Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2024 07:16 Íbúar í Árneshreppi eru 53. Þótt Árneshreppur sé eitt fámennasta sveitarfélag landsins þá erum við væntanlega öll sammála um að fólkið sem þar býr skipti máli fyrir íslenskt samfélag. Venjulegt, harðduglegt íslenskt fólk. Feður, mæður, bræður, systur, ömmur og afar. Ég þykist vita að Íslensk þjóð yrði slegin miklum harmi ef allir íbúar Árneshrepps féllu frá í einu vetfangi. Það yrði hræðileg blóðtaka fyrir íslenskt samfélag og þungbært áfall. Þjóðin myndi sameinast í mikilli sorg. Eðlilega. Það er nefnilega sárt þegar fólkið okkar fellur frá. Á síðasta ári létust 56 Íslendingar vegna lyfjaeitrunar. Dauðsföllin eru þó talsvert fleiri því í tölfræðina vantar andlát sem rekja má til ofneyslu lyfja þótt dánarorsök sé skráð sem önnur. Þetta eru fleiri en búa í Árneshreppi. Því miður þá sameinast þjóðin ekki í sorg þegar þetta góða fólk deyr. Þess í stað endar það sem tölfræði í gagnagrunni Landlæknis. Í exelskjali. Öll hétu þau þó eitthvað. Þetta voru jú feður, mæður, bræður, systur, ömmur og afar. Þessir einstaklingar sem nú eru látnir vegna ömurlegs sjúkdóms skipta líka máli. Í þessum hópi var eitt barn undir átján. Ekki komið með aldur til að kaupa vín en samt dáið úr fíknisjúkdómnum. Ekki get ég sett mig í spor syrgjandi aðstandenda sem hafa misst svona mikið. Og svona sviplega. En ég held samt að við ættum öll að reyna. Þó ekki væri nema andartak. Þetta var ekki bara einhver einn í einhverri tölfræði, heldur manneskja af holdi og blóði. Barn sem átti annað og betra skilið. 38 voru á aldrinum 18 til 44 ára. Hvað ætli mörg ung börn hafi misst foreldri úr þessum hópi? Ég veit ekki svarið en þau hafa væntanlega verið nokkuð mörg. Þessi missir fylgir þeim út lífið og hefur meiri áhrif á þau en við getum ímyndað okkur. Sum þeirra munu ekki einu sinni eiga minningar um foreldra sína, sem dóu frá börnunum sínum vegna veikinda. Er eitthvað sorglegra en lítið barn sem hefur misst mömmu eða pabba? Varla. Það fylgir reyndar ekki sögunni í exelskjali Landlæknis en er staðreynd engu að síður. 17 úr þessum hópi voru svo á aldrinum 45 til 74 ára. Örugglega feður og mæður. Og ætli það megi ekki slá því föstu að á bak við þessa tölfræði séu barnabörn sem hafi grátið með ekka í kirkju þegar afi eða amma var jarðsungin. Gætum við kannski mögulega reynt af veikum mætti að kveikja á þeirri staðreynd þegar lesum þessar örfáu fréttir sem sagðar eru af öllu nafnlausa fólkinu sem finna má í talagrunni Landlæknis? Fyrir 10 árum voru lyfjaandlátin 23. Í fyrra voru þau 56. Fyrir utan alla hina sem faldir eru annarstaðar í tölfræði hins opinbera en dóu engu að síður úr sama sjúkdómi. Þessi aukning skelfir mig mikið. Við eigum ekki að sætta okkur við þessi dauðsföll. Samfélagið er að missa svo mikið. Auðvitað skiptir það gríðarlegu máli að efla þau úræði sem við eigum og hafa reynst vel, til að talan lækki í exelskjalinu sem haldið er utan um af fagfólkinu í Katrínartúni. Fyrir því hef ég gert grein í fleiri ræðum og greinum en ég hef tölu á. En það skiptir samt enn meira máli að við áttum okkur á, í eitt skipti fyrir öll, að þetta er fólk. Ekki tölur á blaði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Íbúar í Árneshreppi eru 53. Þótt Árneshreppur sé eitt fámennasta sveitarfélag landsins þá erum við væntanlega öll sammála um að fólkið sem þar býr skipti máli fyrir íslenskt samfélag. Venjulegt, harðduglegt íslenskt fólk. Feður, mæður, bræður, systur, ömmur og afar. Ég þykist vita að Íslensk þjóð yrði slegin miklum harmi ef allir íbúar Árneshrepps féllu frá í einu vetfangi. Það yrði hræðileg blóðtaka fyrir íslenskt samfélag og þungbært áfall. Þjóðin myndi sameinast í mikilli sorg. Eðlilega. Það er nefnilega sárt þegar fólkið okkar fellur frá. Á síðasta ári létust 56 Íslendingar vegna lyfjaeitrunar. Dauðsföllin eru þó talsvert fleiri því í tölfræðina vantar andlát sem rekja má til ofneyslu lyfja þótt dánarorsök sé skráð sem önnur. Þetta eru fleiri en búa í Árneshreppi. Því miður þá sameinast þjóðin ekki í sorg þegar þetta góða fólk deyr. Þess í stað endar það sem tölfræði í gagnagrunni Landlæknis. Í exelskjali. Öll hétu þau þó eitthvað. Þetta voru jú feður, mæður, bræður, systur, ömmur og afar. Þessir einstaklingar sem nú eru látnir vegna ömurlegs sjúkdóms skipta líka máli. Í þessum hópi var eitt barn undir átján. Ekki komið með aldur til að kaupa vín en samt dáið úr fíknisjúkdómnum. Ekki get ég sett mig í spor syrgjandi aðstandenda sem hafa misst svona mikið. Og svona sviplega. En ég held samt að við ættum öll að reyna. Þó ekki væri nema andartak. Þetta var ekki bara einhver einn í einhverri tölfræði, heldur manneskja af holdi og blóði. Barn sem átti annað og betra skilið. 38 voru á aldrinum 18 til 44 ára. Hvað ætli mörg ung börn hafi misst foreldri úr þessum hópi? Ég veit ekki svarið en þau hafa væntanlega verið nokkuð mörg. Þessi missir fylgir þeim út lífið og hefur meiri áhrif á þau en við getum ímyndað okkur. Sum þeirra munu ekki einu sinni eiga minningar um foreldra sína, sem dóu frá börnunum sínum vegna veikinda. Er eitthvað sorglegra en lítið barn sem hefur misst mömmu eða pabba? Varla. Það fylgir reyndar ekki sögunni í exelskjali Landlæknis en er staðreynd engu að síður. 17 úr þessum hópi voru svo á aldrinum 45 til 74 ára. Örugglega feður og mæður. Og ætli það megi ekki slá því föstu að á bak við þessa tölfræði séu barnabörn sem hafi grátið með ekka í kirkju þegar afi eða amma var jarðsungin. Gætum við kannski mögulega reynt af veikum mætti að kveikja á þeirri staðreynd þegar lesum þessar örfáu fréttir sem sagðar eru af öllu nafnlausa fólkinu sem finna má í talagrunni Landlæknis? Fyrir 10 árum voru lyfjaandlátin 23. Í fyrra voru þau 56. Fyrir utan alla hina sem faldir eru annarstaðar í tölfræði hins opinbera en dóu engu að síður úr sama sjúkdómi. Þessi aukning skelfir mig mikið. Við eigum ekki að sætta okkur við þessi dauðsföll. Samfélagið er að missa svo mikið. Auðvitað skiptir það gríðarlegu máli að efla þau úræði sem við eigum og hafa reynst vel, til að talan lækki í exelskjalinu sem haldið er utan um af fagfólkinu í Katrínartúni. Fyrir því hef ég gert grein í fleiri ræðum og greinum en ég hef tölu á. En það skiptir samt enn meira máli að við áttum okkur á, í eitt skipti fyrir öll, að þetta er fólk. Ekki tölur á blaði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun