Þrír nýliðar eru í íslenska hópnum en þær hafa þó allar áður verið valdar til landsliðsæfinga. Þetta eru þær Danielle Rodriguez, Anna Lára Vignisdóttir og Kolbrún María Ármannsdóttir. Það verður svo að koma í ljós hvort einhver þeirra fær tækifæri til að spila sinn fyrsta A-landsleik.
Leikirnir fara báðir fram í Ólafssal í Hafnarfirði, á heimavelli Hauka, og eru þetta síðustu heimaleikir Íslands í undankeppninni.
Fyrri leikurinn er við Slóvakíu 7. nóvember klukkan 19:30 og sá seinni við Rúmeníu 10. nóvember klukkan 17.
Íslenska liðið hóf undankeppnina fyrir ári síðan með 82-70 tapi gegn Rúmenum á útivelli og naumu tapi gegn Tyrkjum í Ólafssal, 72-65. Leikurinn við Tyrki reyndist jafnframt 81. og síðasti landsleikur Helenu sem setti landsleikjamet í leikjunum tveimur.
Frá leiknum við Tyrki er Helena ein af fimm leikmönnum úr tólf manna liði Íslands sem af ólíkum ástæðum eru ekki með í leikjunum núna. Hinar eru Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Birna Valgerður Benónýsdóttir, Ísold Sævarsdóttir og Jana Falsdóttir.
Fimmtán manna hópur Íslands er þannig skipaður:
- Agnes María Svansdóttir - Keflavík 2 leikir
- Anna Ingunn Svansdóttir - Keflavík 10 leikir
- Anna Lára Vignisdóttir - Keflavík nýliði
- Ásta Júlía Grímsdóttir - Valur 14 leikir
- Dagbjört Dögg Karlsdóttir - Valur 20 leikir
- Danielle Rodriquez - Fribourg nýliði
- Diljá Ögn Lárusdóttir - Stjarnan 6 leikir
- Eva Margrét Kristjánsdóttir - Haukar 6 leikir
- Eva Wium Elíasdóttir - Þór Akureyri 2 leikir
- Isabella Ósk Sigurðardóttr - Grindavík 14 leikir
- Kolbrún María Ármannsdóttir - Stjarnan nýliði
- Sara Líf Boama - Valur 3 leikir
- Thelma Dís Ágústsdóttir - Keflavík 20 leikir
- Þóra Kristín Jónsdóttir - Haukar 33 leikir
- Tinna Guðrún Alexandersdóttir - Haukar 6 leiki
Þjálfari: Benedikt Rúnar Guðmundsson
Aðstoðaþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson