Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar 7. nóvember 2024 07:46 Frá því kvótakerfið var lögfest árið 1983 hefur okkur aldrei tekist að uppfylla markmið kvótakerfisins, sem var að auka veiði. Árin fyrir lögfestingu kvótakerfisins veiddust yfirleitt um 400.000 tonn af þorski á ári og studdum mun meira, en síðan kvótakerfið tók gildi þá heyrir það til undantekninga að þorskaflinn nái yfir 200.000 tonn. Loforðið var að með því að kvótasetja eða binda veiðarnar við ákveðið magn hverju sinni þá munum við efla fiskstofnana og þegar upp væri staðið ætti aflinn a.m.k. að hafa tvöfaldast á fimm til átta árum, hann átti a.m.k. að ná í 500.000 tonn. Hér erum við árið 2024, enn með okkar 200.000 tonn. Forsendan fyrir kvótakerfinu brást, og því ættum við að hugsa sjávarútvegskerfið okkar upp á nýtt. Við í Flokki fólksins höfum barist fyrir því frá stofnun flokksins, að handfæraveiðar verði gerðar frjálsar. Það er ekki flóknara en það. Við verðum að bera virðingu fyrir hinum brothættu sjávarbyggðum hringinn í kringum landið sem byggja tilvist sína á nálægð við fiskimiðin og fjölbreyttum hópi strandveiðimanna. Án sjávarbyggða landsins er Ísland fátækara samfélag og án strandveiðimanna og smáútgerða þeirra sem eru ein grunnstoðum þessara byggða. Við viljum að stjórnvöld viðurkenni það arðrán sem hefur átt sér stað í litlum sjávarplássum sem eiga mörg hver í dag í vök að verjast. Þessi litlu samfélög, sem hafa reitt sig á sjóinn öldum saman og tilvera þeirra byggist á, hafa þurft að horfa upp á að undirstöðu byggðanna hefur verið kippt undan þeim. Atvinnufrelsi íbúanna hefur verið tekið frá þeim. Það er sárara en tárum taki að þurfa að horfa upp á hvernig sérfræðingar að sunnan, sem telja sig vita allt betur en sjómenn og heimamenn, hafa með ráðgjöf sinni og reglusetningu vegið hart að áður blómlegum sjávarbyggðum. Eitt er það sem við vitum öll. Krókaveiði strandveiðibáta mun aldrei ógna fiskistofnum og lífríkinu í kringum landið. Því skortir rök fyrir takmörkun á atvinnufrelsi íbúa sjávarbyggðanna til handfæraveiða. Í lagi er að koma með stækkandi vélarafl og skrapa hér botninn, eyðileggja kóralana og lífríki sjávarbotns án gagnrýni sérfræðinga. En svo þegar strandveiðibátar fara í dagróður með króka og er öllu skellt í lás um mitt sumar. Furðulegt er hvernig í stjórnvöldum dettur í hug að ráðast svona að strandveiðimönnum sem flestallir búa einmitt í þessum litlu sjávarbyggðum. Það er ósanngjarnt, það er óréttlátt, það er óskilvirkt og það er eiginlega til háborinnar skammar hvernig komið er fram við þessa atvinnugrein. Það getur vart talist þjóðhagslega hagkvæmt að á hverju einasta sumri skuli í rauninni vera slengt gjörsamlega í lás hjá atvinnugrein strandveiðisjómanna, sem óumdeilt hefur reynst mikil lyftistöng fyrir hinar brothættu sjávarbyggðir. Gefum frjálsar handfæraveiðar. Það myndi skipta gríðarlega miklu máli og það myndi gjörbreyta starfsumhverfi og lífinu í sjárvarbyggðunum, oft litlum sjávarplássum sem eiga í vök að verjast. Höfundur er þingmaður og oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjávarútvegur Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Frá því kvótakerfið var lögfest árið 1983 hefur okkur aldrei tekist að uppfylla markmið kvótakerfisins, sem var að auka veiði. Árin fyrir lögfestingu kvótakerfisins veiddust yfirleitt um 400.000 tonn af þorski á ári og studdum mun meira, en síðan kvótakerfið tók gildi þá heyrir það til undantekninga að þorskaflinn nái yfir 200.000 tonn. Loforðið var að með því að kvótasetja eða binda veiðarnar við ákveðið magn hverju sinni þá munum við efla fiskstofnana og þegar upp væri staðið ætti aflinn a.m.k. að hafa tvöfaldast á fimm til átta árum, hann átti a.m.k. að ná í 500.000 tonn. Hér erum við árið 2024, enn með okkar 200.000 tonn. Forsendan fyrir kvótakerfinu brást, og því ættum við að hugsa sjávarútvegskerfið okkar upp á nýtt. Við í Flokki fólksins höfum barist fyrir því frá stofnun flokksins, að handfæraveiðar verði gerðar frjálsar. Það er ekki flóknara en það. Við verðum að bera virðingu fyrir hinum brothættu sjávarbyggðum hringinn í kringum landið sem byggja tilvist sína á nálægð við fiskimiðin og fjölbreyttum hópi strandveiðimanna. Án sjávarbyggða landsins er Ísland fátækara samfélag og án strandveiðimanna og smáútgerða þeirra sem eru ein grunnstoðum þessara byggða. Við viljum að stjórnvöld viðurkenni það arðrán sem hefur átt sér stað í litlum sjávarplássum sem eiga mörg hver í dag í vök að verjast. Þessi litlu samfélög, sem hafa reitt sig á sjóinn öldum saman og tilvera þeirra byggist á, hafa þurft að horfa upp á að undirstöðu byggðanna hefur verið kippt undan þeim. Atvinnufrelsi íbúanna hefur verið tekið frá þeim. Það er sárara en tárum taki að þurfa að horfa upp á hvernig sérfræðingar að sunnan, sem telja sig vita allt betur en sjómenn og heimamenn, hafa með ráðgjöf sinni og reglusetningu vegið hart að áður blómlegum sjávarbyggðum. Eitt er það sem við vitum öll. Krókaveiði strandveiðibáta mun aldrei ógna fiskistofnum og lífríkinu í kringum landið. Því skortir rök fyrir takmörkun á atvinnufrelsi íbúa sjávarbyggðanna til handfæraveiða. Í lagi er að koma með stækkandi vélarafl og skrapa hér botninn, eyðileggja kóralana og lífríki sjávarbotns án gagnrýni sérfræðinga. En svo þegar strandveiðibátar fara í dagróður með króka og er öllu skellt í lás um mitt sumar. Furðulegt er hvernig í stjórnvöldum dettur í hug að ráðast svona að strandveiðimönnum sem flestallir búa einmitt í þessum litlu sjávarbyggðum. Það er ósanngjarnt, það er óréttlátt, það er óskilvirkt og það er eiginlega til háborinnar skammar hvernig komið er fram við þessa atvinnugrein. Það getur vart talist þjóðhagslega hagkvæmt að á hverju einasta sumri skuli í rauninni vera slengt gjörsamlega í lás hjá atvinnugrein strandveiðisjómanna, sem óumdeilt hefur reynst mikil lyftistöng fyrir hinar brothættu sjávarbyggðir. Gefum frjálsar handfæraveiðar. Það myndi skipta gríðarlega miklu máli og það myndi gjörbreyta starfsumhverfi og lífinu í sjárvarbyggðunum, oft litlum sjávarplássum sem eiga í vök að verjast. Höfundur er þingmaður og oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar