Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2024 13:32 Reglugerð er varðar sameiginlega ábyrgð (ESR) setur bindandi markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Vísir/Vilhelm Eftirlitsstofun EFTA, ESA, hefur hvatt Ísland til að huga að frekari aðgerðum varðandi það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með tilliti til þess hversu naumt er að landið haldi sig innan núverandi markmiða. Þetta kemur fram í fjórðu ársskýrslu ESA um árangur Íslands og Noregs við að ná þeim markmiðum sem ríkin hafi sett sér um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 samkvæmt skuldbindingum EES-samningsins. Þar segir að í skýrslunni sé fjallað um árangur Íslands og Noregs við að ná loftslagsmarkmiðum sínum samkvæmt reglugerðum um sameiginlega ábyrgð (e. Effort Sharing Regulation, ESR) og um landnotkun, breytta landnotkun og skógrækt (e. Land Use, Land Use Change and Forestry, LULUCF). Við matið sé stuðst við gögn frá ríkjunum sjálfum sem hafa verið gæðaskoðuð hjá Umhverfisstofnun Evrópu. „Fram kemur í bráðabirgðaútreikningum skýrslunnar að Ísland verði líklega áfram rétt innan núverandi markmiða en Noregur standi frammi fyrir verulegum áskorunum við að ná núverandi markmiðum. Hvetur skýrslan Noreg eindregið til að íhuga frekari ráðstafanir til að draga úr losun. Þá er Ísland hvatt til að huga að frekari aðgerðum með tilliti til þess hversu naumt er að það haldi sig innan núverandi markmiða. Lagarammi skýrslu ESA um árangur við að ná loftslagsmarkmiðum Reglugerð er varðar sameiginlega ábyrgð (ESR) setur bindandi markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Reglugerðin á við um greinar eins og landbúnað, byggingariðnað, samgöngur, úrgang og iðnað sem fellur ekki undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS-kerfið). Samkvæmt reglugerðinni um landnotkun (LULUCF) hafa aðildarríkin undirgengist skuldbindingar sem ætlað er að tryggja að losun frá landnotkun og skógrækt sé jöfnuð með að minnsta kosti jafngildri bindingu koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir eru Ísland og Noregur hvött til að huga að auknum aðgerðum í geira landnotkunar, breyttrar landnotkunar og skógræktar. Þó ber að hafa í huga að Ísland og Noregur, líkt og Evrópusambandið, hafa gengist undir enn metnaðarfyllri markmið með Parísarsamkomulaginu, það er að draga úr losun um a.m.k. 55% samanborið við losun ársins 1990. Hins vegar hafa þessar nýju skuldbindingar ekki enn verið teknar upp í EES-samninginn. Þar sem ESA er falið að meta árangur Íslands og Noregs í átt að gildandi markmiðum samkvæmt gildandi EES-rétti, metur skýrslan árangur Íslands og Noregs að markmiðum sem endurspegla fyrri skuldbindingar Parísarsamningsins um a.m.k. 40% samdrátt fyrir árið 2030 samanborið við árið 1990, en ekki a.m.k. 55% samdrátt,“ segir í tilkynningu frá ESA. Loftslagsmál EFTA Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þetta kemur fram í fjórðu ársskýrslu ESA um árangur Íslands og Noregs við að ná þeim markmiðum sem ríkin hafi sett sér um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 samkvæmt skuldbindingum EES-samningsins. Þar segir að í skýrslunni sé fjallað um árangur Íslands og Noregs við að ná loftslagsmarkmiðum sínum samkvæmt reglugerðum um sameiginlega ábyrgð (e. Effort Sharing Regulation, ESR) og um landnotkun, breytta landnotkun og skógrækt (e. Land Use, Land Use Change and Forestry, LULUCF). Við matið sé stuðst við gögn frá ríkjunum sjálfum sem hafa verið gæðaskoðuð hjá Umhverfisstofnun Evrópu. „Fram kemur í bráðabirgðaútreikningum skýrslunnar að Ísland verði líklega áfram rétt innan núverandi markmiða en Noregur standi frammi fyrir verulegum áskorunum við að ná núverandi markmiðum. Hvetur skýrslan Noreg eindregið til að íhuga frekari ráðstafanir til að draga úr losun. Þá er Ísland hvatt til að huga að frekari aðgerðum með tilliti til þess hversu naumt er að það haldi sig innan núverandi markmiða. Lagarammi skýrslu ESA um árangur við að ná loftslagsmarkmiðum Reglugerð er varðar sameiginlega ábyrgð (ESR) setur bindandi markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Reglugerðin á við um greinar eins og landbúnað, byggingariðnað, samgöngur, úrgang og iðnað sem fellur ekki undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS-kerfið). Samkvæmt reglugerðinni um landnotkun (LULUCF) hafa aðildarríkin undirgengist skuldbindingar sem ætlað er að tryggja að losun frá landnotkun og skógrækt sé jöfnuð með að minnsta kosti jafngildri bindingu koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir eru Ísland og Noregur hvött til að huga að auknum aðgerðum í geira landnotkunar, breyttrar landnotkunar og skógræktar. Þó ber að hafa í huga að Ísland og Noregur, líkt og Evrópusambandið, hafa gengist undir enn metnaðarfyllri markmið með Parísarsamkomulaginu, það er að draga úr losun um a.m.k. 55% samanborið við losun ársins 1990. Hins vegar hafa þessar nýju skuldbindingar ekki enn verið teknar upp í EES-samninginn. Þar sem ESA er falið að meta árangur Íslands og Noregs í átt að gildandi markmiðum samkvæmt gildandi EES-rétti, metur skýrslan árangur Íslands og Noregs að markmiðum sem endurspegla fyrri skuldbindingar Parísarsamningsins um a.m.k. 40% samdrátt fyrir árið 2030 samanborið við árið 1990, en ekki a.m.k. 55% samdrátt,“ segir í tilkynningu frá ESA.
Loftslagsmál EFTA Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent