Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar 11. nóvember 2024 09:16 Við sem höfum bent á þá þróun að öfgahægriflokkar séu að öðlast meira og meira fylgi á Vesturlöndum og höfum varað við þeirri þróun á undanförnum árum bárum von til þess að einhverju leyti á dögunum að Demókratar myndu bera sigur af hólmi í forsetakosningunum vestanhafs. Þetta má kalla staðreynd þrátt fyrir að við berum jafnvel ekki fallegan hug til Joe Biden og flokks hans fyrir að hafa gert Ísraelum kleift að stunda þjóðarmorð undanfarið ár á Gaza, þjóðarmorð sem hefur nú dreift sér á fleiri svæði eins og Vesturbakkann og Líbanon. Við höfum verið sannfærð um það að þrátt fyrir þann gífurlega skaða sem Demókratar hafa valdið með mannfalli tugþúsunda barna og kvenna í linnulausum árásum Ísraela á Gaza að þá myndi vestræn menning fara úr öskunni í eldinn ef svo færi að öfgahægrimaður með áhuga á auknum einræðisvöldum forseta á borð við Donald Trump myndi taka við völdum í Bandaríkjunum. Donald Trump er einstaklingur sem lýsti því m.a. yfir þann 13. október síðastliðinn að hann teldi að beita ætti bandaríska hernum gegn pólitískum andstæðingum sínum í Bandaríkjunum sem hann telur tilheyra vinstrinu í stjórnmálum. Fólk þekkir svo auðvitað sögu hans frá 6. janúar 2021 þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til þess að ráðast á þinghúsið í Washington sem og þeir gerðu. Þannig að það eru þessar og margar fleiri ástæður fyrir því að hægt er að komast að þeirri niðurstöðu að allt annað en slíkur maður sé skárri kostur til að gegna stærsta embætti vestrænna stjórnmála. Við vitum hins vegar að úrslitin í þessum kosningum fóru ekki á þann hátt sem við frekar vildum og öfgamaðurinn vann. Í kjölfar kosninganna hafa svo farið af stað miklar umræður um það hverju má um kenna að svona fór. Það sem hefur líklega síst verið rætt um er það hvort Demókratar sjálfir og þeirra pólitík sé um að kenna. Láglaunafólk í Bandaríkjunum býr við mikla krísu í fjármálum sínum í dag vegna mikilla verðhækkana fyrirtækja á matvörum svo dæmi sé tekið en launin hafa ekki fylgt þeirri verðlagsþróun þar í landi og eru einstaklega lág. Við þekkjum þetta að einhverju leyti líka hér á Íslandi að íslensk fyrirtæki hafa hækkað verð sín í kjölfar kjarasamninga vorsins 2023 jafnvel langt umfram þær hækkanir sem launahækkanir hafa skilað launafólkinu og eins og Bandaríkjamenn þá búa Íslendingar við nokkuð verulega húsnæðiskrísu og skoðanakannanir á Íslandi sýna að ríkisstjórnarflokkarnir þrír sem hafa haldið utan um stjórn Íslands undanfarin 7 ár hafa lækkað verulega fylgi sitt. Þannig að líkt og í Bandaríkjunum að þá gætir gífurlegrar óánægju meðal Íslendinga með stjórnarfarið í sínu landi. Og það má leiða að því líkum að svipað verði upp á teningnum í Alþingiskosningum eftir um tvær vikur að þessi pistill er skrifaður að fólk muni leita til annarra lausna heldur en þeirra lausna sem þessir þrír flokkar hafa boðið Íslendingum, jafnvel þótt það þýddi að atkvæði sitt fari til öfgaflokka sem hægt væri að skilgreina á svipaðan hátt og stjórnmál Donalds Trump hljóða upp á. Og þegar kemur að því að læra af sögunni til að ná árangri í dag þá megum við skoða sögu Þýskalands (Weimar-lýðveldisins) eftir fyrri heimsstyjöld og í kjölfar kreppunnar 1929. Það sama var uppi á teningnum þá og nú að því leyti að öfgahægrimenn juku fylgi sitt og náðu að lokum völdum vegna þess að almenningur leitaði í örvæntingu að nýjum stjórnmálum sem myndu vonandi leggja áherslu á velferð fólksins í landinu og færa fjárhagsstöðu samfélags síns til betri vegar. Á Íslandi í dag eru Miðflokkurinn og Lýðræðisflokkurinn dæmi um slíka flokka sem stóla á að fá fylgi á þessum forsendum. Lærdómurinn sem við getum tekið til okkar frá þessum málum er þær breytingar sem við þurfum að innleiða í íslensk stjórnmál sem þurfa að hljóða upp á alvöru breytingar til batnaðar fyrir fólkið í landinu svo að almenningur öðlist trú á stjórnmálastéttinni á ný. Framkvæmd róttækrar uppbyggingar á húsnæði og verðlag og launatekjur sem skila öryggi og velsæld fyrir almenning er það sem mun skila árangri í Alþingiskosningum 2028. Við vitum ekki hvernig kosningarnar fara á þessu ári, okkur má gruna að núverandi ríkisstjórnarflokkunum þremur verði refsað verulega í þetta skiptið en þetta eru atriðin sem skipta fólkið mestu máli og þeir flokkar sem munu setja þessi mál í forgang hjá sér munu hljóta fleiri atkvæði í Alþingiskosningum næsta áratugs. Við sem erum ýmist vinstra megin í stjórnmálum og/eða erum frjálslynd með áhuga á jöfnuði og jafnrétti myndum gjarnan vilja sjá mannúðlegri aðferðir í í ríkisstjórnum næsta áratugar í málefnum flóttafólks og þegar kemur að baráttunni fyrir frelsi kvenna til að stjórna sínum líkömum sjálfar auk ýmissra fleiri mannúðarmálefna en ef við tökum ekki alvöru afstöðu til fyrrnefndra húsnæðis- og kaupmáttarmála almennings þá munu öfgahægriflokkar líklega óhjákvæmilega taka við stjórnartaumunum líkt og í Bandaríkjunum nú og í Þýskalandi 1933 og okkur mun reynast ógerlegt um árabil að ná árangri sem samfélag og við munu takar tímar sem færa okkur í átt til dimmrar fortíðar sem við kærum okkur ekki um. Stjórnmálin eins og þau hafa verið stunduð á Vesturlöndum á þessum áratug og lengur hafa ekki skilað árangri. Við þurfum að endurskoða þessa stjórnmálamenningu og taka afstöðu sem skilar ánægðari almenningi fyrst og fremst. Ekki má gleyma þeirri hugmynd sem vinstri sinnaðir Frakkar framkvæmdu á þessu ári í von um að snúa samfélagi sínu á rétta braut, með sameinuðu framboði nokkurra flokka sem átti raunverulegan möguleika á að halda öfgahægriflokkum örugglega frá völdum. Slík framkvæmd á Íslandi myndi til dæmis útiloka að flokkar á borð við Sósíalistaflokkinn, Vinstri græna og Pírata myndu þurrkast út af þingi eins og útlit er fyrir að gæti gerst, öfgahægriflokkunum til góða. Höfundur er trúnaðarmaður í Sameyki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Við sem höfum bent á þá þróun að öfgahægriflokkar séu að öðlast meira og meira fylgi á Vesturlöndum og höfum varað við þeirri þróun á undanförnum árum bárum von til þess að einhverju leyti á dögunum að Demókratar myndu bera sigur af hólmi í forsetakosningunum vestanhafs. Þetta má kalla staðreynd þrátt fyrir að við berum jafnvel ekki fallegan hug til Joe Biden og flokks hans fyrir að hafa gert Ísraelum kleift að stunda þjóðarmorð undanfarið ár á Gaza, þjóðarmorð sem hefur nú dreift sér á fleiri svæði eins og Vesturbakkann og Líbanon. Við höfum verið sannfærð um það að þrátt fyrir þann gífurlega skaða sem Demókratar hafa valdið með mannfalli tugþúsunda barna og kvenna í linnulausum árásum Ísraela á Gaza að þá myndi vestræn menning fara úr öskunni í eldinn ef svo færi að öfgahægrimaður með áhuga á auknum einræðisvöldum forseta á borð við Donald Trump myndi taka við völdum í Bandaríkjunum. Donald Trump er einstaklingur sem lýsti því m.a. yfir þann 13. október síðastliðinn að hann teldi að beita ætti bandaríska hernum gegn pólitískum andstæðingum sínum í Bandaríkjunum sem hann telur tilheyra vinstrinu í stjórnmálum. Fólk þekkir svo auðvitað sögu hans frá 6. janúar 2021 þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til þess að ráðast á þinghúsið í Washington sem og þeir gerðu. Þannig að það eru þessar og margar fleiri ástæður fyrir því að hægt er að komast að þeirri niðurstöðu að allt annað en slíkur maður sé skárri kostur til að gegna stærsta embætti vestrænna stjórnmála. Við vitum hins vegar að úrslitin í þessum kosningum fóru ekki á þann hátt sem við frekar vildum og öfgamaðurinn vann. Í kjölfar kosninganna hafa svo farið af stað miklar umræður um það hverju má um kenna að svona fór. Það sem hefur líklega síst verið rætt um er það hvort Demókratar sjálfir og þeirra pólitík sé um að kenna. Láglaunafólk í Bandaríkjunum býr við mikla krísu í fjármálum sínum í dag vegna mikilla verðhækkana fyrirtækja á matvörum svo dæmi sé tekið en launin hafa ekki fylgt þeirri verðlagsþróun þar í landi og eru einstaklega lág. Við þekkjum þetta að einhverju leyti líka hér á Íslandi að íslensk fyrirtæki hafa hækkað verð sín í kjölfar kjarasamninga vorsins 2023 jafnvel langt umfram þær hækkanir sem launahækkanir hafa skilað launafólkinu og eins og Bandaríkjamenn þá búa Íslendingar við nokkuð verulega húsnæðiskrísu og skoðanakannanir á Íslandi sýna að ríkisstjórnarflokkarnir þrír sem hafa haldið utan um stjórn Íslands undanfarin 7 ár hafa lækkað verulega fylgi sitt. Þannig að líkt og í Bandaríkjunum að þá gætir gífurlegrar óánægju meðal Íslendinga með stjórnarfarið í sínu landi. Og það má leiða að því líkum að svipað verði upp á teningnum í Alþingiskosningum eftir um tvær vikur að þessi pistill er skrifaður að fólk muni leita til annarra lausna heldur en þeirra lausna sem þessir þrír flokkar hafa boðið Íslendingum, jafnvel þótt það þýddi að atkvæði sitt fari til öfgaflokka sem hægt væri að skilgreina á svipaðan hátt og stjórnmál Donalds Trump hljóða upp á. Og þegar kemur að því að læra af sögunni til að ná árangri í dag þá megum við skoða sögu Þýskalands (Weimar-lýðveldisins) eftir fyrri heimsstyjöld og í kjölfar kreppunnar 1929. Það sama var uppi á teningnum þá og nú að því leyti að öfgahægrimenn juku fylgi sitt og náðu að lokum völdum vegna þess að almenningur leitaði í örvæntingu að nýjum stjórnmálum sem myndu vonandi leggja áherslu á velferð fólksins í landinu og færa fjárhagsstöðu samfélags síns til betri vegar. Á Íslandi í dag eru Miðflokkurinn og Lýðræðisflokkurinn dæmi um slíka flokka sem stóla á að fá fylgi á þessum forsendum. Lærdómurinn sem við getum tekið til okkar frá þessum málum er þær breytingar sem við þurfum að innleiða í íslensk stjórnmál sem þurfa að hljóða upp á alvöru breytingar til batnaðar fyrir fólkið í landinu svo að almenningur öðlist trú á stjórnmálastéttinni á ný. Framkvæmd róttækrar uppbyggingar á húsnæði og verðlag og launatekjur sem skila öryggi og velsæld fyrir almenning er það sem mun skila árangri í Alþingiskosningum 2028. Við vitum ekki hvernig kosningarnar fara á þessu ári, okkur má gruna að núverandi ríkisstjórnarflokkunum þremur verði refsað verulega í þetta skiptið en þetta eru atriðin sem skipta fólkið mestu máli og þeir flokkar sem munu setja þessi mál í forgang hjá sér munu hljóta fleiri atkvæði í Alþingiskosningum næsta áratugs. Við sem erum ýmist vinstra megin í stjórnmálum og/eða erum frjálslynd með áhuga á jöfnuði og jafnrétti myndum gjarnan vilja sjá mannúðlegri aðferðir í í ríkisstjórnum næsta áratugar í málefnum flóttafólks og þegar kemur að baráttunni fyrir frelsi kvenna til að stjórna sínum líkömum sjálfar auk ýmissra fleiri mannúðarmálefna en ef við tökum ekki alvöru afstöðu til fyrrnefndra húsnæðis- og kaupmáttarmála almennings þá munu öfgahægriflokkar líklega óhjákvæmilega taka við stjórnartaumunum líkt og í Bandaríkjunum nú og í Þýskalandi 1933 og okkur mun reynast ógerlegt um árabil að ná árangri sem samfélag og við munu takar tímar sem færa okkur í átt til dimmrar fortíðar sem við kærum okkur ekki um. Stjórnmálin eins og þau hafa verið stunduð á Vesturlöndum á þessum áratug og lengur hafa ekki skilað árangri. Við þurfum að endurskoða þessa stjórnmálamenningu og taka afstöðu sem skilar ánægðari almenningi fyrst og fremst. Ekki má gleyma þeirri hugmynd sem vinstri sinnaðir Frakkar framkvæmdu á þessu ári í von um að snúa samfélagi sínu á rétta braut, með sameinuðu framboði nokkurra flokka sem átti raunverulegan möguleika á að halda öfgahægriflokkum örugglega frá völdum. Slík framkvæmd á Íslandi myndi til dæmis útiloka að flokkar á borð við Sósíalistaflokkinn, Vinstri græna og Pírata myndu þurrkast út af þingi eins og útlit er fyrir að gæti gerst, öfgahægriflokkunum til góða. Höfundur er trúnaðarmaður í Sameyki.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun