Hrokinn varð honum að falli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2024 12:03 Tyrique Stevenson stríðir hér stuningsmönnum Washington Commanders en örskömmu síðar hafði hann klúðrað leiknum fyrir Chicago Bears. Getty/Scott Taetsch Þeir sem trúa ekki á karma ættu kannski að horfa á kraftaverkasnertimarkið í NFL deildinni um helgina. Washington Commanders vann þá ótrúlegan endurkomusigur á Chicago Bears. Liðið tryggði sér sigur þegar öll von virtist úti en leikstjórnandinn Jayden Daniels henti boltanum þá heila 52 jarda og inn í markið. Leiktíminn var að renna út en eini möguleikinn var að láta vaða og vona það besta. Það ótrúlega gerðist eins og sjá má og heyra í magnaðri lýsingu Henry Birgis Gunnarssonar hér fyrir neðan. Varnarmaður Bears gerði þau mistök að slá í boltann en við það misstu liðsfélagarnir af honum og boltinn datt í hendurnar á Washington manninum Noah Brown í endamarkinu. Hann hafði laumað sér aftur fyrir þá og vonast til þess að boltinn kæmi þangað. Það gerðist og Washington fagnaði sigri. Annað sjónarhorn á þetta sigursnertimark fór síðar á mikið flug á netmiðlum. Þetta verður örugglega erfið vika fyrir einn leikmann Chicago Bears. Tyrique Stevenson, varnarmaður Chicago Bears, var svo fullviss um sigurinn nokkrum sekúndum fyrir leikslok að hann fór að kynda og stríða svekktum stuðningsmönnum Washington Commanders. Stevenson missti einbeitinguna en áttaði sig síðan á því að boltinn var að koma. Hann hljóp á staðinn og sló í boltann. Það vildi ekki betur en að hann sló hann til leikmanns Commanders. Það var því hans klaufaskapur (og hroki) sem sá til þess að Chicago Bears tapaði þessum leik. Hitt sjónarhornið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jomboy Media (@jomboymedia) NFL Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Washington Commanders vann þá ótrúlegan endurkomusigur á Chicago Bears. Liðið tryggði sér sigur þegar öll von virtist úti en leikstjórnandinn Jayden Daniels henti boltanum þá heila 52 jarda og inn í markið. Leiktíminn var að renna út en eini möguleikinn var að láta vaða og vona það besta. Það ótrúlega gerðist eins og sjá má og heyra í magnaðri lýsingu Henry Birgis Gunnarssonar hér fyrir neðan. Varnarmaður Bears gerði þau mistök að slá í boltann en við það misstu liðsfélagarnir af honum og boltinn datt í hendurnar á Washington manninum Noah Brown í endamarkinu. Hann hafði laumað sér aftur fyrir þá og vonast til þess að boltinn kæmi þangað. Það gerðist og Washington fagnaði sigri. Annað sjónarhorn á þetta sigursnertimark fór síðar á mikið flug á netmiðlum. Þetta verður örugglega erfið vika fyrir einn leikmann Chicago Bears. Tyrique Stevenson, varnarmaður Chicago Bears, var svo fullviss um sigurinn nokkrum sekúndum fyrir leikslok að hann fór að kynda og stríða svekktum stuðningsmönnum Washington Commanders. Stevenson missti einbeitinguna en áttaði sig síðan á því að boltinn var að koma. Hann hljóp á staðinn og sló í boltann. Það vildi ekki betur en að hann sló hann til leikmanns Commanders. Það var því hans klaufaskapur (og hroki) sem sá til þess að Chicago Bears tapaði þessum leik. Hitt sjónarhornið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jomboy Media (@jomboymedia)
NFL Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira