Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 15:47 Leikskólinn var sótthreinsaður og þrifinn áður en börnin fengu að fara aftur í leikskólann. Ekkert barn fær að koma aftur nema það hafi verið einkennalaust í tvo daga og niðurstöður úr rannsóknum séu neikvæðar. Vísir/Einar Foreldrum barna á Mánagarði hefur verið tilkynnt af Félagsstofnun stúdenta, FS, að þau geti tilkynnt mál sín og veikindi barna þeirra vegna E. coli sýkingar á leikskólanum til Sjóva. FS hefur fundað með Sjóvá og var niðurstaðan af þeim fundi að bótaskyldan væri viðurkennd. Þetta kemur fram í pósti frá FS til foreldra. Eins og fram kom í síðustu viku var niðurstaða rannsóknar starfshóps á uppruna smitsins að um hefði verið að ræða sýkt hakk frá Kjarnafæði sem hefði ekki verið meðhöndlað með réttum hætti í eldhúsi Mánagarðs. Allt að 45 börn veiktust á leikskólanum. Enn er einhver fjöldi inniliggjandi á Barnaspítalanum. Fyrr í vikunni var eitt barn á gjörgæslu í öndunarvél. Leikskólinn opnaði aftur á þriðjudag. Börnin fá nú mat frá Skólamat en áður var hann undirbúinn á staðnum. „FS harmar þau mistök og vill enn og aftur ítreka að hugur FS er hjá þeim börnum sem veiktust, foreldrum og öllum aðstandendum þeirra. Það er einlæg ósk okkar að þau börn sem eru enn að berjast við sýkinguna hressist sem fyrst og nái fullum bata,“ segir í póstinum sem sendur var á foreldra. Bent á að tilkynna til Sjóvá Þar kemur einnig fram að öll börn á leikskólum FS séu tryggð hjá Sjóvá auk þess sem FS sé með ábyrgðartryggingu hjá þeim, og að bótaskylda sé viðurkennd. „Ykkur er vinsamlega bent á að tilkynna mál ykkar barna beint á vefsíðu Sjóvá, bæði til þess að tryggja bótarétt barnsins ef langvinnar afleiðingar verða af sýkingunni og til þess að sækja bætur vegna tekjutaps eða kostnaðar sem kann að hljótast af veikindunum,“ segir í tölvupóstinum og að búast megi við því að það muni taka tíma að vinna málin og safna gögnum. Þá er foreldrum að endingu bent á að hafa samband við Sjóva og að FS geti aðstoðað ef þörf er á. E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Matur Háskólar Leikskólar Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Búið er að opna leikskólann Mánagarð þar sem kom upp E. coli sýking í síðasta mánuði. Það staðfestir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta sem rekur leikskólann. Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum, þar af eitt á gjörgæslu. 5. nóvember 2024 12:40 E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur á spítala vegna E. coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E. coli-sýkingu. 3. nóvember 2024 20:03 Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Eins og fram kom í síðustu viku var niðurstaða rannsóknar starfshóps á uppruna smitsins að um hefði verið að ræða sýkt hakk frá Kjarnafæði sem hefði ekki verið meðhöndlað með réttum hætti í eldhúsi Mánagarðs. Allt að 45 börn veiktust á leikskólanum. Enn er einhver fjöldi inniliggjandi á Barnaspítalanum. Fyrr í vikunni var eitt barn á gjörgæslu í öndunarvél. Leikskólinn opnaði aftur á þriðjudag. Börnin fá nú mat frá Skólamat en áður var hann undirbúinn á staðnum. „FS harmar þau mistök og vill enn og aftur ítreka að hugur FS er hjá þeim börnum sem veiktust, foreldrum og öllum aðstandendum þeirra. Það er einlæg ósk okkar að þau börn sem eru enn að berjast við sýkinguna hressist sem fyrst og nái fullum bata,“ segir í póstinum sem sendur var á foreldra. Bent á að tilkynna til Sjóvá Þar kemur einnig fram að öll börn á leikskólum FS séu tryggð hjá Sjóvá auk þess sem FS sé með ábyrgðartryggingu hjá þeim, og að bótaskylda sé viðurkennd. „Ykkur er vinsamlega bent á að tilkynna mál ykkar barna beint á vefsíðu Sjóvá, bæði til þess að tryggja bótarétt barnsins ef langvinnar afleiðingar verða af sýkingunni og til þess að sækja bætur vegna tekjutaps eða kostnaðar sem kann að hljótast af veikindunum,“ segir í tölvupóstinum og að búast megi við því að það muni taka tíma að vinna málin og safna gögnum. Þá er foreldrum að endingu bent á að hafa samband við Sjóva og að FS geti aðstoðað ef þörf er á.
E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Matur Háskólar Leikskólar Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Búið er að opna leikskólann Mánagarð þar sem kom upp E. coli sýking í síðasta mánuði. Það staðfestir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta sem rekur leikskólann. Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum, þar af eitt á gjörgæslu. 5. nóvember 2024 12:40 E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur á spítala vegna E. coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E. coli-sýkingu. 3. nóvember 2024 20:03 Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Búið er að opna leikskólann Mánagarð þar sem kom upp E. coli sýking í síðasta mánuði. Það staðfestir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta sem rekur leikskólann. Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum, þar af eitt á gjörgæslu. 5. nóvember 2024 12:40
E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur á spítala vegna E. coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E. coli-sýkingu. 3. nóvember 2024 20:03
Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13