Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar 7. nóvember 2024 07:46 Frá því kvótakerfið var lögfest árið 1983 hefur okkur aldrei tekist að uppfylla markmið kvótakerfisins, sem var að auka veiði. Árin fyrir lögfestingu kvótakerfisins veiddust yfirleitt um 400.000 tonn af þorski á ári og studdum mun meira, en síðan kvótakerfið tók gildi þá heyrir það til undantekninga að þorskaflinn nái yfir 200.000 tonn. Loforðið var að með því að kvótasetja eða binda veiðarnar við ákveðið magn hverju sinni þá munum við efla fiskstofnana og þegar upp væri staðið ætti aflinn a.m.k. að hafa tvöfaldast á fimm til átta árum, hann átti a.m.k. að ná í 500.000 tonn. Hér erum við árið 2024, enn með okkar 200.000 tonn. Forsendan fyrir kvótakerfinu brást, og því ættum við að hugsa sjávarútvegskerfið okkar upp á nýtt. Við í Flokki fólksins höfum barist fyrir því frá stofnun flokksins, að handfæraveiðar verði gerðar frjálsar. Það er ekki flóknara en það. Við verðum að bera virðingu fyrir hinum brothættu sjávarbyggðum hringinn í kringum landið sem byggja tilvist sína á nálægð við fiskimiðin og fjölbreyttum hópi strandveiðimanna. Án sjávarbyggða landsins er Ísland fátækara samfélag og án strandveiðimanna og smáútgerða þeirra sem eru ein grunnstoðum þessara byggða. Við viljum að stjórnvöld viðurkenni það arðrán sem hefur átt sér stað í litlum sjávarplássum sem eiga mörg hver í dag í vök að verjast. Þessi litlu samfélög, sem hafa reitt sig á sjóinn öldum saman og tilvera þeirra byggist á, hafa þurft að horfa upp á að undirstöðu byggðanna hefur verið kippt undan þeim. Atvinnufrelsi íbúanna hefur verið tekið frá þeim. Það er sárara en tárum taki að þurfa að horfa upp á hvernig sérfræðingar að sunnan, sem telja sig vita allt betur en sjómenn og heimamenn, hafa með ráðgjöf sinni og reglusetningu vegið hart að áður blómlegum sjávarbyggðum. Eitt er það sem við vitum öll. Krókaveiði strandveiðibáta mun aldrei ógna fiskistofnum og lífríkinu í kringum landið. Því skortir rök fyrir takmörkun á atvinnufrelsi íbúa sjávarbyggðanna til handfæraveiða. Í lagi er að koma með stækkandi vélarafl og skrapa hér botninn, eyðileggja kóralana og lífríki sjávarbotns án gagnrýni sérfræðinga. En svo þegar strandveiðibátar fara í dagróður með króka og er öllu skellt í lás um mitt sumar. Furðulegt er hvernig í stjórnvöldum dettur í hug að ráðast svona að strandveiðimönnum sem flestallir búa einmitt í þessum litlu sjávarbyggðum. Það er ósanngjarnt, það er óréttlátt, það er óskilvirkt og það er eiginlega til háborinnar skammar hvernig komið er fram við þessa atvinnugrein. Það getur vart talist þjóðhagslega hagkvæmt að á hverju einasta sumri skuli í rauninni vera slengt gjörsamlega í lás hjá atvinnugrein strandveiðisjómanna, sem óumdeilt hefur reynst mikil lyftistöng fyrir hinar brothættu sjávarbyggðir. Gefum frjálsar handfæraveiðar. Það myndi skipta gríðarlega miklu máli og það myndi gjörbreyta starfsumhverfi og lífinu í sjárvarbyggðunum, oft litlum sjávarplássum sem eiga í vök að verjast. Höfundur er þingmaður og oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjávarútvegur Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því kvótakerfið var lögfest árið 1983 hefur okkur aldrei tekist að uppfylla markmið kvótakerfisins, sem var að auka veiði. Árin fyrir lögfestingu kvótakerfisins veiddust yfirleitt um 400.000 tonn af þorski á ári og studdum mun meira, en síðan kvótakerfið tók gildi þá heyrir það til undantekninga að þorskaflinn nái yfir 200.000 tonn. Loforðið var að með því að kvótasetja eða binda veiðarnar við ákveðið magn hverju sinni þá munum við efla fiskstofnana og þegar upp væri staðið ætti aflinn a.m.k. að hafa tvöfaldast á fimm til átta árum, hann átti a.m.k. að ná í 500.000 tonn. Hér erum við árið 2024, enn með okkar 200.000 tonn. Forsendan fyrir kvótakerfinu brást, og því ættum við að hugsa sjávarútvegskerfið okkar upp á nýtt. Við í Flokki fólksins höfum barist fyrir því frá stofnun flokksins, að handfæraveiðar verði gerðar frjálsar. Það er ekki flóknara en það. Við verðum að bera virðingu fyrir hinum brothættu sjávarbyggðum hringinn í kringum landið sem byggja tilvist sína á nálægð við fiskimiðin og fjölbreyttum hópi strandveiðimanna. Án sjávarbyggða landsins er Ísland fátækara samfélag og án strandveiðimanna og smáútgerða þeirra sem eru ein grunnstoðum þessara byggða. Við viljum að stjórnvöld viðurkenni það arðrán sem hefur átt sér stað í litlum sjávarplássum sem eiga mörg hver í dag í vök að verjast. Þessi litlu samfélög, sem hafa reitt sig á sjóinn öldum saman og tilvera þeirra byggist á, hafa þurft að horfa upp á að undirstöðu byggðanna hefur verið kippt undan þeim. Atvinnufrelsi íbúanna hefur verið tekið frá þeim. Það er sárara en tárum taki að þurfa að horfa upp á hvernig sérfræðingar að sunnan, sem telja sig vita allt betur en sjómenn og heimamenn, hafa með ráðgjöf sinni og reglusetningu vegið hart að áður blómlegum sjávarbyggðum. Eitt er það sem við vitum öll. Krókaveiði strandveiðibáta mun aldrei ógna fiskistofnum og lífríkinu í kringum landið. Því skortir rök fyrir takmörkun á atvinnufrelsi íbúa sjávarbyggðanna til handfæraveiða. Í lagi er að koma með stækkandi vélarafl og skrapa hér botninn, eyðileggja kóralana og lífríki sjávarbotns án gagnrýni sérfræðinga. En svo þegar strandveiðibátar fara í dagróður með króka og er öllu skellt í lás um mitt sumar. Furðulegt er hvernig í stjórnvöldum dettur í hug að ráðast svona að strandveiðimönnum sem flestallir búa einmitt í þessum litlu sjávarbyggðum. Það er ósanngjarnt, það er óréttlátt, það er óskilvirkt og það er eiginlega til háborinnar skammar hvernig komið er fram við þessa atvinnugrein. Það getur vart talist þjóðhagslega hagkvæmt að á hverju einasta sumri skuli í rauninni vera slengt gjörsamlega í lás hjá atvinnugrein strandveiðisjómanna, sem óumdeilt hefur reynst mikil lyftistöng fyrir hinar brothættu sjávarbyggðir. Gefum frjálsar handfæraveiðar. Það myndi skipta gríðarlega miklu máli og það myndi gjörbreyta starfsumhverfi og lífinu í sjárvarbyggðunum, oft litlum sjávarplássum sem eiga í vök að verjast. Höfundur er þingmaður og oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun