Foreldrar Geirs Arnar, Jón Kristján Jacobsen og Katrín Ingvadóttir, segja í tilkynningu að athöfnin sé opin öllum þeim sem misst hafa börn sín vegna fíknisjúkdóms. Hún sé þó fyrst og fremst ætluð vinum Geira.
Davíð Þór Jónsson prestur mun leiða athöfnina og verður orðið gefið laust þeim sem vilja tala.
Að athöfn lokinni verður gengið að alþingiströppunum og lagðar á þær rósir til að minnast þeirra sem hafa látist af völdum fíknisjúkdóms.