Þetta er meðal þess sem fram kemur í fjórða þætti Af vængjum fram, þangað sem stjórnmálaleiðtogar mæta í aðdraganda kosninga og gæða sér á vængjum með sterkri sósu. Sanna Magdalena er hvergi bangin þegar kemur að sterkum mat líkt og kemur berlega í ljós í þættinum.
Sanna espast upp þegar hún er spurð út í eignaskatt, svarar hraðaspurningum, hvort meðlimir í Sósíalistaflokknum séu skikkaðir til þess að lesa Kommúnistaávarpið og hver er hennar helsta skemmtun, svo fátt eitt sé nefnt.