Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2024 14:02 Valsmaðurinn Frank Aron Booker og Njarðvíkingurinn Veigar Páll Alexandersson í baráttu um boltann í leik liðanna í fyrravetur. Vísir/Hulda Margrét „Ég fann nafn og vil koma því út strax. Þetta er eitthvað að gerjast leikurinn,“ segir Pavel Ermolinskij um Gaz-leik kvöldsins, þar sem Valsmenn fá Njarðvíkinga í heimsókn á Hlíðarenda. Bæði liðin hafa verið að komast á skrið í síðustu umferðum. Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, margfaldir Íslandsmeistarar, hituðu upp fyrir Gaz-leikinn en hann er hluti af fimmtu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Upphitun þeirra má sjá hér að neðan en Gazið verður svo í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld klukkan 19.10. „Þetta eru bæði lið þar sem maður fær liðsanda tilfinningu þegar maður horfir á þau. Þau spila rosalega vel saman og menn berjast fyrir hvern annan. Menn virðast vera rosalega meðvitaðir um sitt hlutverk og þau eru vel skilgreind sem lið,“ sagði Helgi Már. Bæði á töluverðri siglingu „Bæði hafa verið á töluverðri siglingu í síðustu leikjum. Njarðvík er búið að vinna þrjá í röð og Valur búið að taka tvo. Kannski er eitthvað að gerjast,“ sagði Helgi. „Það eru samt svolítið mismunandi hlutir í gangi. Fæstir bjuggust við miklu frá Njarðvík fyrir tímabilið en þeir eru ekki bara búnir að vinna þrjá leiki í röð heldur búnir að spila vel. Eins og þú komst inn á þá virðist vera að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna. Það eru allir með sitt skýra hlutverk, eru að sinna því og það er sátt með það,“ sagði Pavel. „Það virðist vera að skapast stemmning í kringum liðið og svona byrjar þetta. Svona byrja góðir hlutir að gerast. Þetta gæti gerjast í þá átt að Njarðvík verði alvöru lið í þessari deild, lið sem við bjuggumst ekki mikið við af,“ sagði Pavel. „Valur á hinn bóginn er lið sem við búumst alltaf við miklu af. Þeir byrjuðu erfiðlega en núna er eitthvað byrjað að gerjast,“ sagði Pavel. Einhver sjálfstýring í gangi „Maður er vanur því undanfarin ár að Valsmenn hafa verið mjög góðir. Þeir hafa farið þægilega í gegnum tímabilið og maður upplifir að það sé einhver sjálfstýring í gangi. Þeir bara loka leikjum endalaust. Hafa ekkert verið að spila frábærlega en hafa lokað leikjunum,“ sagði Helgi Már. „Núna er enginn Kristófer [Acox] og þeir eru frekar fáliðaðir. Þeir eru farnir að hafa aðeins meira fyrir hlutunum. Það er meiri barátta og það er verkamanna dugnaðarfídus í þeim sem mér finnst svolítið gaman að sjá. Það gæti verið eitthvað að gerjast þarna sem þeir eiga svo í pokahorninu ef Kristófer kemur aftur heill heilsu,“ sagði Helgi. Hér fyrir neðan má sjá þá Pavel og Helga ræða leikinn í kvöld. Bein útsending frá Gazinu hefst klukkan 19:10 á Stöð 2 BD. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Klippa: Pavel og Helgi hita upp fyrir Gaz-leik Vals og Njarðvíkur Bónus-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, margfaldir Íslandsmeistarar, hituðu upp fyrir Gaz-leikinn en hann er hluti af fimmtu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Upphitun þeirra má sjá hér að neðan en Gazið verður svo í beinni útsendingu á Stöð 2 BD í kvöld klukkan 19.10. „Þetta eru bæði lið þar sem maður fær liðsanda tilfinningu þegar maður horfir á þau. Þau spila rosalega vel saman og menn berjast fyrir hvern annan. Menn virðast vera rosalega meðvitaðir um sitt hlutverk og þau eru vel skilgreind sem lið,“ sagði Helgi Már. Bæði á töluverðri siglingu „Bæði hafa verið á töluverðri siglingu í síðustu leikjum. Njarðvík er búið að vinna þrjá í röð og Valur búið að taka tvo. Kannski er eitthvað að gerjast,“ sagði Helgi. „Það eru samt svolítið mismunandi hlutir í gangi. Fæstir bjuggust við miklu frá Njarðvík fyrir tímabilið en þeir eru ekki bara búnir að vinna þrjá leiki í röð heldur búnir að spila vel. Eins og þú komst inn á þá virðist vera að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna. Það eru allir með sitt skýra hlutverk, eru að sinna því og það er sátt með það,“ sagði Pavel. „Það virðist vera að skapast stemmning í kringum liðið og svona byrjar þetta. Svona byrja góðir hlutir að gerast. Þetta gæti gerjast í þá átt að Njarðvík verði alvöru lið í þessari deild, lið sem við bjuggumst ekki mikið við af,“ sagði Pavel. „Valur á hinn bóginn er lið sem við búumst alltaf við miklu af. Þeir byrjuðu erfiðlega en núna er eitthvað byrjað að gerjast,“ sagði Pavel. Einhver sjálfstýring í gangi „Maður er vanur því undanfarin ár að Valsmenn hafa verið mjög góðir. Þeir hafa farið þægilega í gegnum tímabilið og maður upplifir að það sé einhver sjálfstýring í gangi. Þeir bara loka leikjum endalaust. Hafa ekkert verið að spila frábærlega en hafa lokað leikjunum,“ sagði Helgi Már. „Núna er enginn Kristófer [Acox] og þeir eru frekar fáliðaðir. Þeir eru farnir að hafa aðeins meira fyrir hlutunum. Það er meiri barátta og það er verkamanna dugnaðarfídus í þeim sem mér finnst svolítið gaman að sjá. Það gæti verið eitthvað að gerjast þarna sem þeir eiga svo í pokahorninu ef Kristófer kemur aftur heill heilsu,“ sagði Helgi. Hér fyrir neðan má sjá þá Pavel og Helga ræða leikinn í kvöld. Bein útsending frá Gazinu hefst klukkan 19:10 á Stöð 2 BD. Fylgst er með öllum leikjum kvöldsins á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Klippa: Pavel og Helgi hita upp fyrir Gaz-leik Vals og Njarðvíkur
Bónus-deild karla Valur UMF Njarðvík Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira