Sigrumst á mænusótt (lömunarveiki) sem enn er á sveimi! Alma D. Möller skrifar 24. október 2024 10:17 Í dag, 24. október, er Alþjóðlegur dagur gegn mænusótt sem einnig er kölluð lömunarveiki - Polio Plus dagurinn - til vitundarvakningar og fjáröflunar fyrir verkefnið um að útrýma mænusótt. Rótarý hreyfingin hefur, í víðtæku samstarfi, unnið að útrýmingu mænusóttar í 45 ár en árið 1979 hófst það metnaðarfulla verkefni með bólusetningu barna á Filipseyjum. Síðan þá hafa Rótarýfélagar um allan heim unnið ómetanlegt sjálfboðalistastarf fyrir börn í meira en 120 löndum. Með markvissum bólusetningum hefur mænusótt verið gerð útlæg úr flestum löndum heims nema Afganistan og Pakistan þar sem hún er enn landlæg á afskekktum svæðum. Því miður hefur stökkbreytt afbrigði tekið sig upp á svæðum þar sem bólusetning er ekki næg og dæmi eru um stök tilfelli á Vesturlöndum því tengt. Í skugga hörmulegra stríðsátaka hefur mænusótt einnig tekið sig upp á Gaza. Það er því ljóst að baráttunni fyrir því að útrýma mænusótt er hvergi nærri lokið. Sjúkdómurinn mænusótt Mænusótt (polio) eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst á taugakerfi líkamans. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Langflestir, um 90-95% af þeim sem veikjast, fá væg og almenn flensulík einkenni, í alvarlegri tilvikum eru verkir og minnkaður kraftur í stoðkerfi líkamans og loks vöðvalömum og jafnvel dauði. Mænusóttarveiran er mjög smitandi og getur borist í menn bæði með úðasmiti frá öndunarfærum en einnig með saurmengun í drykkjarvatni og mat. Engin meðferð er til en hinsvegar gott bóluefni. Mænusótt hérlendis Samkvæmt ágætu yfirliti um bólusetningar gengu hérlendis skæðir mænusóttarfaraldrar með alvarlegum afleiðingum þar til bólusetning gegn mænusótt hófst árið 1956, sjá mynd (birt með leyfi). Tíðni mænusóttar á Íslandi á 10 ára tímabili fyrir bólusetningu voru 2.700 tilfelli þar sem 224 lömuðust en þegar litið er til næstu 10 ára eftir að bólusetning hófst eru skráð sex tilfelli, þar af fjórir sem lömuðust. Ekki er lengra síðan en svo, að mörg þekkjum við einstaklinga með eftirköst sjúkdómsins. Ekki hefur greinst hér mænusótt síðan árið 1963. Mænusótt var svo sannarlega skæður sjúkdómur áður en bólusetningar hófust. Til dæmis er í Heilbrigðisskýrslu frá árinu 1924 sagt að …“engin [eins] bráð farsótt komið í þetta hjerað…er valdið hafi öðrum eins manndauða og fötlunum og hún“. Þar eru átakanlegar lýsingar á miklum veikindum, einkum hjá börnum og unglingum. Bólustetning er ofurmikilvæg forvörn Bólusetning er áhrifarík leið til að koma í veg fyrir mænusótt. Hérlendis hófst bólusetning gegn mænusótt/lömunarveiki árið 1956. Mikilvægt er að byrja að bólusetja ung börn því sjúkdómurinn er hættulegastur yngstu börnunum. Hér á landi eru börn bólusett við 3, 5 og 12 mánaða aldur og endurbólusett við 14 ára aldur. Bóluefnið verndar ekki með vissu lengur en í 10 ár og því er möguleiki á að smitast síðar á ævinni. Mælt er með að fullorðnir láti bólusetja sig gegn mænusótt á 10 ára fresti ef þeir ferðast til landa þar sem hætta er á smiti. Hérlendis hefur þátttöka í barnabólusetningum verið góð og brýnt, ekki síst í ljósi stöðu í heiminum, að svo verði áfram. Fáar læknisfræðilegar aðgerðir eru eins hagkvæmar og hafa skilað jafn miklum árangri og almennar bólusetningar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlar að bólusetningar komi árlega í veg fyrir um 2–3 milljónir dauðsfalla en um 1–2 milljónir barna fá hins vegar ekki þær bólsetningar sem þau þurfa. Afleiðing þessa er að um 1,5 milljónir einstaklinga deyja árlega af völdum sjúkdóma sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með bólusetningum. Helsta ógnin sem steðjar að bólusetningum er að almenningur sofni á verðinum þ.e. hætti að bólusetja börnin sín þegar sjúkdómum hefur verið bægt frá og þeir sjást ekki lengur. Látum það ekki gerast. Gefum af okkur með Rótarý Bólusetning gegn mænusótt (Global Polio Eradication Initiative) er einungis eitt margra mannúðarverkefna Rótarý hreyfingarinnar. Rótarýfélagar sjálfir leggja til sjóðs (Rotary Foundation) sem fjármagnar starfið með dyggri aðstoð Stofnunar Bill og Melinda Gates sem greiða verkefninu tvöfalt það fjármagn sem Rótarý félagar leggja til. Í tilefni dagsins hvet ég Rótarýfélaga til að leggja sjóðnum lið. Ekki er ólíklegt að heimurinn þurfi æ meira á slíku sjálfboðaliðsstarfi að halda. Það var áhugavert og hvetjandi að sækja alheimsþing Rótarý í Singapore sl. vor og fræðast um þau fjölmörgu verkefni sem unnið er að. Því vil ég hvetja fólk til að kynna sér starfsemi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi og meta, hvort áhugi er á að taka þátt í starfinu. Það er nefnilega þannig að það er gott fyrir eigin heilsu og vellíðan að láta gott af sé leiða samanber hið fornkveðna að sælla er að gefa en þiggja! Höfundur er rótarýfélagi og landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Heilbrigðismál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 24. október, er Alþjóðlegur dagur gegn mænusótt sem einnig er kölluð lömunarveiki - Polio Plus dagurinn - til vitundarvakningar og fjáröflunar fyrir verkefnið um að útrýma mænusótt. Rótarý hreyfingin hefur, í víðtæku samstarfi, unnið að útrýmingu mænusóttar í 45 ár en árið 1979 hófst það metnaðarfulla verkefni með bólusetningu barna á Filipseyjum. Síðan þá hafa Rótarýfélagar um allan heim unnið ómetanlegt sjálfboðalistastarf fyrir börn í meira en 120 löndum. Með markvissum bólusetningum hefur mænusótt verið gerð útlæg úr flestum löndum heims nema Afganistan og Pakistan þar sem hún er enn landlæg á afskekktum svæðum. Því miður hefur stökkbreytt afbrigði tekið sig upp á svæðum þar sem bólusetning er ekki næg og dæmi eru um stök tilfelli á Vesturlöndum því tengt. Í skugga hörmulegra stríðsátaka hefur mænusótt einnig tekið sig upp á Gaza. Það er því ljóst að baráttunni fyrir því að útrýma mænusótt er hvergi nærri lokið. Sjúkdómurinn mænusótt Mænusótt (polio) eða lömunarveiki er smitsjúkdómur af völdum veiru sem leggst á taugakerfi líkamans. Þeir sem eru í mestri hættu á að veikjast af sjúkdómnum eru nýburar, ung börn og óbólusettir einstaklingar. Langflestir, um 90-95% af þeim sem veikjast, fá væg og almenn flensulík einkenni, í alvarlegri tilvikum eru verkir og minnkaður kraftur í stoðkerfi líkamans og loks vöðvalömum og jafnvel dauði. Mænusóttarveiran er mjög smitandi og getur borist í menn bæði með úðasmiti frá öndunarfærum en einnig með saurmengun í drykkjarvatni og mat. Engin meðferð er til en hinsvegar gott bóluefni. Mænusótt hérlendis Samkvæmt ágætu yfirliti um bólusetningar gengu hérlendis skæðir mænusóttarfaraldrar með alvarlegum afleiðingum þar til bólusetning gegn mænusótt hófst árið 1956, sjá mynd (birt með leyfi). Tíðni mænusóttar á Íslandi á 10 ára tímabili fyrir bólusetningu voru 2.700 tilfelli þar sem 224 lömuðust en þegar litið er til næstu 10 ára eftir að bólusetning hófst eru skráð sex tilfelli, þar af fjórir sem lömuðust. Ekki er lengra síðan en svo, að mörg þekkjum við einstaklinga með eftirköst sjúkdómsins. Ekki hefur greinst hér mænusótt síðan árið 1963. Mænusótt var svo sannarlega skæður sjúkdómur áður en bólusetningar hófust. Til dæmis er í Heilbrigðisskýrslu frá árinu 1924 sagt að …“engin [eins] bráð farsótt komið í þetta hjerað…er valdið hafi öðrum eins manndauða og fötlunum og hún“. Þar eru átakanlegar lýsingar á miklum veikindum, einkum hjá börnum og unglingum. Bólustetning er ofurmikilvæg forvörn Bólusetning er áhrifarík leið til að koma í veg fyrir mænusótt. Hérlendis hófst bólusetning gegn mænusótt/lömunarveiki árið 1956. Mikilvægt er að byrja að bólusetja ung börn því sjúkdómurinn er hættulegastur yngstu börnunum. Hér á landi eru börn bólusett við 3, 5 og 12 mánaða aldur og endurbólusett við 14 ára aldur. Bóluefnið verndar ekki með vissu lengur en í 10 ár og því er möguleiki á að smitast síðar á ævinni. Mælt er með að fullorðnir láti bólusetja sig gegn mænusótt á 10 ára fresti ef þeir ferðast til landa þar sem hætta er á smiti. Hérlendis hefur þátttöka í barnabólusetningum verið góð og brýnt, ekki síst í ljósi stöðu í heiminum, að svo verði áfram. Fáar læknisfræðilegar aðgerðir eru eins hagkvæmar og hafa skilað jafn miklum árangri og almennar bólusetningar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlar að bólusetningar komi árlega í veg fyrir um 2–3 milljónir dauðsfalla en um 1–2 milljónir barna fá hins vegar ekki þær bólsetningar sem þau þurfa. Afleiðing þessa er að um 1,5 milljónir einstaklinga deyja árlega af völdum sjúkdóma sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með bólusetningum. Helsta ógnin sem steðjar að bólusetningum er að almenningur sofni á verðinum þ.e. hætti að bólusetja börnin sín þegar sjúkdómum hefur verið bægt frá og þeir sjást ekki lengur. Látum það ekki gerast. Gefum af okkur með Rótarý Bólusetning gegn mænusótt (Global Polio Eradication Initiative) er einungis eitt margra mannúðarverkefna Rótarý hreyfingarinnar. Rótarýfélagar sjálfir leggja til sjóðs (Rotary Foundation) sem fjármagnar starfið með dyggri aðstoð Stofnunar Bill og Melinda Gates sem greiða verkefninu tvöfalt það fjármagn sem Rótarý félagar leggja til. Í tilefni dagsins hvet ég Rótarýfélaga til að leggja sjóðnum lið. Ekki er ólíklegt að heimurinn þurfi æ meira á slíku sjálfboðaliðsstarfi að halda. Það var áhugavert og hvetjandi að sækja alheimsþing Rótarý í Singapore sl. vor og fræðast um þau fjölmörgu verkefni sem unnið er að. Því vil ég hvetja fólk til að kynna sér starfsemi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi og meta, hvort áhugi er á að taka þátt í starfinu. Það er nefnilega þannig að það er gott fyrir eigin heilsu og vellíðan að láta gott af sé leiða samanber hið fornkveðna að sælla er að gefa en þiggja! Höfundur er rótarýfélagi og landlæknir.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun