Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2024 12:19 Hreindýr að snæðingi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Sæmundur Jón Jónsson, frístundabóndi á Þingskálum í sveitarfélaginu Hornafirði, fylgdist með fimmtán mínútna stríði þriggja veiðimanna við hreindýr í bakgarðinum hjá sér í morgun. Hann setur stórt spurningamerki við veiðarnar. Veiðarnar koma líklega mörgum spánskt fyrir sjónir enda lauk hreindýraveiðitímabili haustsins þann 20. september. Alls voru 769 dýr felld af þeim 776 sem veiða átti í haust. Eftir stóðu hins vegar nóvemberveiðar á hreinkúm á tveimur syðstu veiðisvæðunum þar sem gefið var út leyfi fyrir veiðum á 24 kúm fyrstu tuttugu dagana í nóvember. Þrír veiðimenn mættir í „bakgarðinn“ Ein af þessum 24 hreinkúm var felld í fimm hundruð metra fjarlægð frá bóndabæ Sæmundar í morgun. Hann lýsir atburðarásinni eins og hún blasti við honum í færslu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. „Rétt í þessu varð ég vitni að ógeðslegum verknaði hérna í bakgarðinum hjá mér. Hingað mættu þrír karlmenn með alvæpni greinilega komnir að elta hreindýrahjörð,“ segir Sæmundur Jón í færslunni. „Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að dýrin væru drepin í einu skoti og ef það klikkaði þá grípi leiðsögumaðurinn inn í og lógi dýrinu,“ segir Sæmundur Jón. „Við máttum hins vegar horfa upp á rúmlega 15 mínútna dauðastríð dýrsins þar sem dýrið var ennþá á fótum og ég taldi a.m.k sex skot, ég hefði sennilega verið fljótari að lóga dýrinu með því að elta það uppi með eldhúshnífnum.“ Undantekning og allir að reyna sitt besta Hann bætir þó við að hans óþægilega upplifun af því að menn birtist í innan við fimm hundruð metra fjarlægð frá húsi hans og byrji að skjóta úr rifflum blikir í samnburði við þær þjáningar sem dýrið hafi mátt þola. „Ég hef ekki verið mikill aðdáandi hreindýra en set stórt spurningarmerki við veiðar eftir að hafa orðið vitni af þessu.“ Ekki náðist í Sæmund Jón við vinnslu fréttarinnar. Ýmsir veiðimenn taka til máls í umræðum við færslu Sæmundar og segja um algjöra undantekningu að ræða þegar komi að hreindýraveiðum. Að tvö skot þurfi til, hvað þá meira, heyri til undantekninga. Stundum verði mannleg mistök en allir reyni sitt besta. Enginn leiki sér að því að pynta bráð sína. Skotveiði Sveitarfélagið Hornafjörður Dýr Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Veiðarnar koma líklega mörgum spánskt fyrir sjónir enda lauk hreindýraveiðitímabili haustsins þann 20. september. Alls voru 769 dýr felld af þeim 776 sem veiða átti í haust. Eftir stóðu hins vegar nóvemberveiðar á hreinkúm á tveimur syðstu veiðisvæðunum þar sem gefið var út leyfi fyrir veiðum á 24 kúm fyrstu tuttugu dagana í nóvember. Þrír veiðimenn mættir í „bakgarðinn“ Ein af þessum 24 hreinkúm var felld í fimm hundruð metra fjarlægð frá bóndabæ Sæmundar í morgun. Hann lýsir atburðarásinni eins og hún blasti við honum í færslu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. „Rétt í þessu varð ég vitni að ógeðslegum verknaði hérna í bakgarðinum hjá mér. Hingað mættu þrír karlmenn með alvæpni greinilega komnir að elta hreindýrahjörð,“ segir Sæmundur Jón í færslunni. „Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að dýrin væru drepin í einu skoti og ef það klikkaði þá grípi leiðsögumaðurinn inn í og lógi dýrinu,“ segir Sæmundur Jón. „Við máttum hins vegar horfa upp á rúmlega 15 mínútna dauðastríð dýrsins þar sem dýrið var ennþá á fótum og ég taldi a.m.k sex skot, ég hefði sennilega verið fljótari að lóga dýrinu með því að elta það uppi með eldhúshnífnum.“ Undantekning og allir að reyna sitt besta Hann bætir þó við að hans óþægilega upplifun af því að menn birtist í innan við fimm hundruð metra fjarlægð frá húsi hans og byrji að skjóta úr rifflum blikir í samnburði við þær þjáningar sem dýrið hafi mátt þola. „Ég hef ekki verið mikill aðdáandi hreindýra en set stórt spurningarmerki við veiðar eftir að hafa orðið vitni af þessu.“ Ekki náðist í Sæmund Jón við vinnslu fréttarinnar. Ýmsir veiðimenn taka til máls í umræðum við færslu Sæmundar og segja um algjöra undantekningu að ræða þegar komi að hreindýraveiðum. Að tvö skot þurfi til, hvað þá meira, heyri til undantekninga. Stundum verði mannleg mistök en allir reyni sitt besta. Enginn leiki sér að því að pynta bráð sína.
Skotveiði Sveitarfélagið Hornafjörður Dýr Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira