Stelpurnar okkar hita upp fyrir EM með leik á Spáni við Dani Sindri Sverrisson skrifar 30. október 2024 09:30 Fanney Inga Birkisdóttir hélt markinu hreinu í fyrsta A-landsleik sínum, þegar Ísland vann Danmörku ytra í Þjóðadeildinni 5. desember 2023. EPA-EFE/Johnny Pedersen Eftir leikina tvo við Bandaríkin ytra á síðustu dögum er nú orðið ljóst að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Danmörku í vináttulandsleik á Spáni 2. desember. Leikurinn við Dani fer fram í Murcia og er líkt og leikirnir við Bandaríkin liður í undirbúningi Íslands fyrir Evrópumótið í Sviss næsta sumar. Með fræknum sigrum gegn Þýskalandi og Austurríki tryggði Ísland sér farseðil beint á EM og þurfti ekki að taka þátt í umspilinu, sem fram fór á meðan Ísland mætti Bandaríkjunum og heldur svo áfram um mánaðamótin nóvember-desember. Svipaða sögu er að segja af Dönum sem lentu í 2. sæti síns undanriðils og komust beint á EM, með sigrum gegn Belgum og Tékkum en tveimur töpum gegn heimsmeisturum Spánar. Skammt er síðan að Ísland og Danmörk mættust síðast en það var í riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA. Ísland lauk þeirri keppni á fræknum 1-0 útisigri sem kom í veg fyrir að Danir ynnu riðilinn. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði sigurmarkið. Danmörk hafði hins vegar unnið 1-0 sigur í leik liðanna á Laugardalsvelli. Amalie Vangsgaard skoraði sigurmarkið. Ísland og Danmörk verða bæði í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið þann 16. desember. KSÍ hefur einnig samið við Knattspyrnusamband Póllands um vináttuleik U21-landsliða þjóðanna, skipuðum leikmönnum fæddum 2004 og 2005. Sá leikur fer einnig fram á Spáni, 17. nóvember. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Leikurinn við Dani fer fram í Murcia og er líkt og leikirnir við Bandaríkin liður í undirbúningi Íslands fyrir Evrópumótið í Sviss næsta sumar. Með fræknum sigrum gegn Þýskalandi og Austurríki tryggði Ísland sér farseðil beint á EM og þurfti ekki að taka þátt í umspilinu, sem fram fór á meðan Ísland mætti Bandaríkjunum og heldur svo áfram um mánaðamótin nóvember-desember. Svipaða sögu er að segja af Dönum sem lentu í 2. sæti síns undanriðils og komust beint á EM, með sigrum gegn Belgum og Tékkum en tveimur töpum gegn heimsmeisturum Spánar. Skammt er síðan að Ísland og Danmörk mættust síðast en það var í riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA. Ísland lauk þeirri keppni á fræknum 1-0 útisigri sem kom í veg fyrir að Danir ynnu riðilinn. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði sigurmarkið. Danmörk hafði hins vegar unnið 1-0 sigur í leik liðanna á Laugardalsvelli. Amalie Vangsgaard skoraði sigurmarkið. Ísland og Danmörk verða bæði í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið þann 16. desember. KSÍ hefur einnig samið við Knattspyrnusamband Póllands um vináttuleik U21-landsliða þjóðanna, skipuðum leikmönnum fæddum 2004 og 2005. Sá leikur fer einnig fram á Spáni, 17. nóvember.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira