Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. október 2024 21:58 Um 40 mótmælendur fengu piparúða yfir sig í aðgerðum lögreglu á mótmælunum 31. maí. vísir/ívar fannar Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka mál níu mótmælenda á hendur ríkisins fyrir þann 8. nóvember næstkomandi. Mótmælendur hafa farið fram á skaðabætur vegna framgöngu lögreglu á mótmælum við Skuggasund þann 31. maí síðastliðinn. Nefnd um eftirlit með lögreglu taldi engar vísbendingar um ámælisverða háttsemi lögreglumanna. Töluvert var fjallað um mótmælin þar sem mótmælendur töldu sig hafa verið beitt misrétti af hálfu lögreglu. Um 40 mótmælendur fengu piparúða yfir sig en nokkrir höfðu lagst á götuna og neitað að færa sig þegar ráðherrabílum var ekið inn götuna til að sækja ráðherra af ríkisstjórnarfundi. Hópurinn safnaðist saman utan við húsnæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytsisins til að mótmæla aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda vegna stríðsglæpa ísraelska hersins á Gaza. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að fyrirtaka fari fram í málinu 8. nóvember næstkomandi. Farið sé fram á að þeim verði greiddar 800 þúsund krónur, hverju um sig í miskabætur. Lögreglan girti svæðið af í kringum ráðuneytið.vísir/ívar fannar Í yfirlýsingu segi Daníel Þór Bjarnason og Pétur Eggerz að þeir vonist til að málið verði fordæmisgefandi. Vegið hafi verið að málfrelsi, mannréttindum og öryggi þeirra með „tilefnislausum efnavopnaárásum lögreglu gegn friðsömum mótmælendum. Þessi atburður hefur markað nýjan tón í sögu landsins.“ Mótmælin hafi farið friðsamlega fram af hálfu mótmælenda. Það hafi hins vegar ekki átt við um lögregluna sem mótmælendur telja að hafi brotið á sér. Mikið óreiðuástand skapaðist við Skuggasund.vísir/ívar fannar Byggt sé á því í stefnunni að „lögreglumenn hafi brotið með ólögmætum hætti gegn frelsi, friði og persónu stefnenda af stórfelldu gáleysi“. Með þessu hafi lögregla bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart mótmælendum og vísað til tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrár sem hafi verið brotið. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu tók málið fyrir í júní sl. og taldi engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu. Taldi nefndin að lögregla hafi gætt meðalhófs og sagði mótmælendur hafa tekið viðvörunarorðum um notkun piparúða „með háði“. Palestína Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. 21. júní 2024 17:50 Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50 Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Innlent Fleiri fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira
Töluvert var fjallað um mótmælin þar sem mótmælendur töldu sig hafa verið beitt misrétti af hálfu lögreglu. Um 40 mótmælendur fengu piparúða yfir sig en nokkrir höfðu lagst á götuna og neitað að færa sig þegar ráðherrabílum var ekið inn götuna til að sækja ráðherra af ríkisstjórnarfundi. Hópurinn safnaðist saman utan við húsnæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytsisins til að mótmæla aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda vegna stríðsglæpa ísraelska hersins á Gaza. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að fyrirtaka fari fram í málinu 8. nóvember næstkomandi. Farið sé fram á að þeim verði greiddar 800 þúsund krónur, hverju um sig í miskabætur. Lögreglan girti svæðið af í kringum ráðuneytið.vísir/ívar fannar Í yfirlýsingu segi Daníel Þór Bjarnason og Pétur Eggerz að þeir vonist til að málið verði fordæmisgefandi. Vegið hafi verið að málfrelsi, mannréttindum og öryggi þeirra með „tilefnislausum efnavopnaárásum lögreglu gegn friðsömum mótmælendum. Þessi atburður hefur markað nýjan tón í sögu landsins.“ Mótmælin hafi farið friðsamlega fram af hálfu mótmælenda. Það hafi hins vegar ekki átt við um lögregluna sem mótmælendur telja að hafi brotið á sér. Mikið óreiðuástand skapaðist við Skuggasund.vísir/ívar fannar Byggt sé á því í stefnunni að „lögreglumenn hafi brotið með ólögmætum hætti gegn frelsi, friði og persónu stefnenda af stórfelldu gáleysi“. Með þessu hafi lögregla bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart mótmælendum og vísað til tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrár sem hafi verið brotið. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu tók málið fyrir í júní sl. og taldi engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu. Taldi nefndin að lögregla hafi gætt meðalhófs og sagði mótmælendur hafa tekið viðvörunarorðum um notkun piparúða „með háði“.
Palestína Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. 21. júní 2024 17:50 Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50 Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Innlent Fleiri fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira
Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. 21. júní 2024 17:50
Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50
Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42