Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 23:53 Gríska húsið á Laugavegi. vísir/sigurjón Brotaþoli í mansalsmáli, sem lögregla hefur til rannsóknar og tengist veitingastaðnum Gríska húsinu, sagði í skýrslutöku að hann hafi verið látinn vinna sjö daga í hverri viku, stundum 30 daga í mánuði. Hann, ásamt öðrum manni, fannst sofandi á dýnu í kjallara hússins þegar lögregla réðist þar í húsleit. Leitin var framkvæmd þann 13. júní síðastliðinn og daginn eftir var veitingastaðnum, sem var á Laugavegi, lokað. Í tilkynningu lögreglu sem fylgdi kom fram að þrír hefðu verið handteknir í aðgerð sem tengist gruni um vinnumansal. Voru það eigandinn og tveir starfsmenn. Dagsetningin 13. júní kemur heim og saman við þá sem nefnd er í úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti í dag. Í úrskurðinum var krafa manns, sem talinn er vera fórnarlamb mansals, tekin fyrir, en hún snýr að því að honum verði afhentar á ný fjögur þúsund evrur sem lögregla haldlagði við leitina. Í skýrslutöku lögreglu sagðist maðurinn fyrst og fremst vera brotaþoli í málinu. Hann hafi verið látinn vinna sjö daga í viku hverri, stundum 30 daga í mánuði og aldrei tekið tvo samfellda daga í frí frá því að hann hóf störf. Þetta hafi gengið um nokkurra mánaða skeið. Í úrskurðinum segir að það megi vera ljóst að aðstæður hans hafi verið gróflega misnotaðar. Við rannsókn málsins lagði lögregla hald á fjögur þúsund evrur, tæplega 600 þúsund krónur, sem fannst í umslagi í jakka hans á Gríska húsinu. Í málinu krafðist maðurinn þess að fá fjármunina afhenta á ný þar sem ekkert væri fram komið í málinu sem benti til þess að þeim hefði verið aflað á ólögmætan hátt. Hann hafi ekki í önnur hús að venda og þurfi nauðsynlega á peningunum að halda. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hélt því fram að rökstuddur grunur væri uppi um að fjármunirnir væru ólögmætur ávinningur brotastarfsemi og rannsókn lögreglu beindist að því að upplýsa um uppruna fjármunanna. Landsréttur féllst á það með lögreglu, með vísan til fjármálatengsla mannanna, að vafi leiki á um að fjármunirnir séu í reynd lögmæt eign sóknaraðila, þrátt fyrir að þeir hafi fundist í jakkavasa hans. Endanlegt mat á því hvort skilyrði upptöku séu fyrir hendi mun fara fram við meðferð málsins fyrir dómi, komi til þess að ákært verði í málinu. Kröfu mannsins var því hafnað. Lögreglumál Mansal Reykjavík Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Verndartollar í Evrópu og kortavelta eykst Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Sjá meira
Leitin var framkvæmd þann 13. júní síðastliðinn og daginn eftir var veitingastaðnum, sem var á Laugavegi, lokað. Í tilkynningu lögreglu sem fylgdi kom fram að þrír hefðu verið handteknir í aðgerð sem tengist gruni um vinnumansal. Voru það eigandinn og tveir starfsmenn. Dagsetningin 13. júní kemur heim og saman við þá sem nefnd er í úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti í dag. Í úrskurðinum var krafa manns, sem talinn er vera fórnarlamb mansals, tekin fyrir, en hún snýr að því að honum verði afhentar á ný fjögur þúsund evrur sem lögregla haldlagði við leitina. Í skýrslutöku lögreglu sagðist maðurinn fyrst og fremst vera brotaþoli í málinu. Hann hafi verið látinn vinna sjö daga í viku hverri, stundum 30 daga í mánuði og aldrei tekið tvo samfellda daga í frí frá því að hann hóf störf. Þetta hafi gengið um nokkurra mánaða skeið. Í úrskurðinum segir að það megi vera ljóst að aðstæður hans hafi verið gróflega misnotaðar. Við rannsókn málsins lagði lögregla hald á fjögur þúsund evrur, tæplega 600 þúsund krónur, sem fannst í umslagi í jakka hans á Gríska húsinu. Í málinu krafðist maðurinn þess að fá fjármunina afhenta á ný þar sem ekkert væri fram komið í málinu sem benti til þess að þeim hefði verið aflað á ólögmætan hátt. Hann hafi ekki í önnur hús að venda og þurfi nauðsynlega á peningunum að halda. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hélt því fram að rökstuddur grunur væri uppi um að fjármunirnir væru ólögmætur ávinningur brotastarfsemi og rannsókn lögreglu beindist að því að upplýsa um uppruna fjármunanna. Landsréttur féllst á það með lögreglu, með vísan til fjármálatengsla mannanna, að vafi leiki á um að fjármunirnir séu í reynd lögmæt eign sóknaraðila, þrátt fyrir að þeir hafi fundist í jakkavasa hans. Endanlegt mat á því hvort skilyrði upptöku séu fyrir hendi mun fara fram við meðferð málsins fyrir dómi, komi til þess að ákært verði í málinu. Kröfu mannsins var því hafnað.
Lögreglumál Mansal Reykjavík Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Verndartollar í Evrópu og kortavelta eykst Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Sjá meira