„Prófraun fyrir okkur að mæta þeim allra bestu“ Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2024 19:31 Glódís Perla í leik með íslenska kvennalandsliðinu Vísir/Getty Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, segir leikina gegn stærstu liðum í heimi vera þá leiki sem íslenska liðið getur lært hvað mest af. Ísland heimsækir ríkjandi Ólympíumeistara Bandaríkjanna í kvöld. „Risastórt verkefni fyrir okkur,“ segir landsliðsfyrirliðinn Glódís í samtali við KSÍ TV. „Fín prófraun fyrir okkur að mæta þeim allra bestu. Þær koma inn í þennan leik sem besta lið í heimi og það er verðugt verkefni fyrir okkur að sjá hvernig við getum leyst það. Hvað við þurfum svo að bæta enn meira til að geta verið á sama stað og þær.“ 🎙️ Viðtal við Glódís Perlu Viggósdóttur, fyrirliða A kvenna, fyrir leik morgundagsins.#viðerumísland pic.twitter.com/u5arX5MAlx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2024 Fyrri leikur liðanna fer fram í Austin í Texas skömmu fyrir miðnætti í kvöld að íslenskum tíma en liðin mætast svo aftur nokkrum dögum síðar í Nashville, Tennessee. Leikir gegn þetta stórum andstæðingi getur gefið liðinu mikið. „Jú klárlega. Þetta eru leikirnir sem við getum lært mest af sem lið og gaman að sjá hvar við stöndum miðað við þessi bestu lið í heimi. Við höfum verið að fá flotta leiki, bæði í Þjóðadeildinni sem og í æfingarleikjum, upp á síðkastið. Auðvitað förum við inn í alla þessa leiki með það fyrir augum að reyna vinna þá. Það er gaman að fá tækifæri til að spila á móti þessum sterku þjóðum. Fá aðeins að atast í þeim.“ Árið 2024 hefur verið mjög gjöfullt fyrir íslenska kvennalandsliðið og árið 2025 er spennandi í meira lagi þar sem að liðið tekur meðal annars þátt í A-deild Þjóðadeildar UEFA og svo er komið að næsta stórmóti næsta sumar í Sviss. Sjálft Evrópumótið í knattspyrnu. Aðspurð hvernig yfirstandandi verkefni nýtist íslenska liðinu upp á framhaldið hafði Glódís þetta að segja: „Við tökum bara eitt verkefni fyrir í einu. Það er mikið sem á eftir að gerast þar til að við förum á EM. Framundan eru leikir í mikilvægri Þjóðadeild sem spilast eftir áramót og fyrir EM. Þar þurfum við á góðum úrslitum að halda. Það skiptir máli upp á næstu undankeppni. Við verðum bara að fara í hvert verkefni fyrir sig, nýta það sem best og reyna halda áfram að bæta okkur. Verða betri í hverju einasta verkefni. Þannig held ég að við undirbúum okkur sem best fyrir EM.“ Eins og áður hefur verið sagt frá er Glódís tilnefnd til Ballon d'or verðlaunanna virtu. „Auðvitað er það gríðarlega mikill heiður. Gaman að vera tilnefnd til svona stórra verðlauna. En ég hef alltaf sagt það að fótbolti er liðsíþrótt. Ég er bara gríðarlega þakklát fyrir þessi tvö umhverfi sem ég er í. Alla leikmennina sem ég æfi og spila með.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Í beinni: Fiorentina - Atalanta | Erfitt verkefni fyrir Albert og félaga Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Sjá meira
„Risastórt verkefni fyrir okkur,“ segir landsliðsfyrirliðinn Glódís í samtali við KSÍ TV. „Fín prófraun fyrir okkur að mæta þeim allra bestu. Þær koma inn í þennan leik sem besta lið í heimi og það er verðugt verkefni fyrir okkur að sjá hvernig við getum leyst það. Hvað við þurfum svo að bæta enn meira til að geta verið á sama stað og þær.“ 🎙️ Viðtal við Glódís Perlu Viggósdóttur, fyrirliða A kvenna, fyrir leik morgundagsins.#viðerumísland pic.twitter.com/u5arX5MAlx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2024 Fyrri leikur liðanna fer fram í Austin í Texas skömmu fyrir miðnætti í kvöld að íslenskum tíma en liðin mætast svo aftur nokkrum dögum síðar í Nashville, Tennessee. Leikir gegn þetta stórum andstæðingi getur gefið liðinu mikið. „Jú klárlega. Þetta eru leikirnir sem við getum lært mest af sem lið og gaman að sjá hvar við stöndum miðað við þessi bestu lið í heimi. Við höfum verið að fá flotta leiki, bæði í Þjóðadeildinni sem og í æfingarleikjum, upp á síðkastið. Auðvitað förum við inn í alla þessa leiki með það fyrir augum að reyna vinna þá. Það er gaman að fá tækifæri til að spila á móti þessum sterku þjóðum. Fá aðeins að atast í þeim.“ Árið 2024 hefur verið mjög gjöfullt fyrir íslenska kvennalandsliðið og árið 2025 er spennandi í meira lagi þar sem að liðið tekur meðal annars þátt í A-deild Þjóðadeildar UEFA og svo er komið að næsta stórmóti næsta sumar í Sviss. Sjálft Evrópumótið í knattspyrnu. Aðspurð hvernig yfirstandandi verkefni nýtist íslenska liðinu upp á framhaldið hafði Glódís þetta að segja: „Við tökum bara eitt verkefni fyrir í einu. Það er mikið sem á eftir að gerast þar til að við förum á EM. Framundan eru leikir í mikilvægri Þjóðadeild sem spilast eftir áramót og fyrir EM. Þar þurfum við á góðum úrslitum að halda. Það skiptir máli upp á næstu undankeppni. Við verðum bara að fara í hvert verkefni fyrir sig, nýta það sem best og reyna halda áfram að bæta okkur. Verða betri í hverju einasta verkefni. Þannig held ég að við undirbúum okkur sem best fyrir EM.“ Eins og áður hefur verið sagt frá er Glódís tilnefnd til Ballon d'or verðlaunanna virtu. „Auðvitað er það gríðarlega mikill heiður. Gaman að vera tilnefnd til svona stórra verðlauna. En ég hef alltaf sagt það að fótbolti er liðsíþrótt. Ég er bara gríðarlega þakklát fyrir þessi tvö umhverfi sem ég er í. Alla leikmennina sem ég æfi og spila með.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Í beinni: Fiorentina - Atalanta | Erfitt verkefni fyrir Albert og félaga Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Sjá meira