Innlent

Ekki van­hæfur til að rann­saka bana­slysið

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum.
Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Einar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum var ekki vanhæfur til þess að fara með rannsókn banaslyss sem varð í Grindavík í janúar á þessu ári. Þetta er niðurstaða Ríkissaksóknara.

Ríkissaksóknari tók fyrir erindi tveggja lögmanna vegna meints vanhæfis Úlfars Lúðvíkssonar til að rannsaka andlát Péturs Lúðvíkssonar, sem lést þann 10. janúar síðastliðinn í vinnuslysi, þegar hann var við sprungufyllingar í Grindavík. 

Mbl greindi fyrst frá niðurstöðu Ríkissaksóknara, en í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Sigríður J. Friðjónsdóttir Ríkissaksóknari: 

„Eftir að hafa kynnt sér atvik málsins, einkum út frá þeim rannsóknargögnum sem þegar liggja fyrir, og með hliðsjón af hlutverki lögreglustjórans og ríkislögreglustjóra samkvæmt almannavarnarlögum, telur ríkissaksóknari lögreglustjórann á Suðurnesjum ekki skorta hæfi til rannsóknar máls.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×