Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar 4. nóvember 2024 07:47 Örugg og öflug heilbrigðisþjónusta er grundvallaforsenda fyrir sjálfbærni hinna dreifðu byggða um land allt. Það er jafnframt réttur allra íbúa landsins að hafa heilsugæslu í nærumhverfi sínu enda er það sjálfsagður liður í byggðaþróun. Árið 2018 var lögð fram skýrsla Ríkisendurskoðunar um Heilsugæslu á landsbyggðinni í kjölfar stjórnsýsluúttektar stofnunarinnar. Í niðurstöðum skýrslunnar kom m.a. fram að grípa verði til markvissra aðgerða til að bregðast við læknaskorti á landsbyggðinni en einnig mikilvægi þess að gengið væri sem fyrst frá heildstæðri heilbrigðisstefnu þar sem þjónusta heilsugæslustöðva á landsbyggðinni yrði skilgreind. Það er þó staðreynd að gengið hafi brösuglega að tryggja fastráðningu heimilislækna á starfsstöðvum heilbrigðisstofnana víða um land. Þessi mönnunarvandi heilbrigðisþjónustu er ein stærsta áskorun íslensks samfélags. Það er áhugaverð staðreynd sem kom fram í framangreindri skýrslu Ríkisendurskoðunar að rétt rúmlega helmingur stöðugilda heimilislækna á landsbyggðinni er mannaður af fastráðnum læknum en verktakar manna rúmlega fjórðung stöðugilda og um fimmtungur stöðugilda er ekki mannaður. Eins og kom fram í grein sem birtist í Læknablaðinu árið 2022 þá er fyrirséð að á árinu 2032 verði um 32 fastráðnir læknar komnir á eftirlaun, eða um 33% og að ljóst sé að ef ekkert er gert muni staðan á landsbyggðinni versna þar sem endurnýjunin er ekki nægjanleg.[1] Auk þess er ljóst að sífellt fleiri læknar velji að starfa erlendis í stað þess að flytja heim að námi loknu. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að fólk vill geta sótt sem mesta heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð.[2] Mönnunarvanda á Íslandi er svo mætt af ríkisstjórninni með því að draga úr nærþjónustu – fjarheilbrigðisþjónusta er þróuð og heilbrigðisþjónusta flutt í síauknum mæli til höfuðborgarsvæðisins. Flokkur fólksins vill hins vegar tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Úti á landi eru heimilislæknar í dagvinnu á virkum dögum og á gæsluvöktum frá lokum starfsdags til næsta morguns.[3] Þá þurfa þeir gjarnan að mæta til vinnu næsta morgun óháð því hvort þeir hafi þurft að sinna útköllum nóttina áður. Slíkt vinnuálag dregur úr vilja lækna til að starfa á landsbyggðinni. Ef tekst að manna stöðugildi lækna á landsbyggðinni með viðhlítandi hætti er mögulegt að hægt verði að draga úr því mikla vinnuálagi sem hefur skapast í þeirri manneklu sem nú ríkir. Yfir 800 íslenskir læknar starfa erlendis og eflaust myndu margir þeirra vilja flytja aftur í sína heimabyggð ef kjör og vinnuaðstæður væru viðunandi. Það er fullkomlega ljóst að ef ekkert er gert þá muni staðan á landsbyggðinni versna þar sem endurnýjun á fastráðnum læknum er ekki nægjanleg og heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni neyðast til að ráða til sín lækna í verktöku síauknum mæli. Við í Flokki fólksins viljum auka fastráðnum læknum með jákvæðum hvötum. Sveitarfélög í landsbyggðinni hafa kallað eftir samstarfi við heilbrigðisstofnanir til að tryggja mönnun læknisþjónustu til að koma í veg fyrir að fólk þurfi að ferðast langar vegalengdir til að fá læknisþjónustu. Ljóst er að sveitarfélög í sama landshluta eða héraði geta unnið saman að því að laða til sín lækna og ráða þá í fullt starf. Til þess að auglýst læknisstörf á landsbyggðinni verði eftirsóknarverðari þarf að koma á samstarfi milli heilbrigðisstofnana og sveitarfélaga, en það þarf aðkomu stjórnvalda til að koma á slíku samstarfi með formlegum hætti. Eins og greint hefur verið að framan þá eru ríkar ástæður til að hafa áhyggjur af þróun læknisþjónustu á landsbyggðinni. Heilbrigðisyfirvöld geta tryggt læknisstörf með góðum launum, samkeppnishæfum vinnuskilyrðum og öðrum hvötum svo að læknar kjósi að starfa á landsbyggðinni. Af þessari ástæðu lögðum við fram þingsályktunartillögu á síðustu tveimur löggjafarþingum um að heilbrigðisstjórnvöld hefji samstarfsverkefni við valin sveitarfélög á landsbyggðinni með það að markmiði að tryggja að við hverja starfsstöð heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni starfi fastráðnir heimilislæknar. Samstarfsverkefnið gæti orðið fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög á landsbyggðinni og verið í stöðugri þróun. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. [1] Mönnun lækna á landsbyggðinni. Ingvar Freyr Ingvarsson, Steinunn Þórðardóttir og Súsanna Björg Ástvaldsdóttir. Læknablaðið, 6. tölublað, 108. árangur. [2] Byggðastefna og heilbrigðisþjónusta. Orri Þór Ormarsson. Læknablaðið, 11. tölublað, 101. árgangur. [3] Ómannaðar vaktir lækna. Dögg Pálsdóttir. Læknablaðið, 8. tölublað, 109. árgangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Heilbrigðismál Byggðamál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Örugg og öflug heilbrigðisþjónusta er grundvallaforsenda fyrir sjálfbærni hinna dreifðu byggða um land allt. Það er jafnframt réttur allra íbúa landsins að hafa heilsugæslu í nærumhverfi sínu enda er það sjálfsagður liður í byggðaþróun. Árið 2018 var lögð fram skýrsla Ríkisendurskoðunar um Heilsugæslu á landsbyggðinni í kjölfar stjórnsýsluúttektar stofnunarinnar. Í niðurstöðum skýrslunnar kom m.a. fram að grípa verði til markvissra aðgerða til að bregðast við læknaskorti á landsbyggðinni en einnig mikilvægi þess að gengið væri sem fyrst frá heildstæðri heilbrigðisstefnu þar sem þjónusta heilsugæslustöðva á landsbyggðinni yrði skilgreind. Það er þó staðreynd að gengið hafi brösuglega að tryggja fastráðningu heimilislækna á starfsstöðvum heilbrigðisstofnana víða um land. Þessi mönnunarvandi heilbrigðisþjónustu er ein stærsta áskorun íslensks samfélags. Það er áhugaverð staðreynd sem kom fram í framangreindri skýrslu Ríkisendurskoðunar að rétt rúmlega helmingur stöðugilda heimilislækna á landsbyggðinni er mannaður af fastráðnum læknum en verktakar manna rúmlega fjórðung stöðugilda og um fimmtungur stöðugilda er ekki mannaður. Eins og kom fram í grein sem birtist í Læknablaðinu árið 2022 þá er fyrirséð að á árinu 2032 verði um 32 fastráðnir læknar komnir á eftirlaun, eða um 33% og að ljóst sé að ef ekkert er gert muni staðan á landsbyggðinni versna þar sem endurnýjunin er ekki nægjanleg.[1] Auk þess er ljóst að sífellt fleiri læknar velji að starfa erlendis í stað þess að flytja heim að námi loknu. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að fólk vill geta sótt sem mesta heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð.[2] Mönnunarvanda á Íslandi er svo mætt af ríkisstjórninni með því að draga úr nærþjónustu – fjarheilbrigðisþjónusta er þróuð og heilbrigðisþjónusta flutt í síauknum mæli til höfuðborgarsvæðisins. Flokkur fólksins vill hins vegar tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Úti á landi eru heimilislæknar í dagvinnu á virkum dögum og á gæsluvöktum frá lokum starfsdags til næsta morguns.[3] Þá þurfa þeir gjarnan að mæta til vinnu næsta morgun óháð því hvort þeir hafi þurft að sinna útköllum nóttina áður. Slíkt vinnuálag dregur úr vilja lækna til að starfa á landsbyggðinni. Ef tekst að manna stöðugildi lækna á landsbyggðinni með viðhlítandi hætti er mögulegt að hægt verði að draga úr því mikla vinnuálagi sem hefur skapast í þeirri manneklu sem nú ríkir. Yfir 800 íslenskir læknar starfa erlendis og eflaust myndu margir þeirra vilja flytja aftur í sína heimabyggð ef kjör og vinnuaðstæður væru viðunandi. Það er fullkomlega ljóst að ef ekkert er gert þá muni staðan á landsbyggðinni versna þar sem endurnýjun á fastráðnum læknum er ekki nægjanleg og heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni neyðast til að ráða til sín lækna í verktöku síauknum mæli. Við í Flokki fólksins viljum auka fastráðnum læknum með jákvæðum hvötum. Sveitarfélög í landsbyggðinni hafa kallað eftir samstarfi við heilbrigðisstofnanir til að tryggja mönnun læknisþjónustu til að koma í veg fyrir að fólk þurfi að ferðast langar vegalengdir til að fá læknisþjónustu. Ljóst er að sveitarfélög í sama landshluta eða héraði geta unnið saman að því að laða til sín lækna og ráða þá í fullt starf. Til þess að auglýst læknisstörf á landsbyggðinni verði eftirsóknarverðari þarf að koma á samstarfi milli heilbrigðisstofnana og sveitarfélaga, en það þarf aðkomu stjórnvalda til að koma á slíku samstarfi með formlegum hætti. Eins og greint hefur verið að framan þá eru ríkar ástæður til að hafa áhyggjur af þróun læknisþjónustu á landsbyggðinni. Heilbrigðisyfirvöld geta tryggt læknisstörf með góðum launum, samkeppnishæfum vinnuskilyrðum og öðrum hvötum svo að læknar kjósi að starfa á landsbyggðinni. Af þessari ástæðu lögðum við fram þingsályktunartillögu á síðustu tveimur löggjafarþingum um að heilbrigðisstjórnvöld hefji samstarfsverkefni við valin sveitarfélög á landsbyggðinni með það að markmiði að tryggja að við hverja starfsstöð heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni starfi fastráðnir heimilislæknar. Samstarfsverkefnið gæti orðið fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög á landsbyggðinni og verið í stöðugri þróun. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. [1] Mönnun lækna á landsbyggðinni. Ingvar Freyr Ingvarsson, Steinunn Þórðardóttir og Súsanna Björg Ástvaldsdóttir. Læknablaðið, 6. tölublað, 108. árangur. [2] Byggðastefna og heilbrigðisþjónusta. Orri Þór Ormarsson. Læknablaðið, 11. tölublað, 101. árgangur. [3] Ómannaðar vaktir lækna. Dögg Pálsdóttir. Læknablaðið, 8. tölublað, 109. árgangur.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun