Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2024 17:38 Ekki sáust vísbendingar um að kvika hafi farið frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. vísir/vilhelm Kvikusöfnun heldur áfram á Reykjanesskaga en síðdegis í dag höfðu engir skjálftar mælst frá því að smáskjálftahrina varð á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells í nótt. Staðsetning skjálftanna var á svipuðum slóðum og við upphaf síðustu kvikuhlaupa og var viðbragð Veðurstofunnar virkjað í stuttan tíma vegna mögulegs kvikuhlaups. Um hálftíma síðar var ljóst að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Kortið sýnir staðsetningu jarðskjálfta á milli kl. 2 og 4 í nótt. Dökkrauðar línur eru gossprungur á Sundhnúksgígaröðinni frá desember 2023 til ágúst 2024. Rauða línan er sá hluti gossprungunnar sem var lengst virkur í síðasta eldgosi. Gráa þekjan sýnir útbreiðslu hraunsins sem myndaðist í síðasta eldgosi frá 22. ágúst til 5. september.Veðurstofa Íslands Skammvinn skjálftahrina Engin merki um aflögun eða þrýstingsbreytingar sáust á GPS-mælum, ljósleiðara eða í borholum HS-Orku sem væru merki um kvikuhlaup, að sögn Veðurstofunnar. Þegar kvika hefur hlaupið frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina eru þessi mælitæki sögð hafa sýnt skýr merki um það. Fram kemur í tilkynningu að skjálftavirknin sé mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð. Skjálftahrinan var skammvinn og mældust rúmlega tuttugu skjálftar um og undir 1,0 að stærð á 3 til 6 kílómetra dýpi á milli klukkan 2 til 3 í nótt. Mögulega von á eldgosi í lok nóvember Ein möguleg skýring á skjálftavirkninni í nótt eru kvikuhreyfingar sem stöðvuðust áður en kom til kvikuhlaups, að sögn Veðurstofunnar. Engin merki um breytingar á kvikusöfnuninni undir Svartsengi hafi komið fram á mælum í kjölfar skjálftahrinunnar. Í samræmi við viðbragðsáætlunum Veðurstofunnar var almannavörnum tilkynnt um skjálftahrinuna í nótt og að sérfræðingar könnuðu möguleika á kvikuhlaupi. Þar sem ekki sáust nein önnur merki um kvikuhlaup var ákveðið að grípa ekki til frekari ráðstafana. Veðurstofan hefur áður gefið út að reikna megi með að líkur fari að aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga í lok nóvember. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. 4. nóvember 2024 07:08 Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Út frá nýju hættu mati Veðurstofunnar vegna kvikusöfnunar í Svartsengi má reikna með að líkur fari að aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga í lok nóvember. Landris og kvikusöfnun hefur verið á stöðugum hraða síðustu vikur. 29. október 2024 16:30 Heilt ár af samfelldu landrisi í Svartsengi Nú um helgina er ár frá því að landris hófst í Svartsengi. Landrisið hófst af miklum krafti 27. október í fyrra og hefur innstreymi kviku inn í jarðskorpuna nú verið samfellt í heilt ár. 26. október 2024 14:16 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Staðsetning skjálftanna var á svipuðum slóðum og við upphaf síðustu kvikuhlaupa og var viðbragð Veðurstofunnar virkjað í stuttan tíma vegna mögulegs kvikuhlaups. Um hálftíma síðar var ljóst að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Kortið sýnir staðsetningu jarðskjálfta á milli kl. 2 og 4 í nótt. Dökkrauðar línur eru gossprungur á Sundhnúksgígaröðinni frá desember 2023 til ágúst 2024. Rauða línan er sá hluti gossprungunnar sem var lengst virkur í síðasta eldgosi. Gráa þekjan sýnir útbreiðslu hraunsins sem myndaðist í síðasta eldgosi frá 22. ágúst til 5. september.Veðurstofa Íslands Skammvinn skjálftahrina Engin merki um aflögun eða þrýstingsbreytingar sáust á GPS-mælum, ljósleiðara eða í borholum HS-Orku sem væru merki um kvikuhlaup, að sögn Veðurstofunnar. Þegar kvika hefur hlaupið frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina eru þessi mælitæki sögð hafa sýnt skýr merki um það. Fram kemur í tilkynningu að skjálftavirknin sé mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð. Skjálftahrinan var skammvinn og mældust rúmlega tuttugu skjálftar um og undir 1,0 að stærð á 3 til 6 kílómetra dýpi á milli klukkan 2 til 3 í nótt. Mögulega von á eldgosi í lok nóvember Ein möguleg skýring á skjálftavirkninni í nótt eru kvikuhreyfingar sem stöðvuðust áður en kom til kvikuhlaups, að sögn Veðurstofunnar. Engin merki um breytingar á kvikusöfnuninni undir Svartsengi hafi komið fram á mælum í kjölfar skjálftahrinunnar. Í samræmi við viðbragðsáætlunum Veðurstofunnar var almannavörnum tilkynnt um skjálftahrinuna í nótt og að sérfræðingar könnuðu möguleika á kvikuhlaupi. Þar sem ekki sáust nein önnur merki um kvikuhlaup var ákveðið að grípa ekki til frekari ráðstafana. Veðurstofan hefur áður gefið út að reikna megi með að líkur fari að aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga í lok nóvember.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. 4. nóvember 2024 07:08 Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Út frá nýju hættu mati Veðurstofunnar vegna kvikusöfnunar í Svartsengi má reikna með að líkur fari að aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga í lok nóvember. Landris og kvikusöfnun hefur verið á stöðugum hraða síðustu vikur. 29. október 2024 16:30 Heilt ár af samfelldu landrisi í Svartsengi Nú um helgina er ár frá því að landris hófst í Svartsengi. Landrisið hófst af miklum krafti 27. október í fyrra og hefur innstreymi kviku inn í jarðskorpuna nú verið samfellt í heilt ár. 26. október 2024 14:16 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. 4. nóvember 2024 07:08
Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Út frá nýju hættu mati Veðurstofunnar vegna kvikusöfnunar í Svartsengi má reikna með að líkur fari að aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga í lok nóvember. Landris og kvikusöfnun hefur verið á stöðugum hraða síðustu vikur. 29. október 2024 16:30
Heilt ár af samfelldu landrisi í Svartsengi Nú um helgina er ár frá því að landris hófst í Svartsengi. Landrisið hófst af miklum krafti 27. október í fyrra og hefur innstreymi kviku inn í jarðskorpuna nú verið samfellt í heilt ár. 26. október 2024 14:16