Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 28. október 2024 08:54 Vísindamennirnir segja mengunina af völdum köfnunarefnisdíoxíðs vera stórhættulega. Getty Mengun frá gashellum er sögð draga 40 þúsund Evrópubúa til dauða á hverju ári, eða tvisvar sinnum fleiri en þá sem deyja í umferðarslysum. Þetta er fullyrt í nýrri rannsókn sem breska blaðið Guardian fjallar um. Skýrsluhöfundar segja að gashelluborðin spúi hættulegum gastegundum sem leiði til hjarta- og lungnasjúkdóma en að sú hætta sé fáum ljós. Í skýrslunni er fullyrt að notkun gasshellna við eldamennsku taki tvö ár af meðalævi manneskju að meðaltali. Eitt af hverjum þremur heimilum í Evrópusambandinu notast við gas við eldamennskuna. Hlutfallið er enn hærra í Bretlandi, eða rúmur helmingur og rúm sextíu prósent í löndum á borð við Ítalíu, Holland, Rúmeníu og Ungverjaland. Segja tölurnar fremur varlega áætlaðar Juana María Delgado-Saborit hjá Jaume I háskólanum á Spáni, sem fór fyrir rannsókninni ásamt kollegum frá Háskólanum í Valencia, segir að vandamálið sé mun útbreiddara en áður hafði verið talið. Í skýrslunni er því haldið fram að rúmlega 36 þúsund manns hafi dáið fyrir aldur fram innan Evrópusambandsins af völdum slíkrar menguna og að í Bretlandi hafi slík dauðsföll verið tæplega fjögurþúsund. Vísindamennirnir bæta því við að tölurnar séu frekar varlega áætlaðar, því aðeins hafi verið horft til NO2 mengunnar, en ekki tekið með í reikninginn hvort önnur mengun frá gasbrunanum hafi slæm áhrif. NO2, eða Köfnunarefnisdíoxíð, veldur lungnaskemmdum í mönnum, einkum ef álagið er langvarandi. Delgado-Saborit segir að árið 1978 hafi mönnum orðið ljóst að mengun af völdum NO2 er mun meiri í eldhúsum þar sem eldað er með gasi en þar sem notast er við rafmagnshellur. Það hafi þó ekki verið fyrr en nú, í þessari nýju rannsókn, sem tekist hafi að sýna fram á hina raunverulegu hættu sem af þeim stafar á heilsu manna. Hættan utanhúss lögð að jöfnu við hættuna heimafyrir Niðurstöður spænsku vísindamannanna eru fengnar með því að bera saman NO2 mengun innanhús við utanhúss mengun, sem aðallega stafar frá bílaumferð. Hættan af völdum NO2 mengunnar utanhúss hefur oft verið metin og í nýju rannsóknni er sú hætta yfirfærð á mengunina innanhúss. Í umfjöllun Guardian er einnig rætt við danska loftgæðasérfræðinginn Steffen Loft hjá Kaupmannahafnarháskóla sem segir að aðal óvissan um þessa nýju rannsókn sé sú staðreynd að vísindamennirnir hafi þurft að yfirfæra hættuna á þennan hátt. Það sé þó gagnleg leið að hans mati, en Loft kom ekki að rannsókninni með nokkrum hætti. Önnur svipuð rannsókn var síðan gerð í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Þar var niðurstaðan sú að mengun frá helluborðum eigi sinn þátt í dauða um nítján þúsund fullorðinna einstaklinga á ári. Umhverfismál Heilsa Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Sjá meira
Þetta er fullyrt í nýrri rannsókn sem breska blaðið Guardian fjallar um. Skýrsluhöfundar segja að gashelluborðin spúi hættulegum gastegundum sem leiði til hjarta- og lungnasjúkdóma en að sú hætta sé fáum ljós. Í skýrslunni er fullyrt að notkun gasshellna við eldamennsku taki tvö ár af meðalævi manneskju að meðaltali. Eitt af hverjum þremur heimilum í Evrópusambandinu notast við gas við eldamennskuna. Hlutfallið er enn hærra í Bretlandi, eða rúmur helmingur og rúm sextíu prósent í löndum á borð við Ítalíu, Holland, Rúmeníu og Ungverjaland. Segja tölurnar fremur varlega áætlaðar Juana María Delgado-Saborit hjá Jaume I háskólanum á Spáni, sem fór fyrir rannsókninni ásamt kollegum frá Háskólanum í Valencia, segir að vandamálið sé mun útbreiddara en áður hafði verið talið. Í skýrslunni er því haldið fram að rúmlega 36 þúsund manns hafi dáið fyrir aldur fram innan Evrópusambandsins af völdum slíkrar menguna og að í Bretlandi hafi slík dauðsföll verið tæplega fjögurþúsund. Vísindamennirnir bæta því við að tölurnar séu frekar varlega áætlaðar, því aðeins hafi verið horft til NO2 mengunnar, en ekki tekið með í reikninginn hvort önnur mengun frá gasbrunanum hafi slæm áhrif. NO2, eða Köfnunarefnisdíoxíð, veldur lungnaskemmdum í mönnum, einkum ef álagið er langvarandi. Delgado-Saborit segir að árið 1978 hafi mönnum orðið ljóst að mengun af völdum NO2 er mun meiri í eldhúsum þar sem eldað er með gasi en þar sem notast er við rafmagnshellur. Það hafi þó ekki verið fyrr en nú, í þessari nýju rannsókn, sem tekist hafi að sýna fram á hina raunverulegu hættu sem af þeim stafar á heilsu manna. Hættan utanhúss lögð að jöfnu við hættuna heimafyrir Niðurstöður spænsku vísindamannanna eru fengnar með því að bera saman NO2 mengun innanhús við utanhúss mengun, sem aðallega stafar frá bílaumferð. Hættan af völdum NO2 mengunnar utanhúss hefur oft verið metin og í nýju rannsóknni er sú hætta yfirfærð á mengunina innanhúss. Í umfjöllun Guardian er einnig rætt við danska loftgæðasérfræðinginn Steffen Loft hjá Kaupmannahafnarháskóla sem segir að aðal óvissan um þessa nýju rannsókn sé sú staðreynd að vísindamennirnir hafi þurft að yfirfæra hættuna á þennan hátt. Það sé þó gagnleg leið að hans mati, en Loft kom ekki að rannsókninni með nokkrum hætti. Önnur svipuð rannsókn var síðan gerð í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Þar var niðurstaðan sú að mengun frá helluborðum eigi sinn þátt í dauða um nítján þúsund fullorðinna einstaklinga á ári.
Umhverfismál Heilsa Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Sjá meira