerðu það. Úkraína nefnd einu sinni Á fundinum í dag var farið um víðan völl. yfirlýsing fundarins í dag fjallaði meðal annars um fíkniefni, gervigreind, alþjóðastjórnmál og margt annað. Aðeins einu sinni var þó minnst á Úkraínu í yfirlýsingunni. Þar kom fram að því væri tekið fagnandi að önnur ríki kæmu að því að reyna að koma á friði. Modi sagði Pútín á almannafæri í Kazan að hann vildi frið í Úkraínu en Pútín og Xi ræddu stríðið í einrúmi. Einnig var fjallað um ný greiðslukerfi í heiminum, þar sem ekki væri notast við bandaríska dalinn en lítið var um smáatriði í yfirlýsingunni.
Rússland Vladimír Pútín Kína Indland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Staðfesta flutninga hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir hermenn frá Norður-Kóreu hafa verið senda til Rússlands. Þar eigi þeir að aðstoða Rússa við stríðið gegn Úkraínu en óljóst sé með hvaða hætti. 23. október 2024 13:29 Úkraínumenn reiðir vegna fyrirhugaðs fundar Guterres og Pútín Stjórnvöld í Úkraínu eru sögð afar ósátt með fregnir þess efnis að António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hyggist funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta á fimmtudaginn. 22. október 2024 06:59 Taugaeitur til að drepa þúsundir manna skilið eftir á glámbekk Taugaeitrið sem rússneskir útsendarar höfðu komið fyrir í ilmvatnsflösku og skilið eftir á glámbekk í Bretlandi árið 2018, eftir að þeir reyndu að ráða njósnarann Sergei Skripal af dögum, var í nægjanlegu magni til að drepa þúsundir manna. Hin 44 gamla Dawn Sturgess dó eftir að hún sprautaði því sem hún hélt að væri ilmvatn á sig. 15. október 2024 08:01 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Staðfesta flutninga hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir hermenn frá Norður-Kóreu hafa verið senda til Rússlands. Þar eigi þeir að aðstoða Rússa við stríðið gegn Úkraínu en óljóst sé með hvaða hætti. 23. október 2024 13:29
Úkraínumenn reiðir vegna fyrirhugaðs fundar Guterres og Pútín Stjórnvöld í Úkraínu eru sögð afar ósátt með fregnir þess efnis að António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hyggist funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta á fimmtudaginn. 22. október 2024 06:59
Taugaeitur til að drepa þúsundir manna skilið eftir á glámbekk Taugaeitrið sem rússneskir útsendarar höfðu komið fyrir í ilmvatnsflösku og skilið eftir á glámbekk í Bretlandi árið 2018, eftir að þeir reyndu að ráða njósnarann Sergei Skripal af dögum, var í nægjanlegu magni til að drepa þúsundir manna. Hin 44 gamla Dawn Sturgess dó eftir að hún sprautaði því sem hún hélt að væri ilmvatn á sig. 15. október 2024 08:01