„Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2024 12:33 Hilmar Pétursson hefur ekki staðið undir væntingum hjá Keflavík. vísir/anton Varnarleikur Keflavíkur, eða skortur á honum, var til umræðu í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. Sævari Sævarssyni finnst vanta vilja í leikmenn Keflavíkur. Á fimmtudaginn tapaði Keflavík fyrir Íslandsmeisturum Vals, 104-80. Keflvíkingar, sem var spáð góðu gengi fyrir tímabilið, hafa tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í vetur. „Það getur vel verið að Keflavík ætli að sanna að það sé hægt vinna titla með því að spila hraðan, skemmtilegan bolta og taka fullt af skotum. En það er ekki þar með sagt að þú þurfir að henda frá þér viljanum til að stoppa andstæðinginn, viljanum til að láta finna fyrir þér og sýna fólkinu sem mætti í íþróttahúsið og styrktaraðilunum sem setja allan peninginn í þetta að þú viljir að andstæðingurinn skori minna en þú,“ sagði Sævar í þættinum í gær. Hann var ekki hrifinn af því sem hann sá til Keflavíkurliðsins á fimmtudaginn og sagði að nýju leikmenn þess hefðu ekki fundið taktinn enn sem komið er. „Ég sá bara einstaklinga sem ætluðu að reyna að skora meira en andstæðingurinn en ekkert að leggja kapp á að stoppa eða láta finna fyrir sér; bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri. Ég veit ekki hvort sé að bíða eftir einhverri sprengju,“ sagði Sævar. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um Keflavík „Það eru komnir þrír nýir leikmenn í liðið og þeir hafa allir valdið vonbrigðum. Það voru miklar væntingar gerðar til Hilmars Péturssonar. Hann er ekki búinn að sýna neitt. Það voru miklar væntingar gerðar til þessa Þjóðverja [Jarell Reischel]. Það er ekki hægt að kenna honum um gengi liðsins. Það er eðlilegt að það taki tíma fyrir hann að komast inn. Síðan tekurðu ungan bandarískan leikmann [Wendell Green] sem á að njóta þess að spila í deild með fullt af reynslumiklum mönnum, Halldóri Garðari [Hermannssyni], Igor Maric, Jaka Brodnik, en þeir eru ekki að sýna þessum Bandaríkjamanni neitt varðandi það að fara fram með góðu fordæmi.“ Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Á fimmtudaginn tapaði Keflavík fyrir Íslandsmeisturum Vals, 104-80. Keflvíkingar, sem var spáð góðu gengi fyrir tímabilið, hafa tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í vetur. „Það getur vel verið að Keflavík ætli að sanna að það sé hægt vinna titla með því að spila hraðan, skemmtilegan bolta og taka fullt af skotum. En það er ekki þar með sagt að þú þurfir að henda frá þér viljanum til að stoppa andstæðinginn, viljanum til að láta finna fyrir þér og sýna fólkinu sem mætti í íþróttahúsið og styrktaraðilunum sem setja allan peninginn í þetta að þú viljir að andstæðingurinn skori minna en þú,“ sagði Sævar í þættinum í gær. Hann var ekki hrifinn af því sem hann sá til Keflavíkurliðsins á fimmtudaginn og sagði að nýju leikmenn þess hefðu ekki fundið taktinn enn sem komið er. „Ég sá bara einstaklinga sem ætluðu að reyna að skora meira en andstæðingurinn en ekkert að leggja kapp á að stoppa eða láta finna fyrir sér; bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri. Ég veit ekki hvort sé að bíða eftir einhverri sprengju,“ sagði Sævar. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um Keflavík „Það eru komnir þrír nýir leikmenn í liðið og þeir hafa allir valdið vonbrigðum. Það voru miklar væntingar gerðar til Hilmars Péturssonar. Hann er ekki búinn að sýna neitt. Það voru miklar væntingar gerðar til þessa Þjóðverja [Jarell Reischel]. Það er ekki hægt að kenna honum um gengi liðsins. Það er eðlilegt að það taki tíma fyrir hann að komast inn. Síðan tekurðu ungan bandarískan leikmann [Wendell Green] sem á að njóta þess að spila í deild með fullt af reynslumiklum mönnum, Halldóri Garðari [Hermannssyni], Igor Maric, Jaka Brodnik, en þeir eru ekki að sýna þessum Bandaríkjamanni neitt varðandi það að fara fram með góðu fordæmi.“ Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan,
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
„Þegar þjálfarinn er í besta forminu þá er það ekki nógu gott“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við fjórða tapið í fimm leikjum í kvöld þegar lið hans steinlá gegn Vali, 104-80. 24. október 2024 21:41