Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. október 2024 06:58 Ákvörðunin þýðir að UNRWA mun ekki geta starfað í Ísrael, né á Vesturbakkanum og Gasa. AP/Hassan Eslaiah Ísraelska þingið samþykkti í gær að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. Stofnunin verður nú að hætta starfsemi í landinu innan 90 daga en ákvörðunin um að skilgreina hana sem hryðjuverkasamtök hefur það í för með sér að ísraelsk yfirvöld munu ekki eiga í neinu samstarfi við hana. Þetta þýðir að til viðbótar við að höfuðstöðvum UNRWA í Jerúsalem verður lokað þá verður líklega ekkert af frekari neyðaraðstoð stofnunarinnar á Gasa, þar sem forsvarsmenn hennar og yfirvöld sem fara með umferð í gegnum Rafah mega ekki lengur eiga samstarf. Þannig verða til að mynda ekki gefin út fleiri starfsleyfi til starfsmanna UNRWA né hægt að skipuleggja flutning og dreifingu neyðargagna á svæðinu. Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð og menn meðal annars varað við því að annarri neyðaraðstoð sé ekki til að dreifa á Gasa, þar sem fjöldi fólks býr við afar bágar aðstæður og fæðuskort. Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóri UNRWA, segir ákvörðunina fordæmalaus og hættulegt fordæmi. „Þessi frumvörp munu aðeins ýta undir neyð Palestínumanna, sérstaklega í Gasa þar sem fólk hefur búið við helvíti í meira en ár,“ sagði hann. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa lýst yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur hvatt Ísraela til að standa við skuldbindingar sínar sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna og sagt að ekki sé hægt að fara á svig við þær með því að breyta innlendum lögum. Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Stofnunin verður nú að hætta starfsemi í landinu innan 90 daga en ákvörðunin um að skilgreina hana sem hryðjuverkasamtök hefur það í för með sér að ísraelsk yfirvöld munu ekki eiga í neinu samstarfi við hana. Þetta þýðir að til viðbótar við að höfuðstöðvum UNRWA í Jerúsalem verður lokað þá verður líklega ekkert af frekari neyðaraðstoð stofnunarinnar á Gasa, þar sem forsvarsmenn hennar og yfirvöld sem fara með umferð í gegnum Rafah mega ekki lengur eiga samstarf. Þannig verða til að mynda ekki gefin út fleiri starfsleyfi til starfsmanna UNRWA né hægt að skipuleggja flutning og dreifingu neyðargagna á svæðinu. Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð og menn meðal annars varað við því að annarri neyðaraðstoð sé ekki til að dreifa á Gasa, þar sem fjöldi fólks býr við afar bágar aðstæður og fæðuskort. Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóri UNRWA, segir ákvörðunina fordæmalaus og hættulegt fordæmi. „Þessi frumvörp munu aðeins ýta undir neyð Palestínumanna, sérstaklega í Gasa þar sem fólk hefur búið við helvíti í meira en ár,“ sagði hann. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa lýst yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur hvatt Ísraela til að standa við skuldbindingar sínar sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna og sagt að ekki sé hægt að fara á svig við þær með því að breyta innlendum lögum.
Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira