Fá ekki nauðsynlega þjónustu vegna verkfalls: „Það verður mikið rof á hans þroskaferli“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. október 2024 19:11 Guðjón Valur og Helgi eru báðir fjögurra ára og þurfa mikla þjónustu vegna fötlunar. Nú er rof á þessari þjónustu vegna verkfalls kennara með tilheyrandi áhrifum á þroska drengjanna. vísir/einar Fjögurra ára drengir með fötlun fá ekki lögbundna þjónustu meðan verkfall kennara stendur yfir. Mæður þeirra segja undarlegt að undanþágur séu ekki veittar frá verkfalli fyrir þennan viðkvæma hóp enda hafi rof á þjónustu gríðarleg áhrif á þroska barnanna. Verkföll kennara í níu skólum hófust í gær og þurfa foreldrar þeirra barna sem verkfallið bitnar á að reyna að redda málum dag frá degi. Þeirra á meðal eru Ásdís og Valgerður, foreldrar drengja með fötlun sem dvelja á Leikskóla Seltjarnarness þar sem þeir fá lögbundna þjónustu með tilliti til fötlunar þeirra. „Guðjón, hann er einhverfur með þroskahömlun og alls konar greiningar þannig hann er háður stoðþjónustu og meðferð inni á Leikskóla Seltjarnarness átta tíma á dag,“ sagði Valgerður Bára Bárðardóttir, móðir Guðjóns Vals sem er fjögurra ára. Stoðþjónustuna þarf Guðjón á að halda alla daga til að hjálpa honum að þroskast og dafna, þjónustu sem hann verður af nú þegar verkfall stendur yfir. Sömu sögu er að segja af Helga. „Hann er með stuðningsaðila allan daginn og svo fer hann svona tvisvar til þrisvar á dag í sér þjálfun yfir daginn til að hjálpa honum með málþroska, félagsfærni og allar daglegar athafnir,“ sagði Ásdís Helgadóttir, móðir Helga sem er að verða fimm ára. Fá ekki þjónustu Verkfallið hefur þau áhrif að drengirnir fá ekki þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. „Og það verður mikið rof á hans þroskaferli. Hann er algjörlega háður því að vera í kringum fagfólk og þrífst best í rútínu og sínu umhverfi. Ég tala nú ekki um að nú þarf ég að fara mikið úr vinnu og það verður mikið tekjutap,“ segir Valgerður Bára. Eiga erfitt með breytingar „Þeir eiga mjög erfitt með breytingar á rútínu, þið sjáið bara að minn er grátandi hér. Þetta er miklu erfiðara fyrir þá en önnur börn. Auk þess sem hver sem er getur ekki séð um þau vegna fötlunar,“ segir Ásdís. Háðir stuðningi Þær styðji kjarabaráttu kennara en fara fram á að réttindi þeirra barna verði virt og segja undarlegt að ekki séu veittar undanþágur frá verkfalli fyrir þennan hóp barna. Lítið fari fyrir svörum frá stjórnvöldum. „Ég kalla eftir svari frá félagsþjónustunni eða öðrum aðilum, hagsmunasamtökum. Af hverju er enginn búinn að eiga þetta samtal við okkur og undirbúa eitthvað til að koma til móts við okkur? Þetta eru drengir í algjörum sérflokki hvað þetta varðar og eru mjög háðir stuðning alla daga,“ segir Valgerður. Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Skóla- og menntamál Mannréttindi Börn og uppeldi Seltjarnarnes Tengdar fréttir Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Verkföll kennara í níu skólum hófust í dag. Kennarasambandið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið Skagafjörð um tilraun til verkfallsbrota. 29. október 2024 21:01 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Verkföll kennara í níu skólum hófust í gær og þurfa foreldrar þeirra barna sem verkfallið bitnar á að reyna að redda málum dag frá degi. Þeirra á meðal eru Ásdís og Valgerður, foreldrar drengja með fötlun sem dvelja á Leikskóla Seltjarnarness þar sem þeir fá lögbundna þjónustu með tilliti til fötlunar þeirra. „Guðjón, hann er einhverfur með þroskahömlun og alls konar greiningar þannig hann er háður stoðþjónustu og meðferð inni á Leikskóla Seltjarnarness átta tíma á dag,“ sagði Valgerður Bára Bárðardóttir, móðir Guðjóns Vals sem er fjögurra ára. Stoðþjónustuna þarf Guðjón á að halda alla daga til að hjálpa honum að þroskast og dafna, þjónustu sem hann verður af nú þegar verkfall stendur yfir. Sömu sögu er að segja af Helga. „Hann er með stuðningsaðila allan daginn og svo fer hann svona tvisvar til þrisvar á dag í sér þjálfun yfir daginn til að hjálpa honum með málþroska, félagsfærni og allar daglegar athafnir,“ sagði Ásdís Helgadóttir, móðir Helga sem er að verða fimm ára. Fá ekki þjónustu Verkfallið hefur þau áhrif að drengirnir fá ekki þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. „Og það verður mikið rof á hans þroskaferli. Hann er algjörlega háður því að vera í kringum fagfólk og þrífst best í rútínu og sínu umhverfi. Ég tala nú ekki um að nú þarf ég að fara mikið úr vinnu og það verður mikið tekjutap,“ segir Valgerður Bára. Eiga erfitt með breytingar „Þeir eiga mjög erfitt með breytingar á rútínu, þið sjáið bara að minn er grátandi hér. Þetta er miklu erfiðara fyrir þá en önnur börn. Auk þess sem hver sem er getur ekki séð um þau vegna fötlunar,“ segir Ásdís. Háðir stuðningi Þær styðji kjarabaráttu kennara en fara fram á að réttindi þeirra barna verði virt og segja undarlegt að ekki séu veittar undanþágur frá verkfalli fyrir þennan hóp barna. Lítið fari fyrir svörum frá stjórnvöldum. „Ég kalla eftir svari frá félagsþjónustunni eða öðrum aðilum, hagsmunasamtökum. Af hverju er enginn búinn að eiga þetta samtal við okkur og undirbúa eitthvað til að koma til móts við okkur? Þetta eru drengir í algjörum sérflokki hvað þetta varðar og eru mjög háðir stuðning alla daga,“ segir Valgerður.
Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Skóla- og menntamál Mannréttindi Börn og uppeldi Seltjarnarnes Tengdar fréttir Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Verkföll kennara í níu skólum hófust í dag. Kennarasambandið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið Skagafjörð um tilraun til verkfallsbrota. 29. október 2024 21:01 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Verkföll kennara í níu skólum hófust í dag. Kennarasambandið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið Skagafjörð um tilraun til verkfallsbrota. 29. október 2024 21:01