Sækja hraðar fram í Dónetsk Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2024 09:02 Einn af fáum íbúum sem enn búa í Pokrovsk gengur um götur bæjarins. Rússum hefur vegnað vel suður af bænum á undanförnum dögum. Getty/Maciek Musialek Rússneskar hersveitir hafa gert umfangsmiklar árásir á undanförnum dögum og vikum í suðausturhluta Úkraínu, nánar tiltekið í Dónetskhéraði. Varnarlínur Úkraínumanna virðast hafa gefið verulega eftir og hafa þær fallið saman á einhverjum stöðum. Rússar eiga þó erfitt með að nýta sér árangurinn til að brjóta sér leið alveg í gegnum varnir Úkraínumanna, eins og þeir hafa átt erfitt með frá upphafi innrásarinnar. Rúmur mánuður er síðan bærinn Vuhledar féll í hendur Rússa, eftir harða bardaga í rúm tvö ár. Síðan þá hafa Rússar sótt fram frá bænum, norður í átt að bænum Pokrovsk. Sjá einnig: Versnandi ástand í Pokrovsk Þeir hafa einnig sótt fram norðar, nær Pokrovsk. Að minnsta kosti tveir tiltölulega stórir bæir á svæðinu hafa fallið í hendur Rússa á undanförnum dögum og er mögulegt að úkraínskir hermenn á milli þessara tveggja vígstöðva muni þurfa að hörfa eða eiga á hættu að vera umkringdir. Nánar má skoða stöðuna á korti hóps sem kallast DeepState. Staðan suður af Pokrovsk.DeepState Óljóst er hvort Úkraínumenn hafi reist nýja varnargarða og skotgrafir innar í Úkraínu en um mikið flatlendi er að ræða og gæti það reynst erfitt svo nærri víglínunni. Sérstaklega með tilliti til yfirburða Rússa þegar kemur að eftirlitsdrónum og stórskotaliði. Ætla að kveðja 160 þúsund í herinn Óleksander Litvínenkó, forseti þjóðaröryggisráðs Úkraínu, tilkynnti á þingi í gær að kveðja ætti um 160 þúsund menn í herinn. Á það að gerast á næstu þremur mánuðum en Úkraínumönnum hefur gengið erfiðlega að fylla upp í raðir sínar á undanförnum mánuðum og með að hvíla hermenn vegna manneklu. Samkvæmt frétt Kyiv Independent sagði Litvínenkó að frá því herlög hefðu verið sett á í kjölfar innrásar Rússa í febrúar 2022 væri búið að kveðja rúma milljón manna í herinn. Frá þjálfun úkraínskra hermanna.Getty/John Moore Frá miðjum maí til miðs júlí munu tæplega 4,7 milljónir manna á herkvaðningaraldri hafa skráð sig í gagnagrunn ríkisins svo hægt væri að finna þá og nærri því milljón þeirra ku vera með undanþágu vegna veikinda eða annarskonar hömlunar. Mikið hefur verið kvartað yfir því í úkraínsku samfélagi að embættismenn og áhrifamikið fólk hafi komist hjá herkvaðningu og oft á tíðum með því að fá undanþágu hjá læknum. Meðal þeirra eru margir saksóknarar og leiddi það til afsagnar ríkissaksóknara Úkraínu í síðustu viku. Þá fundu lögregluþjónar nýlega rúmlega sex milljónir dala í reiðufé á heimili yfirmanns læknanefndar Khmelnytskiy-héraðs. Í frétt Wall Street Journal segir að gripið hafi verið til ýmissa leiða til að auka herkvaðningu. Sérstakir lögregluþjónar sem framfylgja herkvaðningu hafa stöðvað menn á götum borga í Úkraínu til að ganga úr skugga um að þeir hafi skráð sig í áðurnefndan gagnagrunn, eins og lög kveða á um. Þetta hefur meðal annars verið gert á tónleikastöðum og verslunum og veitingastöðum sem sóttir eru af auðugu fólki. „Svona lítur sanngjörn herkvaðning út,“ sagði næstráðandi í þriðja árásastórfylki Úkraínu við WSJ. „Þar sem fólk er ekki bara tekið úr þorpum og smáum bæjum, heldur einnig úr stórum borgum þar sem fólk fer rólegt á tónleika og veitingahús.“ Tæp þrjú ár eru frá því að innrás Rússa hófst. Flestir þeir sem eru viljugir til að ganga í herinn gerðu það fyrir löngu síðan. Margir eru engu að síður í felum eða hafa flúið land. Þessi mannekla hefur leitt til þess að þeir hermenn sem hafa verið á víglínunni um langt skeið, sjá ekki fram á að komast úr hernum án þess að særast alvarlega eða falla. Úkraínskir hermenn í Dónetsk hvíla sig.AP/Oleg Petrasiu Skortir einnig hergögn Heimildarmenn WSJ segja að um tuttugu þúsund menn hefji þjálfun í hverjum mánuði en fyrr á árinu var þessi tala í 35 þúsund, skömmu eftir að herkvaðningaraldur var lækkaður úr 27 árum í 25. Ekki er mikill pólitískur vilji til að lækka aldurinn enn frekar, þó nokkrir þingmenn og einhverjir af bakhjörlum Úkraínu hafi kallað eftir því, sökum þess að ungu fólki hefur fækkað í Úkraínu á undanförnum árum, eins og víða annarsstaðar í heiminum. Sjá einnig: Íbúum Úkraínu fækkað um tíu milljónir frá innrásinni Ráðamenn í Úkraínu segja að umfangsmeiri herkvaðning dugi ekki ein og sér til að leysa vanda Úkraínumanna. Þá skorti enn hergögn til að búa nýja hermenn almennilega. Þá eiga þeir bæði við vopn og bryndreka, svo eitthvað sé nefnt. Ein leið sem Úkraínumenn hafa farið til að auka fjölda sjálfboðaliða er að gera mönnum kleift að sækja um hjá sérstökum herdeildum og fá þjálfun þar. Það hefur reynst vel hjá þekktustu herdeildum úkraínska hersins. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Ráðamenn í Suður-Kóreu óttast að Norður-Kórea fái aukna aðstoð frá Rússlandi í framtíðinni, bæði hernaðarlega og annarskonar aðstoð, og að norðurkóreskir hermenn sem talið er að muni berjast við Úkraínumenn á næstu vikum, öðlist reynslu af hernaði. Reynslu sem gæti aukið getu norðurkóreska hersins til muna. 30. október 2024 11:38 „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. 29. október 2024 13:58 Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Stjórn seðlabanka Rússlands ákvað í morgun að hækka stýrivexti þar í landi um tvö prósentustig, eða úr nítján prósentum í 21 prósent. Líklegt er að þeir verði hækkaðir meira í desember. 25. október 2024 11:53 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Rússar eiga þó erfitt með að nýta sér árangurinn til að brjóta sér leið alveg í gegnum varnir Úkraínumanna, eins og þeir hafa átt erfitt með frá upphafi innrásarinnar. Rúmur mánuður er síðan bærinn Vuhledar féll í hendur Rússa, eftir harða bardaga í rúm tvö ár. Síðan þá hafa Rússar sótt fram frá bænum, norður í átt að bænum Pokrovsk. Sjá einnig: Versnandi ástand í Pokrovsk Þeir hafa einnig sótt fram norðar, nær Pokrovsk. Að minnsta kosti tveir tiltölulega stórir bæir á svæðinu hafa fallið í hendur Rússa á undanförnum dögum og er mögulegt að úkraínskir hermenn á milli þessara tveggja vígstöðva muni þurfa að hörfa eða eiga á hættu að vera umkringdir. Nánar má skoða stöðuna á korti hóps sem kallast DeepState. Staðan suður af Pokrovsk.DeepState Óljóst er hvort Úkraínumenn hafi reist nýja varnargarða og skotgrafir innar í Úkraínu en um mikið flatlendi er að ræða og gæti það reynst erfitt svo nærri víglínunni. Sérstaklega með tilliti til yfirburða Rússa þegar kemur að eftirlitsdrónum og stórskotaliði. Ætla að kveðja 160 þúsund í herinn Óleksander Litvínenkó, forseti þjóðaröryggisráðs Úkraínu, tilkynnti á þingi í gær að kveðja ætti um 160 þúsund menn í herinn. Á það að gerast á næstu þremur mánuðum en Úkraínumönnum hefur gengið erfiðlega að fylla upp í raðir sínar á undanförnum mánuðum og með að hvíla hermenn vegna manneklu. Samkvæmt frétt Kyiv Independent sagði Litvínenkó að frá því herlög hefðu verið sett á í kjölfar innrásar Rússa í febrúar 2022 væri búið að kveðja rúma milljón manna í herinn. Frá þjálfun úkraínskra hermanna.Getty/John Moore Frá miðjum maí til miðs júlí munu tæplega 4,7 milljónir manna á herkvaðningaraldri hafa skráð sig í gagnagrunn ríkisins svo hægt væri að finna þá og nærri því milljón þeirra ku vera með undanþágu vegna veikinda eða annarskonar hömlunar. Mikið hefur verið kvartað yfir því í úkraínsku samfélagi að embættismenn og áhrifamikið fólk hafi komist hjá herkvaðningu og oft á tíðum með því að fá undanþágu hjá læknum. Meðal þeirra eru margir saksóknarar og leiddi það til afsagnar ríkissaksóknara Úkraínu í síðustu viku. Þá fundu lögregluþjónar nýlega rúmlega sex milljónir dala í reiðufé á heimili yfirmanns læknanefndar Khmelnytskiy-héraðs. Í frétt Wall Street Journal segir að gripið hafi verið til ýmissa leiða til að auka herkvaðningu. Sérstakir lögregluþjónar sem framfylgja herkvaðningu hafa stöðvað menn á götum borga í Úkraínu til að ganga úr skugga um að þeir hafi skráð sig í áðurnefndan gagnagrunn, eins og lög kveða á um. Þetta hefur meðal annars verið gert á tónleikastöðum og verslunum og veitingastöðum sem sóttir eru af auðugu fólki. „Svona lítur sanngjörn herkvaðning út,“ sagði næstráðandi í þriðja árásastórfylki Úkraínu við WSJ. „Þar sem fólk er ekki bara tekið úr þorpum og smáum bæjum, heldur einnig úr stórum borgum þar sem fólk fer rólegt á tónleika og veitingahús.“ Tæp þrjú ár eru frá því að innrás Rússa hófst. Flestir þeir sem eru viljugir til að ganga í herinn gerðu það fyrir löngu síðan. Margir eru engu að síður í felum eða hafa flúið land. Þessi mannekla hefur leitt til þess að þeir hermenn sem hafa verið á víglínunni um langt skeið, sjá ekki fram á að komast úr hernum án þess að særast alvarlega eða falla. Úkraínskir hermenn í Dónetsk hvíla sig.AP/Oleg Petrasiu Skortir einnig hergögn Heimildarmenn WSJ segja að um tuttugu þúsund menn hefji þjálfun í hverjum mánuði en fyrr á árinu var þessi tala í 35 þúsund, skömmu eftir að herkvaðningaraldur var lækkaður úr 27 árum í 25. Ekki er mikill pólitískur vilji til að lækka aldurinn enn frekar, þó nokkrir þingmenn og einhverjir af bakhjörlum Úkraínu hafi kallað eftir því, sökum þess að ungu fólki hefur fækkað í Úkraínu á undanförnum árum, eins og víða annarsstaðar í heiminum. Sjá einnig: Íbúum Úkraínu fækkað um tíu milljónir frá innrásinni Ráðamenn í Úkraínu segja að umfangsmeiri herkvaðning dugi ekki ein og sér til að leysa vanda Úkraínumanna. Þá skorti enn hergögn til að búa nýja hermenn almennilega. Þá eiga þeir bæði við vopn og bryndreka, svo eitthvað sé nefnt. Ein leið sem Úkraínumenn hafa farið til að auka fjölda sjálfboðaliða er að gera mönnum kleift að sækja um hjá sérstökum herdeildum og fá þjálfun þar. Það hefur reynst vel hjá þekktustu herdeildum úkraínska hersins.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Ráðamenn í Suður-Kóreu óttast að Norður-Kórea fái aukna aðstoð frá Rússlandi í framtíðinni, bæði hernaðarlega og annarskonar aðstoð, og að norðurkóreskir hermenn sem talið er að muni berjast við Úkraínumenn á næstu vikum, öðlist reynslu af hernaði. Reynslu sem gæti aukið getu norðurkóreska hersins til muna. 30. október 2024 11:38 „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. 29. október 2024 13:58 Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Stjórn seðlabanka Rússlands ákvað í morgun að hækka stýrivexti þar í landi um tvö prósentustig, eða úr nítján prósentum í 21 prósent. Líklegt er að þeir verði hækkaðir meira í desember. 25. október 2024 11:53 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Ráðamenn í Suður-Kóreu óttast að Norður-Kórea fái aukna aðstoð frá Rússlandi í framtíðinni, bæði hernaðarlega og annarskonar aðstoð, og að norðurkóreskir hermenn sem talið er að muni berjast við Úkraínumenn á næstu vikum, öðlist reynslu af hernaði. Reynslu sem gæti aukið getu norðurkóreska hersins til muna. 30. október 2024 11:38
„Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. 29. október 2024 13:58
Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Stjórn seðlabanka Rússlands ákvað í morgun að hækka stýrivexti þar í landi um tvö prósentustig, eða úr nítján prósentum í 21 prósent. Líklegt er að þeir verði hækkaðir meira í desember. 25. október 2024 11:53