Eldra fólk á betra skilið Sigurjón Þórðarson skrifar 8. nóvember 2024 07:31 Flokkur fólksins var stofnaður árið 2016, til að berjast gegn fátækt. Með réttlæti og sanngirni að leiðarljósi í málflutningi sínum, náði flokkurinn sínum fyrstu sætum á Alþingi árið 2017. Fyrsta frumvarp okkar á Alþingi var um afnám skerðinga á ellilífeyri vegna atvinnutekna eldri borgara - aðgerð sem við teljum óumdeilanlega vera spurningu um virðingu og réttlæti gagnvart eldra fólki. Engum ætti að dyljast að afnám þessara skerðinga mun ekki leiða til aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð. Þvert á móti mun afnám slíkra skerðinga leiða til tekjuaukningar fyrir ríkissjóð, þar sem fjöldi eldra fólks sem nú sér enga hvata fyrir því að hefja vinnu, vegna grimmilegra tekjuskerðinga, myndi hugsanlega hefja vinnu og þannig afla tekna sem myndu skila ríkissjóði auknum skatttekjum. Í þau sjö ár sem Flokkur fólksins hefur átt sæti á þingi höfum við barist ótrauð fyrir hag aldraðra, öryrkja og þeirra sem minna mega sín. Við upphaf haustþings síðastliðins september lögðum við fram 73 þingmannamál - meira en nokkur annar flokkur - og af þeim sneru 16 að því að bæta hag eldra fólks. Meðal þeirra voru tillögur um að lífeyrir almannatrygginga og frítekjumörk skuli fylgja launavísitölu, til að stöðva þá óásættanlegu kjaragliðnun sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Við lögðum einnig fram frumvarp um hækkun frítekjumarks vegna lífeyristekna, þar sem núverandi frítekjumark er sögulega lágt og það er því mikið sanngirnismál að hækka það. Hækkun frítekjumarks lífeyristekna í 100.000 kr. yrði mikil réttarbót. Við höfum barist fyrir því að hjálpartæki, hvort sem það eru heyrnartæki, göngugrindur, hækjur eða önnur hjálpartæki, verði undanskilin virðisaukaskatti - því það er ólíðandi að fólk þurfi að greiða skatt af nauðsynlegum hjálpartækjum. Einnig höfum við lagt til að styrkir og uppbætur til hreyfihamlaðra vegna kaupa eða reksturs bifreiða verði hækkaðir og betur tryggðir í lögum um félagslega aðstoð. Frumvarp okkar um að þeir sem einungis hafa lífeyri almannatrygginga til framfærslu fái gjaldfrjálsa tannheilbrigðisþjónustu er mál sem snertir beint heilsu og velferð þeirra sem standa höllustum fæti. Og auðvitað má ekki gleyma okkar kjarnamáli: að hækka skattleysismörk og grunnframfærslu almannatrygginga í 450.000 krónur á mánuði. Við viljum aðstoða fátækt eldra fólk út úr þeirri rammgerðu fátæktargildru sem núverandi kerfi hefur smíðað í kringum þau. Árið 2021 náðum við stórum áfanga þegar þingsályktunartillaga okkar um stofnun embættis hagsmunafulltrúa eldra fólks var samþykkt með breiðri þverpólitískri samstöðu. Við bárum þá von í brjósti að rödd eldri borgara fengi loksins að heyrast á hæsta stigi. En vonbrigðin voru mikil þegar ríkisstjórnin kaus að hunsa þennan skýra vilja löggjafans og lét hjá líða að stofna embættið. Þetta voru ekki aðeins vonbrigði fyrir okkur, heldur fyrir alla þá eldri borgara sem þurfa á stuðningi að halda og hafa upplifað það að kerfið skelli skollaeyrum við hjálparköllum þeirra. Við í Flokki fólksins munum aldrei hætta baráttunni gegn fátækt og fyrir auknum jöfnuði í samfélaginu. Við stöndum með eldra fólki og þeim sem hafa verið látnir sitja á hakanum. Það ætti ekki að vefjast fyrir neinum að Flokkur fólksins hefur kjarkinn, eldmóðinn og staðfestuna til að knýja fram jákvæðar breytingar fyrir samfélagið okkar. Saman getum við skapað réttlátara og betra Ísland fyrir alla. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Eldri borgarar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins var stofnaður árið 2016, til að berjast gegn fátækt. Með réttlæti og sanngirni að leiðarljósi í málflutningi sínum, náði flokkurinn sínum fyrstu sætum á Alþingi árið 2017. Fyrsta frumvarp okkar á Alþingi var um afnám skerðinga á ellilífeyri vegna atvinnutekna eldri borgara - aðgerð sem við teljum óumdeilanlega vera spurningu um virðingu og réttlæti gagnvart eldra fólki. Engum ætti að dyljast að afnám þessara skerðinga mun ekki leiða til aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð. Þvert á móti mun afnám slíkra skerðinga leiða til tekjuaukningar fyrir ríkissjóð, þar sem fjöldi eldra fólks sem nú sér enga hvata fyrir því að hefja vinnu, vegna grimmilegra tekjuskerðinga, myndi hugsanlega hefja vinnu og þannig afla tekna sem myndu skila ríkissjóði auknum skatttekjum. Í þau sjö ár sem Flokkur fólksins hefur átt sæti á þingi höfum við barist ótrauð fyrir hag aldraðra, öryrkja og þeirra sem minna mega sín. Við upphaf haustþings síðastliðins september lögðum við fram 73 þingmannamál - meira en nokkur annar flokkur - og af þeim sneru 16 að því að bæta hag eldra fólks. Meðal þeirra voru tillögur um að lífeyrir almannatrygginga og frítekjumörk skuli fylgja launavísitölu, til að stöðva þá óásættanlegu kjaragliðnun sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Við lögðum einnig fram frumvarp um hækkun frítekjumarks vegna lífeyristekna, þar sem núverandi frítekjumark er sögulega lágt og það er því mikið sanngirnismál að hækka það. Hækkun frítekjumarks lífeyristekna í 100.000 kr. yrði mikil réttarbót. Við höfum barist fyrir því að hjálpartæki, hvort sem það eru heyrnartæki, göngugrindur, hækjur eða önnur hjálpartæki, verði undanskilin virðisaukaskatti - því það er ólíðandi að fólk þurfi að greiða skatt af nauðsynlegum hjálpartækjum. Einnig höfum við lagt til að styrkir og uppbætur til hreyfihamlaðra vegna kaupa eða reksturs bifreiða verði hækkaðir og betur tryggðir í lögum um félagslega aðstoð. Frumvarp okkar um að þeir sem einungis hafa lífeyri almannatrygginga til framfærslu fái gjaldfrjálsa tannheilbrigðisþjónustu er mál sem snertir beint heilsu og velferð þeirra sem standa höllustum fæti. Og auðvitað má ekki gleyma okkar kjarnamáli: að hækka skattleysismörk og grunnframfærslu almannatrygginga í 450.000 krónur á mánuði. Við viljum aðstoða fátækt eldra fólk út úr þeirri rammgerðu fátæktargildru sem núverandi kerfi hefur smíðað í kringum þau. Árið 2021 náðum við stórum áfanga þegar þingsályktunartillaga okkar um stofnun embættis hagsmunafulltrúa eldra fólks var samþykkt með breiðri þverpólitískri samstöðu. Við bárum þá von í brjósti að rödd eldri borgara fengi loksins að heyrast á hæsta stigi. En vonbrigðin voru mikil þegar ríkisstjórnin kaus að hunsa þennan skýra vilja löggjafans og lét hjá líða að stofna embættið. Þetta voru ekki aðeins vonbrigði fyrir okkur, heldur fyrir alla þá eldri borgara sem þurfa á stuðningi að halda og hafa upplifað það að kerfið skelli skollaeyrum við hjálparköllum þeirra. Við í Flokki fólksins munum aldrei hætta baráttunni gegn fátækt og fyrir auknum jöfnuði í samfélaginu. Við stöndum með eldra fólki og þeim sem hafa verið látnir sitja á hakanum. Það ætti ekki að vefjast fyrir neinum að Flokkur fólksins hefur kjarkinn, eldmóðinn og staðfestuna til að knýja fram jákvæðar breytingar fyrir samfélagið okkar. Saman getum við skapað réttlátara og betra Ísland fyrir alla. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun