Áhöfn smábáts sem strandaði hífð upp í þyrlu Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2024 09:25 Báturinn á strandstað í mynni Súgandafjarðar í morgun. Myndin er tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan Tveir menn sem voru um borð í smábát sem strandaði í utanverðum Súgandafirði í morgun voru hífðir upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar og fluttir til Suðureyrar í morgun. Báturinn situr enn fastur á strandstaðnum. Tilkynning um strandið barst um klukkan sex í morgun. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að lítill fiskibátur hafi strandað í vestanverðu mynni Súgandafjarðar, nálægt Galtarvita. Björgunarsveitir frá Suðureyri, Flateyri, Ísafirði og Bolungarvík voru sendar til aðstoðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var jafnframt kölluð út á hæsta forgangi. Björgunarsveitarfólk aðstoðaði bátverjana tvo í land, að því er kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Enginn akvegur er þar sem báturinn strandaði og segir Jón Þór að björgunarsveitarfólk frá Suðureyri hafi því farið gangandi þangað þaðan sem vegurinn endar áleiðis að Galtarvita. Báturinn í fjörunni í Súgandafirði í morgun.Landsbjörg Sæmilegt veður var á strandstað en nokkur alda sem lamdi bátinn. Óráð þótti að lenda slöngubát á strandstaðnum og taka skipbrotsmennina um borð. Tveir björgunarsveitarmenn komust í land með slöngubát og gengu þeir að strandstað og náðu að aðstoða bátsverjana tvo. Mennirnir tveir voru nokkuð vel á sig komnir og töldu sig geta gengið til Suðureyrar eða þangað sem hægt væri að sækja þá á bíl. Þyrla Gæslunnar var þá komin langleiðina á staðinn og því ákveðið að hún hífði þá um borð. Lögreglan tók svo á móti mönnunum á Suðureyri til þess að taka af þeim skýrslu. Freista á þess að koma bátnum á flot með aðstoð björgunarskipar á háflóði um klukkan 17:00 í dag. Lögreglan á Vestfjörðum og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka strandið. Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tilkynning um strandið barst um klukkan sex í morgun. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að lítill fiskibátur hafi strandað í vestanverðu mynni Súgandafjarðar, nálægt Galtarvita. Björgunarsveitir frá Suðureyri, Flateyri, Ísafirði og Bolungarvík voru sendar til aðstoðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var jafnframt kölluð út á hæsta forgangi. Björgunarsveitarfólk aðstoðaði bátverjana tvo í land, að því er kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Enginn akvegur er þar sem báturinn strandaði og segir Jón Þór að björgunarsveitarfólk frá Suðureyri hafi því farið gangandi þangað þaðan sem vegurinn endar áleiðis að Galtarvita. Báturinn í fjörunni í Súgandafirði í morgun.Landsbjörg Sæmilegt veður var á strandstað en nokkur alda sem lamdi bátinn. Óráð þótti að lenda slöngubát á strandstaðnum og taka skipbrotsmennina um borð. Tveir björgunarsveitarmenn komust í land með slöngubát og gengu þeir að strandstað og náðu að aðstoða bátsverjana tvo. Mennirnir tveir voru nokkuð vel á sig komnir og töldu sig geta gengið til Suðureyrar eða þangað sem hægt væri að sækja þá á bíl. Þyrla Gæslunnar var þá komin langleiðina á staðinn og því ákveðið að hún hífði þá um borð. Lögreglan tók svo á móti mönnunum á Suðureyri til þess að taka af þeim skýrslu. Freista á þess að koma bátnum á flot með aðstoð björgunarskipar á háflóði um klukkan 17:00 í dag. Lögreglan á Vestfjörðum og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka strandið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira