Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar 29. október 2024 14:16 Orkusparandi aðferðir og endurhæfing Þreyta er algengasta aukaverkun krabbameinsmeðferða og jafnframt sú sem er erfiðast að eiga við. Ástæða þreytunnar getur verið meinið sjálft, lyf, geislar eða aðgerðir í kjölfar greiningar, streita og kvíði tengd ferlinu og yfirleitt allt í bland. Í meðferðinni lýsir fólk líkamlegri, andlegri og félagslegri þreytu sem það hefur aldrei upplifað áður. Hún hverfur ekki með því að sofa og athafnir daglegs lífs sem áður voru einfaldar og sjálfsagðar verða erfiðar, jafnvel óyfirstíganlegar. Iðjuþjálfar eru sérfræðingar í daglegu lífi, gegna lykilhlutverki í endurhæfingu og geta verið fólki innan handar með að takast á við þessa þreytu. Með stuðningi iðjuþjálfa getur fólk fengið yfirsýn yfir daglegar athafnir sínar og vanamynstur og borið kennsl á leiðir til að nýta orkuna sem best. Skeiðakenningin og iðjuhjólið Skeiðakenningin gagnast í allri endurhæfingu og var leið Christine Miserandino til að útskýra hvers vegna hún gæti ekki gert allt sem hana langaði þó að hún liti ekki út fyrir að vera veik. Samkvæmt kenningunni kostar allt sem við gerum skeið, að bursta tennurnar, fara í föt, hitta vini, lesa eða horfa á bíómynd. Heilbrigðir einstaklingar þurfa alla jafnan ekki að hugsa um skeiðarnar því þær endurnýjast á hverri nóttu, nánast sama hvað hefur gengið á um daginn. Í endurhæfingu eru skeiðarnar hins vegar takmarkaðar og það verður að fara vel með þær. Ef fleiri skeiðar eru notaðar daglega en innistæða er fyrir fækkar skeiðum næsta dags. Þetta er sambærilegt og fara ekki of hratt af stað eftir flensu. Veikindi, hiti, hósti og nefrennsli, fækka skeiðum, orkan er minni, en heilinn heldur áfram á sama hraða og áður. Heilinn heldur að skeiðarnar séu aftur orðnar ótakmarkaðar um leið og heilsan er aðeins betri og fólki slær niður. Í krabbameinsmeðferð er því eins farið nema hvað flensan er margföld og varir lengur, vikur, mánuði eða ár. Ef fólk í endurhæfingu vegna krabbameins heldur áfram að gera allt sem það var vant að gera fyrir veikindin lendir það aftur og aftur og aftur í að klára skeiðar dagsins, morgundagsins og næstu daga þar til það vaknar og á ekki skeið til að komast framúr. Iðjuþjálfar hjálpa fólki við að læra leiðir til að takast á við breyttar aðstæður. Komast að því í hvað skeiðarnar fara, aðlaga rútínur og finna jafnvægi í athöfnum daglegs lífs. Þegar orkan er takmörkuð skiptir ekki aðeins máli að gera greinarmun á því sem þarf að gera og hvað er raunhæft heldur einnig að þau verkefni sem fólk ákveður að sinna hafi gildi. Þá nota iðjuþjálfar í Ljósinu og annars staðar gjarnan Iðjuhjólið til að fá yfirsýn yfir klukkustundir sólarhringsins. Er jafnvægi á milli þess að hvíla sig, sinna eigin þörfum og hlutverkum í lífinu eða er álagið of mikið? Venjur, vanamynstur og orkan Manneskjur hafa allar mismunandi hlutverk, þær sinna eigin þörfum og oft annarra, og dagarnir líða hver á fætur öðrum án þess að miklar breytingar verði á rútínunni. Við erum öll að gera alls konar hluti á hverjum degi án þess að hugsa um það, ósjálfráðar og ómeðvitaðar athafnir sem við erum löngu hætt að hugsa um. Við klæðum okkur í buxur án þess að hika og velta fyrir okkur í hvora skálmina við eigum að fara fyrst. Við keyrum bíl án þess að hugsa um kúplinguna, notum hnífapör, deyfðarskrunum á samfélagsmiðlum og burstum tennurnar með hægri hendinni án þess að hugsa um það. Við venjulegar aðstæður þurfum við þess ekki. Í krabbameinsmeðferð getur allt sem við gerum algerlega ómeðvitað, og er sannarlega orkusparandi og jákvætt undir venjulegum kringumstæðum, klárað allar skeiðar dagsins. Jafnvel áður en dagurinn er almennilega byrjaður. Í samali við iðjuþjálfa geta einstaklingar kortlagt daglega lífið og endurmetið ósjálfráða hegðun, vanamynstur og venjur. Það má jafnframt ekki gleyma að skeiðarnar eru ekki aðeins líkamlegar heldur einnig andlegar og félagslegar. Það eru til skeiðasugur, verkefni, umhverfi eða fólk sem sogar skeiðarnar til sín án þess að við fáum neinu um það ráðið. Það skiptir hins vegar gríðarlega miklu máli að vera meðvituð um það sem er að gerast og sýna sér mildi. Sumar skeiðasugur eru nefnilega nauðsynlegar, til dæmis læknaheimsóknir, en væri í lagi að sleppa húsfundinum? Hvað tekur deyfðarskrun á samfélagsmiðlum margar skeiðar? Hvað kostar margar skeiðar að horfa á fréttir? Meðvitað val eða vanamynstur? Iðjuþjálfar kenna fólki að þekkja sín takmörk, forgangsraða, búta verkefni niður í viðráðanlegar einingar, biðja um aðstoð og síðast en ekki síst komast að því hvað skiptir máli. Það er ekki öll dagleg iðja jafnmerkileg en það getur enginn fullyrt að eitthvað eitt sé merkilegra eða nauðsynlegra en annað. Ef einstaklingur veltir fyrir sér hvers vegna hann gerir það sem hann gerir, hvaða persónulegu ástæður liggja að baki, getur hann sjálfur valið að halda áfram eða ekki. Hvers vegna þarf til dæmis að strauja þvott? Er það vegna þess að það er þægilegra að fara í straujuð föt eða vegna þess að mamma og amma straujuðu allt (hvort sem það var til sótthreinsunar eða til að allt passaði í skápinn eða kistilinn) og þannig á að ganga frá þvottinum? Það eru ekki mamma og amma sem velja að nota skeið í að strauja. Það eru ekki þær sem eiga takmarkaðar skeiðar. Manneskjan sem er er meðvituð um skeiðarnar sínar verður sjálf að velja í hvað þær fara í samræmi við eigin gildi og sannfæringu. Andlegur, líkamlegur og félagslegur skeiðasparnaður Það eru ótal leiðir færar í skeiðasparnaði sem iðjuþjálfi getur stutt fólk við að finna því það getur reynst erfitt að hugsa út fyrir sjálfvirka (og fyrrum orkusparandi) vanamynstrið. Að tannbursta sig sitjandi, að hafa öll föt dagsins tilbúin á sama stað, „nýta ferðirnar“ innan- og utanhúss og nota skó sem þarf ekki að reima. Hafa það sem er mest notað í eldhúsinu á aðgengilegustu stöðunum (jafnvel sleppa því að ganga frá þeim upp í skáp) eða nota baðsloppinn til að þurrka sér í staðinn fyrir að nudda handklæðinu um allan líkamann (það er þess vegna sem sloppar eru úr handklæðaefni, ekki vegna þess að frotte er í tísku). Það getur verið erfitt að fylgjast með skeiðum sem fara í hugsanir og samskipti en það getur verið vel þess virði að hafa augun opin. Að ganga á skeiðar næsta dags er eins og að taka smálán á okurvöxtum, það verður að borga lánið tilbaka og vextirnir réttlæta aldrei lánið. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar síðastliðinn 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Orkusparandi aðferðir og endurhæfing Þreyta er algengasta aukaverkun krabbameinsmeðferða og jafnframt sú sem er erfiðast að eiga við. Ástæða þreytunnar getur verið meinið sjálft, lyf, geislar eða aðgerðir í kjölfar greiningar, streita og kvíði tengd ferlinu og yfirleitt allt í bland. Í meðferðinni lýsir fólk líkamlegri, andlegri og félagslegri þreytu sem það hefur aldrei upplifað áður. Hún hverfur ekki með því að sofa og athafnir daglegs lífs sem áður voru einfaldar og sjálfsagðar verða erfiðar, jafnvel óyfirstíganlegar. Iðjuþjálfar eru sérfræðingar í daglegu lífi, gegna lykilhlutverki í endurhæfingu og geta verið fólki innan handar með að takast á við þessa þreytu. Með stuðningi iðjuþjálfa getur fólk fengið yfirsýn yfir daglegar athafnir sínar og vanamynstur og borið kennsl á leiðir til að nýta orkuna sem best. Skeiðakenningin og iðjuhjólið Skeiðakenningin gagnast í allri endurhæfingu og var leið Christine Miserandino til að útskýra hvers vegna hún gæti ekki gert allt sem hana langaði þó að hún liti ekki út fyrir að vera veik. Samkvæmt kenningunni kostar allt sem við gerum skeið, að bursta tennurnar, fara í föt, hitta vini, lesa eða horfa á bíómynd. Heilbrigðir einstaklingar þurfa alla jafnan ekki að hugsa um skeiðarnar því þær endurnýjast á hverri nóttu, nánast sama hvað hefur gengið á um daginn. Í endurhæfingu eru skeiðarnar hins vegar takmarkaðar og það verður að fara vel með þær. Ef fleiri skeiðar eru notaðar daglega en innistæða er fyrir fækkar skeiðum næsta dags. Þetta er sambærilegt og fara ekki of hratt af stað eftir flensu. Veikindi, hiti, hósti og nefrennsli, fækka skeiðum, orkan er minni, en heilinn heldur áfram á sama hraða og áður. Heilinn heldur að skeiðarnar séu aftur orðnar ótakmarkaðar um leið og heilsan er aðeins betri og fólki slær niður. Í krabbameinsmeðferð er því eins farið nema hvað flensan er margföld og varir lengur, vikur, mánuði eða ár. Ef fólk í endurhæfingu vegna krabbameins heldur áfram að gera allt sem það var vant að gera fyrir veikindin lendir það aftur og aftur og aftur í að klára skeiðar dagsins, morgundagsins og næstu daga þar til það vaknar og á ekki skeið til að komast framúr. Iðjuþjálfar hjálpa fólki við að læra leiðir til að takast á við breyttar aðstæður. Komast að því í hvað skeiðarnar fara, aðlaga rútínur og finna jafnvægi í athöfnum daglegs lífs. Þegar orkan er takmörkuð skiptir ekki aðeins máli að gera greinarmun á því sem þarf að gera og hvað er raunhæft heldur einnig að þau verkefni sem fólk ákveður að sinna hafi gildi. Þá nota iðjuþjálfar í Ljósinu og annars staðar gjarnan Iðjuhjólið til að fá yfirsýn yfir klukkustundir sólarhringsins. Er jafnvægi á milli þess að hvíla sig, sinna eigin þörfum og hlutverkum í lífinu eða er álagið of mikið? Venjur, vanamynstur og orkan Manneskjur hafa allar mismunandi hlutverk, þær sinna eigin þörfum og oft annarra, og dagarnir líða hver á fætur öðrum án þess að miklar breytingar verði á rútínunni. Við erum öll að gera alls konar hluti á hverjum degi án þess að hugsa um það, ósjálfráðar og ómeðvitaðar athafnir sem við erum löngu hætt að hugsa um. Við klæðum okkur í buxur án þess að hika og velta fyrir okkur í hvora skálmina við eigum að fara fyrst. Við keyrum bíl án þess að hugsa um kúplinguna, notum hnífapör, deyfðarskrunum á samfélagsmiðlum og burstum tennurnar með hægri hendinni án þess að hugsa um það. Við venjulegar aðstæður þurfum við þess ekki. Í krabbameinsmeðferð getur allt sem við gerum algerlega ómeðvitað, og er sannarlega orkusparandi og jákvætt undir venjulegum kringumstæðum, klárað allar skeiðar dagsins. Jafnvel áður en dagurinn er almennilega byrjaður. Í samali við iðjuþjálfa geta einstaklingar kortlagt daglega lífið og endurmetið ósjálfráða hegðun, vanamynstur og venjur. Það má jafnframt ekki gleyma að skeiðarnar eru ekki aðeins líkamlegar heldur einnig andlegar og félagslegar. Það eru til skeiðasugur, verkefni, umhverfi eða fólk sem sogar skeiðarnar til sín án þess að við fáum neinu um það ráðið. Það skiptir hins vegar gríðarlega miklu máli að vera meðvituð um það sem er að gerast og sýna sér mildi. Sumar skeiðasugur eru nefnilega nauðsynlegar, til dæmis læknaheimsóknir, en væri í lagi að sleppa húsfundinum? Hvað tekur deyfðarskrun á samfélagsmiðlum margar skeiðar? Hvað kostar margar skeiðar að horfa á fréttir? Meðvitað val eða vanamynstur? Iðjuþjálfar kenna fólki að þekkja sín takmörk, forgangsraða, búta verkefni niður í viðráðanlegar einingar, biðja um aðstoð og síðast en ekki síst komast að því hvað skiptir máli. Það er ekki öll dagleg iðja jafnmerkileg en það getur enginn fullyrt að eitthvað eitt sé merkilegra eða nauðsynlegra en annað. Ef einstaklingur veltir fyrir sér hvers vegna hann gerir það sem hann gerir, hvaða persónulegu ástæður liggja að baki, getur hann sjálfur valið að halda áfram eða ekki. Hvers vegna þarf til dæmis að strauja þvott? Er það vegna þess að það er þægilegra að fara í straujuð föt eða vegna þess að mamma og amma straujuðu allt (hvort sem það var til sótthreinsunar eða til að allt passaði í skápinn eða kistilinn) og þannig á að ganga frá þvottinum? Það eru ekki mamma og amma sem velja að nota skeið í að strauja. Það eru ekki þær sem eiga takmarkaðar skeiðar. Manneskjan sem er er meðvituð um skeiðarnar sínar verður sjálf að velja í hvað þær fara í samræmi við eigin gildi og sannfæringu. Andlegur, líkamlegur og félagslegur skeiðasparnaður Það eru ótal leiðir færar í skeiðasparnaði sem iðjuþjálfi getur stutt fólk við að finna því það getur reynst erfitt að hugsa út fyrir sjálfvirka (og fyrrum orkusparandi) vanamynstrið. Að tannbursta sig sitjandi, að hafa öll föt dagsins tilbúin á sama stað, „nýta ferðirnar“ innan- og utanhúss og nota skó sem þarf ekki að reima. Hafa það sem er mest notað í eldhúsinu á aðgengilegustu stöðunum (jafnvel sleppa því að ganga frá þeim upp í skáp) eða nota baðsloppinn til að þurrka sér í staðinn fyrir að nudda handklæðinu um allan líkamann (það er þess vegna sem sloppar eru úr handklæðaefni, ekki vegna þess að frotte er í tísku). Það getur verið erfitt að fylgjast með skeiðum sem fara í hugsanir og samskipti en það getur verið vel þess virði að hafa augun opin. Að ganga á skeiðar næsta dags er eins og að taka smálán á okurvöxtum, það verður að borga lánið tilbaka og vextirnir réttlæta aldrei lánið. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar síðastliðinn 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun