Höldum áfram að nýta tækifærin, virkjum til framtíðar og tryggjum orkuöryggi Viktor Klimaszewski skrifar 3. nóvember 2024 09:01 Síðustu 10 ár eða allt frá 18 ára aldri hef ég margoft verið spurður afhverju ég kýs Sjálfstæðisflokkinn? Þeir vinna jú bara fyrir ríka fólkið. Vissulega er ég ekki ríkur í aurum talið, en ég er svo sannarlega ríkur af mörgu öðru. Hér á ég góða vinnu, heimili - fjölskyldu. Stutta og einfalda svarið er að ég kýs einstaklingsfrelsi. Hér á Íslandi, sem auðvelt er að kalla land tækifæranna, er einstaklingsfrelsið mikið. Hér er nákvæmlega ekkert sem kemur í veg fyrir að ég verði það sem ég kýs að vera, nema auðvitað ég sjálfur. En það er í mörgu sem hægt er að gera betur. Þar má helst nefna orkumálin. Hér höfum við stór fyrirtæki sem standa á sterkum grunni og reiða sig alfarið á orku - græna orku sem landið okkar hefur upp á að bjóða, öllum til hagsbóta. Núna uppá síðkastið höfum við þurft að þola miklar orkuskerðingar sökum skorts á orku og það er aðeins ein ástæða þess. Við erum ekki að nýta tækifærin sem landið færir okkur. Hvernig ætlum við að tala um framtíðina og klára orkuskiptin þegar við erum hálfpartinn komin aftur á steinöld miðað við þau lönd sem við gjarnast berum okkur saman við? Vissulega eru ekki allir sammála, en það er fegurðin við einstaklingsfrelsið. Um eitt geta þó allir verið sammála, og það er að engum sé til hagsbóta að brenna olíu til þess eitt að framleiða rafmagn, hvorki fyrirtækjum né umhverfinu. Við íbúar Fjarðabyggðar stólum einna mest á orku, enda engin hitaveita til staðar á svæðinu nema á Eskifirði. Rafmagn er okkur mikið öryggismál enda stór hluti fólks með atvinnu í álverinu á Reyðarfirði sem og stórútgerðunum á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og Norðfirði. Höldum áfram að nýta tækifærin, virkjum til framtíðar og tryggjum orkuöryggi og trygga afkomu fyrir land og þjóð. Höfundur er álversstarfsmaður og stjórnarmaður Hávarr, félags ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Orkumál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Síðustu 10 ár eða allt frá 18 ára aldri hef ég margoft verið spurður afhverju ég kýs Sjálfstæðisflokkinn? Þeir vinna jú bara fyrir ríka fólkið. Vissulega er ég ekki ríkur í aurum talið, en ég er svo sannarlega ríkur af mörgu öðru. Hér á ég góða vinnu, heimili - fjölskyldu. Stutta og einfalda svarið er að ég kýs einstaklingsfrelsi. Hér á Íslandi, sem auðvelt er að kalla land tækifæranna, er einstaklingsfrelsið mikið. Hér er nákvæmlega ekkert sem kemur í veg fyrir að ég verði það sem ég kýs að vera, nema auðvitað ég sjálfur. En það er í mörgu sem hægt er að gera betur. Þar má helst nefna orkumálin. Hér höfum við stór fyrirtæki sem standa á sterkum grunni og reiða sig alfarið á orku - græna orku sem landið okkar hefur upp á að bjóða, öllum til hagsbóta. Núna uppá síðkastið höfum við þurft að þola miklar orkuskerðingar sökum skorts á orku og það er aðeins ein ástæða þess. Við erum ekki að nýta tækifærin sem landið færir okkur. Hvernig ætlum við að tala um framtíðina og klára orkuskiptin þegar við erum hálfpartinn komin aftur á steinöld miðað við þau lönd sem við gjarnast berum okkur saman við? Vissulega eru ekki allir sammála, en það er fegurðin við einstaklingsfrelsið. Um eitt geta þó allir verið sammála, og það er að engum sé til hagsbóta að brenna olíu til þess eitt að framleiða rafmagn, hvorki fyrirtækjum né umhverfinu. Við íbúar Fjarðabyggðar stólum einna mest á orku, enda engin hitaveita til staðar á svæðinu nema á Eskifirði. Rafmagn er okkur mikið öryggismál enda stór hluti fólks með atvinnu í álverinu á Reyðarfirði sem og stórútgerðunum á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og Norðfirði. Höldum áfram að nýta tækifærin, virkjum til framtíðar og tryggjum orkuöryggi og trygga afkomu fyrir land og þjóð. Höfundur er álversstarfsmaður og stjórnarmaður Hávarr, félags ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun