Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Boði Logason skrifar 31. október 2024 14:31 Handritshöfundarnir Bjarni Fritzsson, Karen Björg Þorsteinsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson ásamt Ödu Benjamínsdóttur og Hannesi Friðbjarnarsyni framleiðendum hjá Republik. Stöð 2 Orri óstöðvandi, bókaflokkurinn um vinina Orra og Möggu, er íslenskum krökkum afar vel kunnugur. Nú á að gera leikna sjónvarpsþætti um Orra og vini hans. Orra óstöðvandi-bækurnar hafa unnið Bókaverðlaun barnanna fimm ár í röð og eru ávallt meðal mest selda bóka landsins á hverju ári. Nú eru bækurnar orðnar sjö talsins og sú nýjasta, Orri óstöðvandi: Heimsfrægur á Íslandi, kemur út síðar í þessum mánuði. „Frá því ég settist niður til að skrifa fyrstu Orra-bókina, þá hef ég alltaf séð Orra óstöðvandi fyrir mér í sjónvarpi. Ég var því himinlifandi yfir þeim jákvæðu viðbrögðum sem ég fékk frá Republik og Stöð 2 þegar ég kynnti verkefnið fyrir þeim. Sú jákvæða stemning hefur heldur betur smitast yfir í handritsteymið, og skrifin hafa gengið vonum framar. Ég held að það sé óhætt að segja að þættirnir verði rosalegir - enda ekki við öðru að búast þegar snillingarnir Sveppi og og Karen Björg er í handritshópnum,“ er haft eftir Bjarna Fritzssyni, höfundi Orra óstöðvandi, í tilkynningu. Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir að stöðin hafi ætíð lagt mikinn metnað í að bjóða upp á fjölbreytt framboð af íslensku og talsettu barnaefni. „Við erum í skýjunum með að vera hluti af þessu spennandi verkefni og að Orri óstöðvandi sé að lifna við á skjánum. Við á Stöð 2 höfum sett okkur metnaðarfulla stefnu í framleiðslu á íslensku barnaefni af öllu tagi og við hlökkum mikið til þess að færa áhorfendum leikna þætti um Orra óstöðvandi,“ segir hún. Stöð 2 og Vísir eru í eigu Sýnar. Bókmenntir Menning Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Orra óstöðvandi-bækurnar hafa unnið Bókaverðlaun barnanna fimm ár í röð og eru ávallt meðal mest selda bóka landsins á hverju ári. Nú eru bækurnar orðnar sjö talsins og sú nýjasta, Orri óstöðvandi: Heimsfrægur á Íslandi, kemur út síðar í þessum mánuði. „Frá því ég settist niður til að skrifa fyrstu Orra-bókina, þá hef ég alltaf séð Orra óstöðvandi fyrir mér í sjónvarpi. Ég var því himinlifandi yfir þeim jákvæðu viðbrögðum sem ég fékk frá Republik og Stöð 2 þegar ég kynnti verkefnið fyrir þeim. Sú jákvæða stemning hefur heldur betur smitast yfir í handritsteymið, og skrifin hafa gengið vonum framar. Ég held að það sé óhætt að segja að þættirnir verði rosalegir - enda ekki við öðru að búast þegar snillingarnir Sveppi og og Karen Björg er í handritshópnum,“ er haft eftir Bjarna Fritzssyni, höfundi Orra óstöðvandi, í tilkynningu. Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir að stöðin hafi ætíð lagt mikinn metnað í að bjóða upp á fjölbreytt framboð af íslensku og talsettu barnaefni. „Við erum í skýjunum með að vera hluti af þessu spennandi verkefni og að Orri óstöðvandi sé að lifna við á skjánum. Við á Stöð 2 höfum sett okkur metnaðarfulla stefnu í framleiðslu á íslensku barnaefni af öllu tagi og við hlökkum mikið til þess að færa áhorfendum leikna þætti um Orra óstöðvandi,“ segir hún. Stöð 2 og Vísir eru í eigu Sýnar.
Bókmenntir Menning Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira