Gott umhverfi er gott fyrir okkur Pall Jakob Líndal skrifar 3. nóvember 2024 09:30 Nú í aðdraganda alþingiskosninga er mikið talað um húsnæðismál og þá einkum í því samhengi að gera þurfi gangskör að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Að ekki sé nægjanlega mikið byggt og íbúðaverð of hátt. Sumir vilja brjóta nýtt land undir íbúðabyggð og telja landrými nægjanlegt. Aðrir tala fyrir þéttingu byggðar. Eiginlega allir vilja byggja hratt og helst hagkvæmt fyrir almenning og/eða uppbyggingaraðila. Á sama tíma eru viðraðar áhyggjur af andlegri líðan þjóðarinnar og sagt að geðheilbrigðismálum sé ekki sinnt sem skyldi. Líkamlegt heilbrigði hefur einnig verið til umræðu og ekki af góðu. Þá er talað um breytingar á félagslegum þáttum samfélagsins, að samfélagið sé harðara og klofnara og umræðan á margan hátt miskunnarlausari en áður. En það sem er áhugavert í þessari umræðu er að þessir tveir mikilvægu málaflokkar, þ.e. uppbygging húsnæðis og heilbrigði okkar, eru sjaldnast tvinnaðir saman. Það er sum sé lítið litið til þess að umrædd húsnæðisuppbygging þurfi að stuðla að andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði fólks og samfélags. Tilfellið er að við erum býsna oft að hanna, skipuleggja og byggja flatneskjulegt og lítt gefandi umhverfi. Við byggjum jafnvel umhverfi sem vinnur á móti okkur, umhverfi sem gerir líf okkar á hverjum degi pínulítið erfiðara en það þyrfti að vera. Hart, grátt, einsleitt og lífvana umhverfi í óheppilegum mælikvörðum, sem oftar en ekki tekur lítið tillit til staðhátta, sögu og/eða menningar. Umhverfi sem hvorki gleður augað né hefur umgjörð eða veitir skjól. Umhverfi jafnvel án nægjanlegrar dagsbirtu. Umhverfi sem hvetur hvorki til hreyfingar og/eða útiveru né félagslegra samskipta eða býður upp á einveru og íhugun. Umhverfi sem oft virðist meira í þágu bíla en fólks, meira í þágu fjárhagslegs hagnaðar en velferðar, meira í þágu hraða, firringar og náttúruleysis en meðvitundar, samkenndar og ánægju. Margt af því umhverfi sem byggt er upp er án aðdráttarafls og tilgangs, það er skeytingarlaust gagnvart skynjun okkar og hugsun, tilfinningu, þörfum og atferli, hugar ekki að því hvernig við erum samsett af náttúrunnar hendi. Mig langar því að skora á þá stjórnmálamenn sem láta sig varða húsnæðisuppbyggingu og heilbrigði okkar allra, að hugsa hlutina í stærra samhengi og huga vel að því að binda þessa tvo málaflokka saman. Verkefnið er ekki bara að móta og byggja upp einhvers konar umhverfi, heldur að móta og byggja upp heilbrigt, uppbyggilegt og manneskjulegt umhverfi sem styður við okkur og hjálpar okkur í dagsins önn – þó ekki væri nema pínulítið á hverjum degi. Hönnun, skipulag og uppbygging byggðar er nefnilega heilbrigðismál og meginreglan er þessi: Gott umhverfi er gott fyrir okkur en slæmt umhverfi slæmt. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú í aðdraganda alþingiskosninga er mikið talað um húsnæðismál og þá einkum í því samhengi að gera þurfi gangskör að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Að ekki sé nægjanlega mikið byggt og íbúðaverð of hátt. Sumir vilja brjóta nýtt land undir íbúðabyggð og telja landrými nægjanlegt. Aðrir tala fyrir þéttingu byggðar. Eiginlega allir vilja byggja hratt og helst hagkvæmt fyrir almenning og/eða uppbyggingaraðila. Á sama tíma eru viðraðar áhyggjur af andlegri líðan þjóðarinnar og sagt að geðheilbrigðismálum sé ekki sinnt sem skyldi. Líkamlegt heilbrigði hefur einnig verið til umræðu og ekki af góðu. Þá er talað um breytingar á félagslegum þáttum samfélagsins, að samfélagið sé harðara og klofnara og umræðan á margan hátt miskunnarlausari en áður. En það sem er áhugavert í þessari umræðu er að þessir tveir mikilvægu málaflokkar, þ.e. uppbygging húsnæðis og heilbrigði okkar, eru sjaldnast tvinnaðir saman. Það er sum sé lítið litið til þess að umrædd húsnæðisuppbygging þurfi að stuðla að andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði fólks og samfélags. Tilfellið er að við erum býsna oft að hanna, skipuleggja og byggja flatneskjulegt og lítt gefandi umhverfi. Við byggjum jafnvel umhverfi sem vinnur á móti okkur, umhverfi sem gerir líf okkar á hverjum degi pínulítið erfiðara en það þyrfti að vera. Hart, grátt, einsleitt og lífvana umhverfi í óheppilegum mælikvörðum, sem oftar en ekki tekur lítið tillit til staðhátta, sögu og/eða menningar. Umhverfi sem hvorki gleður augað né hefur umgjörð eða veitir skjól. Umhverfi jafnvel án nægjanlegrar dagsbirtu. Umhverfi sem hvetur hvorki til hreyfingar og/eða útiveru né félagslegra samskipta eða býður upp á einveru og íhugun. Umhverfi sem oft virðist meira í þágu bíla en fólks, meira í þágu fjárhagslegs hagnaðar en velferðar, meira í þágu hraða, firringar og náttúruleysis en meðvitundar, samkenndar og ánægju. Margt af því umhverfi sem byggt er upp er án aðdráttarafls og tilgangs, það er skeytingarlaust gagnvart skynjun okkar og hugsun, tilfinningu, þörfum og atferli, hugar ekki að því hvernig við erum samsett af náttúrunnar hendi. Mig langar því að skora á þá stjórnmálamenn sem láta sig varða húsnæðisuppbyggingu og heilbrigði okkar allra, að hugsa hlutina í stærra samhengi og huga vel að því að binda þessa tvo málaflokka saman. Verkefnið er ekki bara að móta og byggja upp einhvers konar umhverfi, heldur að móta og byggja upp heilbrigt, uppbyggilegt og manneskjulegt umhverfi sem styður við okkur og hjálpar okkur í dagsins önn – þó ekki væri nema pínulítið á hverjum degi. Hönnun, skipulag og uppbygging byggðar er nefnilega heilbrigðismál og meginreglan er þessi: Gott umhverfi er gott fyrir okkur en slæmt umhverfi slæmt. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun