Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2024 11:32 Dwyane Wade við styttuna umdeildu fyrir utan heimavöll Miami Heat. getty/Carmen Mandato Dwyane Wade kveðst ánægður með styttuna af sér sem var afhjúpuð fyrir utan heimavöll Miami Heat. Styttan þykir ekkert sérstaklega lík honum. Styttan var afhjúpuð við hátíðlega athöfn á sunnudaginn. Óhætt er að segja að hún hafi vakið athygli, þó ekki jákvæða því Wade þykir nær óþekkjanlegur á styttuna. Sjálfum er honum alveg sama þótt styttan sé ekki nákvæm eftirmynd af honum. „Ef ég vildi að þetta líktist mér myndi ég bara standa fyrir utan höllina og þið gætuð öll tekið myndir af mér,“ sagði Wade. „Hún þarf ekki að líkjast mér. Þetta er listræn útgáfa af augnabliki sem við reyndum að fanga,“ bætti Wade við en augnablikið sem um ræðir var í leik Miami Heat og Chicago Bulls 2009. Eftir að hafa skorað flautukörfu undir lok annarrar framlengingar stökk Wade upp á ritaraborðið og hrópaði: Þetta er húsið mitt. Myndhöggvararnir segja að það hafi tekið um átta hundruð klukkutíma að gera styttuna og Wade hafi komið að gerð hennar. Hann ítrekaði að honum væri alveg sama hvað fólki hefði um styttuna að segja. Hann væri stoltur af henni. „Veröld samfélagsmiðla snýst um skoðanir. Allir hafa skoðun. Nýtið þær. Talið meira um okkur, komið og sjáið styttuna, takið myndir og sendið meme. Okkur er sama,“ sagði Wade. „Ég veit ekki marga sem eiga styttu af sér. Veit einhver hérna hvernig þær eru gerðar? Enginn hérna veit það heldur. Þetta er ótrúlegt ferli sem ég var hluti af. Og þetta er flókið ferli.“ Wade er stigahæsti leikmaður í sögu Miami Heat og varð þrisvar sinnum NBA-meistari með liðinu; 2006, 2012 og 2013. Wade er eini leikmaður Miami Heat sem stytta hefur verið gerð eftir. NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira
Styttan var afhjúpuð við hátíðlega athöfn á sunnudaginn. Óhætt er að segja að hún hafi vakið athygli, þó ekki jákvæða því Wade þykir nær óþekkjanlegur á styttuna. Sjálfum er honum alveg sama þótt styttan sé ekki nákvæm eftirmynd af honum. „Ef ég vildi að þetta líktist mér myndi ég bara standa fyrir utan höllina og þið gætuð öll tekið myndir af mér,“ sagði Wade. „Hún þarf ekki að líkjast mér. Þetta er listræn útgáfa af augnabliki sem við reyndum að fanga,“ bætti Wade við en augnablikið sem um ræðir var í leik Miami Heat og Chicago Bulls 2009. Eftir að hafa skorað flautukörfu undir lok annarrar framlengingar stökk Wade upp á ritaraborðið og hrópaði: Þetta er húsið mitt. Myndhöggvararnir segja að það hafi tekið um átta hundruð klukkutíma að gera styttuna og Wade hafi komið að gerð hennar. Hann ítrekaði að honum væri alveg sama hvað fólki hefði um styttuna að segja. Hann væri stoltur af henni. „Veröld samfélagsmiðla snýst um skoðanir. Allir hafa skoðun. Nýtið þær. Talið meira um okkur, komið og sjáið styttuna, takið myndir og sendið meme. Okkur er sama,“ sagði Wade. „Ég veit ekki marga sem eiga styttu af sér. Veit einhver hérna hvernig þær eru gerðar? Enginn hérna veit það heldur. Þetta er ótrúlegt ferli sem ég var hluti af. Og þetta er flókið ferli.“ Wade er stigahæsti leikmaður í sögu Miami Heat og varð þrisvar sinnum NBA-meistari með liðinu; 2006, 2012 og 2013. Wade er eini leikmaður Miami Heat sem stytta hefur verið gerð eftir.
NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira