Árásarmaðurinn á Dubliner fær ekki áheyrn í Hæstarétti Jón Þór Stefánsson skrifar 25. október 2024 11:04 Fannar þegar hann var færður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn málsins. vísir/Ívar Fannar Tíu ára fangelsisdómur Fannars Daníels Guðmundssonar vegna skotárásar, frelsissviptingar og nauðgunar stendur. Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Fannars. Landsréttur þyngdi í sumar dóm sem Fannar hafði hlotið í héraði úr átta árum upp í tíu ár. Hann var sakfelldur fyrir skotárás á skemmtistaðnum The Dubliner í miðbæ Reykjavíkur, en líka fyrir frelsissviptingu og nauðgun. Frelsisviptinguna framdi ásamt öðrum manni, Ara Ívars, sem hlaut þriggja ára fangelsisdóm fyrir sinn þátt. Niðurstaða Landsréttar var sú að skotárásin á Dubliner hafi verið tilraun til manndráps. Í ákæru sagði að Fannar hafi farið grímuklæddur og vopnaður hlaðinni og afsagaðri haglabyssu, inn á Dubliner og beint henni í átt að þremur viðskiptavinum og einum barþjóni, sem voru við barborð staðarins. Fyrirvaralaust hafi hann hleypt af einu skoti, þannig að höglin höfnuðu í innréttingu staðarins og áfengisflöskum með þeim afleiðingum að flöskurnar splundruðust og glerbrotum rigndi yfir fólkið. Fannar óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir í Hæstarétti og sagði niðurstöðu Landsréttar bersýnilega ranga. Hann sagði að samkvæmt dómaframkvæmd væri það ekki tilraun til manndráps að beina skotvopni að vegg. Ekkert lægi fyrir í málinu að honum hafi látið í léttu rúmi liggja að bani gæti hlotist af árásinni. Fimm klukkustunda frelsissvipting Líkt og áður segir voru Fannar og Ari sakfelldir fyrir frelsissviptingu. Í því máli sviptu þeir mann frelsi í um fimm klukkustundir á heimili hans. Þeir beittu hann ofbeldi og hótunum í því skyni að ná verðmætum af manninum, en þeir bundu hann höndum og fótum við rúm hans, hótuðu honum lífláti og annars konar ofbeldi. Fannar neyddi hann til að gefa upp lykilorð að farsíma og heimabanka sínum og Ari safnaði á sama tíma lausafé í eigu mannsins. Þeir eru sagðir hafa borið lausaféð í sameiningu út í bifreið og horfið á braut og skilið manninn bundinn eftir. Lýsingar á ofbeldi í garð mannsins eru afar ógeðfelldar og því er rétt að vara lesendur við lýsingunum. Fannar var jafnframt sakfelldur fyrir að nauðga manninum og beita hann annars konar kynferðisbrotum á meðan hann var bundinn í rúminu. Í ákæru sagði að í því hafi falist að þrýsta klaufhamri í endaþarmsop mannsins og skakað hamrinum fram og til baka. Þá hafi hann tvívegis slegið hamrinum í getnaðarlim mannsins. Á sama tíma hafi hann tekið athæfið upp á farsíma og hótað að dreifa því ef maðurinn myndi leita til lögreglu. Sagði brotið ekki af kynferðislegum toga Í málskotsbeiðni sinni sagði Fannar að úrlausn Landsréttar í því máli væri líka bersýnilega röng. Það væri vegna þess að brot hans hafi ekki verið að kynferðislegum toga heldur til að ógna. Í það minnsta væri komin upp veruleg óvissa um hvaða lagaákvæði væri réttast að heimfæra brotið undir. Hann sagði einnig að dómurinn, sem varðaði tíu ára fangelsi, væri í engu samræmi við dómafordæmi og því bæri að lækka refsinguna verulega. Hæstiréttur hafnaði beiðni Fannars. Dómurinn segir að ekki væri séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Þá byggði niðurstaða Landsréttar á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það verður ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Byssuskot á The Dubliner Reykjavík Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Landsréttur þyngdi í sumar dóm sem Fannar hafði hlotið í héraði úr átta árum upp í tíu ár. Hann var sakfelldur fyrir skotárás á skemmtistaðnum The Dubliner í miðbæ Reykjavíkur, en líka fyrir frelsissviptingu og nauðgun. Frelsisviptinguna framdi ásamt öðrum manni, Ara Ívars, sem hlaut þriggja ára fangelsisdóm fyrir sinn þátt. Niðurstaða Landsréttar var sú að skotárásin á Dubliner hafi verið tilraun til manndráps. Í ákæru sagði að Fannar hafi farið grímuklæddur og vopnaður hlaðinni og afsagaðri haglabyssu, inn á Dubliner og beint henni í átt að þremur viðskiptavinum og einum barþjóni, sem voru við barborð staðarins. Fyrirvaralaust hafi hann hleypt af einu skoti, þannig að höglin höfnuðu í innréttingu staðarins og áfengisflöskum með þeim afleiðingum að flöskurnar splundruðust og glerbrotum rigndi yfir fólkið. Fannar óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir í Hæstarétti og sagði niðurstöðu Landsréttar bersýnilega ranga. Hann sagði að samkvæmt dómaframkvæmd væri það ekki tilraun til manndráps að beina skotvopni að vegg. Ekkert lægi fyrir í málinu að honum hafi látið í léttu rúmi liggja að bani gæti hlotist af árásinni. Fimm klukkustunda frelsissvipting Líkt og áður segir voru Fannar og Ari sakfelldir fyrir frelsissviptingu. Í því máli sviptu þeir mann frelsi í um fimm klukkustundir á heimili hans. Þeir beittu hann ofbeldi og hótunum í því skyni að ná verðmætum af manninum, en þeir bundu hann höndum og fótum við rúm hans, hótuðu honum lífláti og annars konar ofbeldi. Fannar neyddi hann til að gefa upp lykilorð að farsíma og heimabanka sínum og Ari safnaði á sama tíma lausafé í eigu mannsins. Þeir eru sagðir hafa borið lausaféð í sameiningu út í bifreið og horfið á braut og skilið manninn bundinn eftir. Lýsingar á ofbeldi í garð mannsins eru afar ógeðfelldar og því er rétt að vara lesendur við lýsingunum. Fannar var jafnframt sakfelldur fyrir að nauðga manninum og beita hann annars konar kynferðisbrotum á meðan hann var bundinn í rúminu. Í ákæru sagði að í því hafi falist að þrýsta klaufhamri í endaþarmsop mannsins og skakað hamrinum fram og til baka. Þá hafi hann tvívegis slegið hamrinum í getnaðarlim mannsins. Á sama tíma hafi hann tekið athæfið upp á farsíma og hótað að dreifa því ef maðurinn myndi leita til lögreglu. Sagði brotið ekki af kynferðislegum toga Í málskotsbeiðni sinni sagði Fannar að úrlausn Landsréttar í því máli væri líka bersýnilega röng. Það væri vegna þess að brot hans hafi ekki verið að kynferðislegum toga heldur til að ógna. Í það minnsta væri komin upp veruleg óvissa um hvaða lagaákvæði væri réttast að heimfæra brotið undir. Hann sagði einnig að dómurinn, sem varðaði tíu ára fangelsi, væri í engu samræmi við dómafordæmi og því bæri að lækka refsinguna verulega. Hæstiréttur hafnaði beiðni Fannars. Dómurinn segir að ekki væri séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Þá byggði niðurstaða Landsréttar á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það verður ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti.
Byssuskot á The Dubliner Reykjavík Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira