Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 4. nóvember 2024 07:08 Veðurstofan hefur spáð því að eldgos gæfi hafist í lok þessa mánaðar. Vísir/Vilhelm Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. „Það var skjálftavirkni sem hófst um klukkan hálf þrjú. Nokkuð þétt skjálftavirkni sem minnti mikið á upphafið að kvikuhlaupunum sem við höfum séð,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hún segir skjálftavirknina hafa verið á svipuðum stað og þétt. „Þetta voru þó allt litlir skjálftar. Svo var þetta að mestu leyti dáið niður hálftíma síðar. Ef þetta var byrjun á kvikuhlaupi hefur ekki verið nægur kraftur til að koma því af stað.“ Hún segir þetta óvenjulegt að því leyti að ekki væri búist við því að næg kvika væri búin að safnast fyrir svo að kvikuhlaup gæti átt sér stað. Magnið nálgist þó þau mörk. „Við höfum séð áður svona skjálftavirkni sem fer af stað sem minnir á upphaf kvikuhlaups en deyr svo út. Þetta er óvenjulegt miðað við síðustu vikur, en við höfum séð þetta áður.“ Engin merki um kvikuhlaup á öðrum mælum Salóme Jórunn segir að Veðurstofan hafi í kjölfarið virkjað að hluta til sitt innanhúss viðbragð í nótt og lét almannavarnir vita af aukinni skjálftavirkni og mögulegu kvikuhlaupi í nótt. Það var gert með þeim fyrirvara að ekki væri merki um kvikuhlaup á öðrum mælum. „Á aflögun eða ljósleiðara eða borholugögnum. Við létum vita og þegar við gátum rýnt stöðuna betur létum við vit að þetta væri líklega búið í bili.“ Í tilkynningu frá Veðurstofunni um stöðuna við Svartsengi þann 29. október, sem er síðasta tilkynning þeirra, kom fram að út frá nýju mati á kvikusöfnun mætti reikna með nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í lok nóvember. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Grindavíkurbær stefnir í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki komið til móts við bæjarsjóð að mati Grindavíkurnefndar. Bæjarstjóri segir óvissu um framlengingu ýmissa stuðningsúrræða ótæka. Innviðaráðherra segir margar stórar ákvarðanir um áframhaldandi stuðning bíða nýrrar ríkisstjórnar. 1. nóvember 2024 13:10 Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Grindavíkurnefnd segir hættu á að bærinn fari í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki brugðist við. Bærinn geti verið rekinn í 1,5 til tveggja milljarða halla á næsta ári. Bæjarstjórn Grindavíkur skorar á þingmenn að samþykkja lagabreytingar sem varða afkomu og húsnæðismál Grindvíkinga sem allra fyrst og á yfirstandandi þingi. 1. nóvember 2024 08:28 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
„Það var skjálftavirkni sem hófst um klukkan hálf þrjú. Nokkuð þétt skjálftavirkni sem minnti mikið á upphafið að kvikuhlaupunum sem við höfum séð,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hún segir skjálftavirknina hafa verið á svipuðum stað og þétt. „Þetta voru þó allt litlir skjálftar. Svo var þetta að mestu leyti dáið niður hálftíma síðar. Ef þetta var byrjun á kvikuhlaupi hefur ekki verið nægur kraftur til að koma því af stað.“ Hún segir þetta óvenjulegt að því leyti að ekki væri búist við því að næg kvika væri búin að safnast fyrir svo að kvikuhlaup gæti átt sér stað. Magnið nálgist þó þau mörk. „Við höfum séð áður svona skjálftavirkni sem fer af stað sem minnir á upphaf kvikuhlaups en deyr svo út. Þetta er óvenjulegt miðað við síðustu vikur, en við höfum séð þetta áður.“ Engin merki um kvikuhlaup á öðrum mælum Salóme Jórunn segir að Veðurstofan hafi í kjölfarið virkjað að hluta til sitt innanhúss viðbragð í nótt og lét almannavarnir vita af aukinni skjálftavirkni og mögulegu kvikuhlaupi í nótt. Það var gert með þeim fyrirvara að ekki væri merki um kvikuhlaup á öðrum mælum. „Á aflögun eða ljósleiðara eða borholugögnum. Við létum vita og þegar við gátum rýnt stöðuna betur létum við vit að þetta væri líklega búið í bili.“ Í tilkynningu frá Veðurstofunni um stöðuna við Svartsengi þann 29. október, sem er síðasta tilkynning þeirra, kom fram að út frá nýju mati á kvikusöfnun mætti reikna með nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í lok nóvember.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Grindavíkurbær stefnir í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki komið til móts við bæjarsjóð að mati Grindavíkurnefndar. Bæjarstjóri segir óvissu um framlengingu ýmissa stuðningsúrræða ótæka. Innviðaráðherra segir margar stórar ákvarðanir um áframhaldandi stuðning bíða nýrrar ríkisstjórnar. 1. nóvember 2024 13:10 Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Grindavíkurnefnd segir hættu á að bærinn fari í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki brugðist við. Bærinn geti verið rekinn í 1,5 til tveggja milljarða halla á næsta ári. Bæjarstjórn Grindavíkur skorar á þingmenn að samþykkja lagabreytingar sem varða afkomu og húsnæðismál Grindvíkinga sem allra fyrst og á yfirstandandi þingi. 1. nóvember 2024 08:28 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
„Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Grindavíkurbær stefnir í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki komið til móts við bæjarsjóð að mati Grindavíkurnefndar. Bæjarstjóri segir óvissu um framlengingu ýmissa stuðningsúrræða ótæka. Innviðaráðherra segir margar stórar ákvarðanir um áframhaldandi stuðning bíða nýrrar ríkisstjórnar. 1. nóvember 2024 13:10
Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Grindavíkurnefnd segir hættu á að bærinn fari í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki brugðist við. Bærinn geti verið rekinn í 1,5 til tveggja milljarða halla á næsta ári. Bæjarstjórn Grindavíkur skorar á þingmenn að samþykkja lagabreytingar sem varða afkomu og húsnæðismál Grindvíkinga sem allra fyrst og á yfirstandandi þingi. 1. nóvember 2024 08:28