Gjafakynfrumur- dýrmæt gjöf María Rut Baldursdóttir og Sigríður Auðunsdóttir skrifa 2. nóvember 2024 22:03 Mikið er barnið líkt pabba sínum. Vá, það er með augnsvipinn hennar mömmu sinnar. Heyrðu, þessi litli einstaklingur er alveg eins og afi sinn, eða amma. Já svona mætti lengi halda áfram. Fólk sér oft það sem það vill sjá og reynir að sjá líkindi með einhverjum sem er í nánasta hring barnsins. Þegar barn fæðist í þennan heim og foreldrar fá það í fangið þá byrja þau að telja tærnar og hvort allt sé í lagi með barnið. Foreldrarnir dást að og hugsa um fallega kraftaverkið sitt sem þau hafa komið í heiminn. Svo þegar barnið eldist er farið að tala um hverjum barnið líkist. Ekki allir sjá líkindi með foreldrum en kannski er ástæða fyrir því, því er skynsamlegt að fara varlega í það að velta fyrir sér hverjum barnið líkist. Kannski er það svo að foreldrarnir hafa þegið þá dýrmætu gjöf að eignast barnið sitt með gjafakynfrumum. Gjafakynfrumu gjöf felur í sér notkun á eggjum, sæðisfrumum eða fósturvísum sem gefin eru. Mismunandi ástæður liggja að baki því afhverju fólk þarf að þiggja gjafakynfrumur, og er það veruleiki margra að þurfa að þiggja slíkt. Fyrir marga er þetta annað áfall ofan á það að þurfa að að glíma við frjósemisvanda, það að geta ekki átt barn með sinni eigin kynfrumu. Því fyrir suma er það ein af þeim leiðum til þess að verða foreldrar eða til að stækka fjölskyldur, en 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi og fer sá fjöldi stækkandi þar sem frjósemi fer dvínandi í heiminum. Gjafakynfrumur eru því mikilvæg gjöf fyrir þá sem hafa gengið í gengum langar og strangar frjósemismeðferðir þar sem að niðurstaðan er alltaf neikvæð og er það stundum síðasta skrefið í ófrjósemis baráttu fólks. Gjafakynfrumur skipta miklu máli og er það svo dásamleg gjöf, sem veitir von og uppfyllir drauma. Í nóvember ár hvert er evrópsk vitundarvakningar vika þar sem fjallað er um ófrjósemi og ýmislegt tengt frjósemisvanda. Í ár 4-10 nóvember er áherslan á gjafakynfrumur. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með dagskrá vikunnar á samfélagsmiðlum: Höfundar eru í stjórn Tilveru-samtaka um ófrjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Mikið er barnið líkt pabba sínum. Vá, það er með augnsvipinn hennar mömmu sinnar. Heyrðu, þessi litli einstaklingur er alveg eins og afi sinn, eða amma. Já svona mætti lengi halda áfram. Fólk sér oft það sem það vill sjá og reynir að sjá líkindi með einhverjum sem er í nánasta hring barnsins. Þegar barn fæðist í þennan heim og foreldrar fá það í fangið þá byrja þau að telja tærnar og hvort allt sé í lagi með barnið. Foreldrarnir dást að og hugsa um fallega kraftaverkið sitt sem þau hafa komið í heiminn. Svo þegar barnið eldist er farið að tala um hverjum barnið líkist. Ekki allir sjá líkindi með foreldrum en kannski er ástæða fyrir því, því er skynsamlegt að fara varlega í það að velta fyrir sér hverjum barnið líkist. Kannski er það svo að foreldrarnir hafa þegið þá dýrmætu gjöf að eignast barnið sitt með gjafakynfrumum. Gjafakynfrumu gjöf felur í sér notkun á eggjum, sæðisfrumum eða fósturvísum sem gefin eru. Mismunandi ástæður liggja að baki því afhverju fólk þarf að þiggja gjafakynfrumur, og er það veruleiki margra að þurfa að þiggja slíkt. Fyrir marga er þetta annað áfall ofan á það að þurfa að að glíma við frjósemisvanda, það að geta ekki átt barn með sinni eigin kynfrumu. Því fyrir suma er það ein af þeim leiðum til þess að verða foreldrar eða til að stækka fjölskyldur, en 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi og fer sá fjöldi stækkandi þar sem frjósemi fer dvínandi í heiminum. Gjafakynfrumur eru því mikilvæg gjöf fyrir þá sem hafa gengið í gengum langar og strangar frjósemismeðferðir þar sem að niðurstaðan er alltaf neikvæð og er það stundum síðasta skrefið í ófrjósemis baráttu fólks. Gjafakynfrumur skipta miklu máli og er það svo dásamleg gjöf, sem veitir von og uppfyllir drauma. Í nóvember ár hvert er evrópsk vitundarvakningar vika þar sem fjallað er um ófrjósemi og ýmislegt tengt frjósemisvanda. Í ár 4-10 nóvember er áherslan á gjafakynfrumur. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með dagskrá vikunnar á samfélagsmiðlum: Höfundar eru í stjórn Tilveru-samtaka um ófrjósemi.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar