Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2024 21:40 Casemiro skoraði tvö í kvöld. Nick Potts/Getty Images Manchester United fékk Leicester City í heimsókn í 16-liða úrslitum deildarbikarsins. Um var að ræða fyrsta leik liðsins undir stjórn Ruud van Nistelrooy en hann tók við eftir að Erik ten Hag var látinn taka poka sinn. Nistelrooy byrjar vel en Rauðu djöflarnir unnu þægilegan 5-2 sigur í galopnum leik á Old Trafford. Striking the pose as player and manager 💪It's a perfect start for interim head coach Ruud van Nistelrooy as Man Utd beat Leicester 5-2 to reach the EFL quarter-finals 🔴 pic.twitter.com/PjhRB7VOcl— Premier League (@premierleague) October 30, 2024 Casemiro hóf markaveislu kvöldsins með ótrúlegu marki þegar stundarfjórðungur var liðinn. Hann fékk boltann frá Alejandro Garnacho og lét vaða af rúmlega 30 metra færi. Boltinn í slá og inn, staðan 1-0 og mörkin áttu heldur betur eftir að verða fleiri. Garnacho sjálfur tvöfaldaði forystuna með marki af stuttu færi eftir fína fyrirgjöf Diogo Dalot á 28. mínútu. Gestirnir gáfust þó ekki upp og Bilal El Khannouss minnkaði muninn með góðu skoti sem fór stöngin-stöngin inn. Örskömmu síðar fengu Rauðu djöflarnir aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig. Bruno Fernandes tók spyrnuna og setti boltann í vegginn sem gerði það að verkum að Danny Ward greip í tómt í marki gestanna og staðan orðin 3-1. 🌟 GARNA x BRUNO x CASE 🌟#MUFC || #CarabaoCup pic.twitter.com/Gm8fDCvAe6— Manchester United (@ManUtd) October 30, 2024 Á 39. mínútu skoraði Casemiro annað mark sitt þegar hann fylgdi eftir eigin skalla í stöng. Heimamenn höfðu tekið hornspyrnu stutt og Marcus Rashford fann Casemiro á teignum. Þegar það voru komnar þrjár mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik minnkaði Conor Coady muninn á ný fyrir gestanna. Refirnir áttu aukaspyrnu, boltinn inn á teig þar sem Matthijs de Ligt skallaði boltann í Dalot og þaðan fór hann til Coady sem gat ekki annað en skorað. Staðan 4-2 í hálfleik. Þegar tæp klukkustund var liðin bætti Bruno við öðru marki sínu eftir átakanlegan varnarleik gestanna. Slök sending til baka og allt í einu var Portúgalinn einn gegn Danny Ward. Hann lék á markvörðinn og þrumaði boltanum í netið af stuttu færi þó tveir leikmenn Leicester væru komnir niður á marklínu. Rauðu djöflarnir skoruðu fimm mörk í kvöld.Michael Regan/Getty Images Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 5-2. Rauðu djöflarnir hans Nistelrooy komnir áfram í 8-liða úrslit þar sem mótherjinn verður eitt af betri liðum deildarinnar. Enski boltinn Fótbolti
Manchester United fékk Leicester City í heimsókn í 16-liða úrslitum deildarbikarsins. Um var að ræða fyrsta leik liðsins undir stjórn Ruud van Nistelrooy en hann tók við eftir að Erik ten Hag var látinn taka poka sinn. Nistelrooy byrjar vel en Rauðu djöflarnir unnu þægilegan 5-2 sigur í galopnum leik á Old Trafford. Striking the pose as player and manager 💪It's a perfect start for interim head coach Ruud van Nistelrooy as Man Utd beat Leicester 5-2 to reach the EFL quarter-finals 🔴 pic.twitter.com/PjhRB7VOcl— Premier League (@premierleague) October 30, 2024 Casemiro hóf markaveislu kvöldsins með ótrúlegu marki þegar stundarfjórðungur var liðinn. Hann fékk boltann frá Alejandro Garnacho og lét vaða af rúmlega 30 metra færi. Boltinn í slá og inn, staðan 1-0 og mörkin áttu heldur betur eftir að verða fleiri. Garnacho sjálfur tvöfaldaði forystuna með marki af stuttu færi eftir fína fyrirgjöf Diogo Dalot á 28. mínútu. Gestirnir gáfust þó ekki upp og Bilal El Khannouss minnkaði muninn með góðu skoti sem fór stöngin-stöngin inn. Örskömmu síðar fengu Rauðu djöflarnir aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig. Bruno Fernandes tók spyrnuna og setti boltann í vegginn sem gerði það að verkum að Danny Ward greip í tómt í marki gestanna og staðan orðin 3-1. 🌟 GARNA x BRUNO x CASE 🌟#MUFC || #CarabaoCup pic.twitter.com/Gm8fDCvAe6— Manchester United (@ManUtd) October 30, 2024 Á 39. mínútu skoraði Casemiro annað mark sitt þegar hann fylgdi eftir eigin skalla í stöng. Heimamenn höfðu tekið hornspyrnu stutt og Marcus Rashford fann Casemiro á teignum. Þegar það voru komnar þrjár mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik minnkaði Conor Coady muninn á ný fyrir gestanna. Refirnir áttu aukaspyrnu, boltinn inn á teig þar sem Matthijs de Ligt skallaði boltann í Dalot og þaðan fór hann til Coady sem gat ekki annað en skorað. Staðan 4-2 í hálfleik. Þegar tæp klukkustund var liðin bætti Bruno við öðru marki sínu eftir átakanlegan varnarleik gestanna. Slök sending til baka og allt í einu var Portúgalinn einn gegn Danny Ward. Hann lék á markvörðinn og þrumaði boltanum í netið af stuttu færi þó tveir leikmenn Leicester væru komnir niður á marklínu. Rauðu djöflarnir skoruðu fimm mörk í kvöld.Michael Regan/Getty Images Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 5-2. Rauðu djöflarnir hans Nistelrooy komnir áfram í 8-liða úrslit þar sem mótherjinn verður eitt af betri liðum deildarinnar.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti