Sammála um að of langt hafi verið gengið á Covid-tímum Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2024 16:04 Bjarni og Sigmundur Davíð, gömlu samherjarnir, gerðu ágreining um ríkisfjármálin. Sigmundur hélt því fram að hann myndi ráðast í að skera niður allar þær stofnanir sem fráfarandi ríkisstjórn hefði komið á koppinn, í sparnaðarskyni. vísir/vilhelm Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 freistaði þess að fá oddvita þeirra flokka við Pallborðið sem sækja fylgi sitt á hægri væng stjórnmálanna til að skerpa á því hvað það væri sem sameinaði þá og um hvað þeir væru ósammála. Það gekk upp og ofan en oddvitarnir voru þó allir sammála um að of langt hafi verið gengið í aðgerðum ríkisstjórnarinnar á Covid-tímum. Í dag er mánuður til alþingiskosninga og að þessu sinni fékk Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður til sín formenn flokka af hægri væng stjórnmálanna, til að spá í spilin. Þetta eru þau Bjarni Benediksson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Arnar Þór Jónsson, formaður hins nýstofnaða Lýðræðisflokks, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður Katrín sagði að hún sæi bara stöðnun þegar hún liti á þá herramenn sem voru með henni í settinu.vísir/vilhelm Í raun gekk illa framan af að fá þau til að staðsetja sig á hinu flokkspólitíska litrófi. Þorgerður Katrín sagðist til að mynda telja sinn flokk Viðreisn frjálslyndan sem hægt væri að staðsetja á miðjunni. Hún hins vegar horfði á þá þrjá herramenn sem voru henni til hægri handar og sagðist bara sjá íhaldssemina holdi klædda blasa við sér: Stöðnun meðan ákall væri um breytingar. Fólk vildi stjórnmálamenn sem tækju til hendinni. Hún gekk þó heldur langt, að mati viðstaddra þegar hún vildi líkja þeim við Trump, við hávær mótmæli Bjarna, Sigmundar Davíðs og Arnars Þórs. Ekki gengið of skammt Umræðurnar voru sem sagt afar fjörlegar. Um eitt gátu þau þó verið sammála en það var þegar þau voru spurð um aðgerðir stjórnvalda í tengslum við Covid-faraldurinn, hvað þeim sýndist um þær? Bjarni var fyrstur til svars og sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu, þegar hann legði þetta niður fyrir sig, eftir á að hyggja, að heldur langt hefði verið gengið. Róleg Þorgerður, sögðu þeir Bjarni og Sigmundur í einum kór þegar Þorgerður Katrín vildi nefna þá í sömu andrá og Donald Trump.vísir/vilhelm „Ég get ekki komist að þeirri niðurstöðu að það hafi verið gengið of skammt,“ sagði Bjarni og taldi þurfa að koma til uppgjörs á þeim tíma. Það skipti máli meðal annars vegna þess að nú hafi komið fram frumvarp um ný sóttvarnarlög. Áður en slíkt verði fært í lög þurfi dýpri greiningu á þeim aðgerðum sem gripið var til. Bjarna þótti það athyglisvert að teknu tilliti til þess að tveir þriðju þríeykisins svokallaða, væru komnir í framboð. Valdasjúkir í framboði fyrir stjórnlyndan flokk Sigmundur Davíð var þessu sammála. Hann sagði ýmis mistök hafi verið gerð og mikilvægt væri að fara vandlega yfir það hvað mætti læra af þessu. Arnar Þór var ósáttur þegar hann var sagður, af Bjarna Benediktssyni, öfgamaður. Hann var hins vegar í miklu stuði þegar spurt var um stjórnvaldsaðgerðir á Covid-tímum.vísir/vilhelm Arnar Þór hafði mikið og margt um þetta atriði að segja. Hann setti á mikla ræðu, sagðist hafa gagnrýnt þessar hörðu aðgerðir sem væri einhver ljótasti blettur á lýðveldissögunni. „Ríkisstjórnin afhenti þríeykinu völdin og þar sátu tveir valdfíknir einstaklingar sem nú eru komnir í framboð fyrir stjórnlyndasta flokk landsins,“ sagði Arnar Þór. Hann var þar að tala um Víði Reynisson og Ölmu Möller sem eru í framboði fyrir Samfylkinguna. Hann var ekki hættur; sagði einnig að það yrði að fara yfir það gerræði sem þá ríkti, þingið hafi brugðist og við yrðum að læra af þessu. Þegar vísindin breyttust í trúarbrögð Arnar Þór vildi helst ekki sleppa orðinu, hann sagði fjölmiðla hafa brugðist því þeir hafi gerst málpípur stjórnvalda og vísindamenn hefðu brugðist því vísindi geti ekki verið trúarbrögð en hafi orðið að þeim á þessum tímum. Þorgerður Katrín sagði að gengið hafi verið of langt en sagði þó engan sóma af því að gagnrýna fólk harðlega sem ekki gæti svarað fyrir sig. Þeim umræddum finnist örugglega rétt að farið verði yfir aðgerðirnar svo hægt væri að forðast mistök. Þorgerður Katrín sagði ljóst að gengið hafi verið of langt í aðgerðum á Covid-tímum en lítill sómi væri þó að því að tala um einstaklinga sem ekki væru til svara.vísir/vilhelm Þorgerður Katrín bætti því við að henni þætti leitt að þetta kæmi upp við lok þáttarins, en afleiðingar Covid væru víðtæk og það hefði haft afleiðingar fyrir andlega líðan fólks, þá ekki síst barna og ungmenna. „Meira kvíðin, segja rannsóknir,“ sagði Þorgerður Katrín sem taldi okkur geta gert svo miklu meira en gert hefur verið þegar andleg heilsa ungmenna er annars vegar. Eins og áður sagði voru umræðurnar afar fjörlegar og víst er að kosningabaráttan er hafin með öllum þeim væringum sem henni fylgja. Pallborðið má sjá í heild sinni hér neðar. Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Það gekk upp og ofan en oddvitarnir voru þó allir sammála um að of langt hafi verið gengið í aðgerðum ríkisstjórnarinnar á Covid-tímum. Í dag er mánuður til alþingiskosninga og að þessu sinni fékk Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður til sín formenn flokka af hægri væng stjórnmálanna, til að spá í spilin. Þetta eru þau Bjarni Benediksson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Arnar Þór Jónsson, formaður hins nýstofnaða Lýðræðisflokks, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður Katrín sagði að hún sæi bara stöðnun þegar hún liti á þá herramenn sem voru með henni í settinu.vísir/vilhelm Í raun gekk illa framan af að fá þau til að staðsetja sig á hinu flokkspólitíska litrófi. Þorgerður Katrín sagðist til að mynda telja sinn flokk Viðreisn frjálslyndan sem hægt væri að staðsetja á miðjunni. Hún hins vegar horfði á þá þrjá herramenn sem voru henni til hægri handar og sagðist bara sjá íhaldssemina holdi klædda blasa við sér: Stöðnun meðan ákall væri um breytingar. Fólk vildi stjórnmálamenn sem tækju til hendinni. Hún gekk þó heldur langt, að mati viðstaddra þegar hún vildi líkja þeim við Trump, við hávær mótmæli Bjarna, Sigmundar Davíðs og Arnars Þórs. Ekki gengið of skammt Umræðurnar voru sem sagt afar fjörlegar. Um eitt gátu þau þó verið sammála en það var þegar þau voru spurð um aðgerðir stjórnvalda í tengslum við Covid-faraldurinn, hvað þeim sýndist um þær? Bjarni var fyrstur til svars og sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu, þegar hann legði þetta niður fyrir sig, eftir á að hyggja, að heldur langt hefði verið gengið. Róleg Þorgerður, sögðu þeir Bjarni og Sigmundur í einum kór þegar Þorgerður Katrín vildi nefna þá í sömu andrá og Donald Trump.vísir/vilhelm „Ég get ekki komist að þeirri niðurstöðu að það hafi verið gengið of skammt,“ sagði Bjarni og taldi þurfa að koma til uppgjörs á þeim tíma. Það skipti máli meðal annars vegna þess að nú hafi komið fram frumvarp um ný sóttvarnarlög. Áður en slíkt verði fært í lög þurfi dýpri greiningu á þeim aðgerðum sem gripið var til. Bjarna þótti það athyglisvert að teknu tilliti til þess að tveir þriðju þríeykisins svokallaða, væru komnir í framboð. Valdasjúkir í framboði fyrir stjórnlyndan flokk Sigmundur Davíð var þessu sammála. Hann sagði ýmis mistök hafi verið gerð og mikilvægt væri að fara vandlega yfir það hvað mætti læra af þessu. Arnar Þór var ósáttur þegar hann var sagður, af Bjarna Benediktssyni, öfgamaður. Hann var hins vegar í miklu stuði þegar spurt var um stjórnvaldsaðgerðir á Covid-tímum.vísir/vilhelm Arnar Þór hafði mikið og margt um þetta atriði að segja. Hann setti á mikla ræðu, sagðist hafa gagnrýnt þessar hörðu aðgerðir sem væri einhver ljótasti blettur á lýðveldissögunni. „Ríkisstjórnin afhenti þríeykinu völdin og þar sátu tveir valdfíknir einstaklingar sem nú eru komnir í framboð fyrir stjórnlyndasta flokk landsins,“ sagði Arnar Þór. Hann var þar að tala um Víði Reynisson og Ölmu Möller sem eru í framboði fyrir Samfylkinguna. Hann var ekki hættur; sagði einnig að það yrði að fara yfir það gerræði sem þá ríkti, þingið hafi brugðist og við yrðum að læra af þessu. Þegar vísindin breyttust í trúarbrögð Arnar Þór vildi helst ekki sleppa orðinu, hann sagði fjölmiðla hafa brugðist því þeir hafi gerst málpípur stjórnvalda og vísindamenn hefðu brugðist því vísindi geti ekki verið trúarbrögð en hafi orðið að þeim á þessum tímum. Þorgerður Katrín sagði að gengið hafi verið of langt en sagði þó engan sóma af því að gagnrýna fólk harðlega sem ekki gæti svarað fyrir sig. Þeim umræddum finnist örugglega rétt að farið verði yfir aðgerðirnar svo hægt væri að forðast mistök. Þorgerður Katrín sagði ljóst að gengið hafi verið of langt í aðgerðum á Covid-tímum en lítill sómi væri þó að því að tala um einstaklinga sem ekki væru til svara.vísir/vilhelm Þorgerður Katrín bætti því við að henni þætti leitt að þetta kæmi upp við lok þáttarins, en afleiðingar Covid væru víðtæk og það hefði haft afleiðingar fyrir andlega líðan fólks, þá ekki síst barna og ungmenna. „Meira kvíðin, segja rannsóknir,“ sagði Þorgerður Katrín sem taldi okkur geta gert svo miklu meira en gert hefur verið þegar andleg heilsa ungmenna er annars vegar. Eins og áður sagði voru umræðurnar afar fjörlegar og víst er að kosningabaráttan er hafin með öllum þeim væringum sem henni fylgja. Pallborðið má sjá í heild sinni hér neðar.
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira