Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. nóvember 2024 12:02 Frá heimsþinginu í fyrra. sigurjón/stöð 2 Gestir á Heimsþingi kvenleiðtoga segja kominn tími til að grípa til aðgerða til að vinna gegn því bakslagi sem hafi orðið í jafnréttismálum á alþjóðlegri grundu. Þetta segir stjórnarformaður þingsins sem hófst í morgun. Um fjögur hundruð kvenleiðtogar frá ýmsum löngum funda á þinginu sem fer fram í Hörpu í dag og stendur til morguns. Hanna Birna Kristjánsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður heimsþingsins segir morguninn hafa byrjað á opnunarumræðum frá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands og Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands. „Yfirskriftin á fundinum í ár er að við þurfum að sameinast um aðgerðir og það mótast mjög mikið af því að þetta ár er stærsta kosningaárið í sögunni, helmingur mannkyns gengur til kosninga. Þannig það er mjög litað af því að það sé kominn tími fyrir aðgerðir og það er pínu óþreyja í konum alls staðar að úr heiminum sem finnst hlutirnir ekki vera að ganga nógu hratt. Þannig að þessu sinni tengist yfirskriftin því að fara að grípa til aðgerða sem eru nauðsynlegar til að vinna gegn því bakslagi sem hefur sannarlega orðið í jafnréttismálum alþjóðlega.“ Farið verður yfir árangur þeirra þjóða þar sem jafnréttisbaráttan hefur gengið vel. „Við leggjum sérstaka áherslu á jafnrétti þegar kemur að launum, fæðingarorlofi og þegar kemur að því að vera í leiðtogahlutverkum að það sé jöfn staða karla og kvenna og svo í fjórða lagi leggjum við sérstaka áherslu á að útrýma kynbundnu ofbeldi. Þannig við teljum að þessar fjórar aðgerðir séu það sem getur ýtt þjóðum á betri stað þegar kemur að jafnrétti og kannski geta þau borið sig saman við þjóðina Ísland sem hefur í fimmtán ár verið númer eitt þegar kemur að þessu.“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir. Fylgjast má með viðburðinum í beinu streymi á Vísi. Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Harpa Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Um fjögur hundruð kvenleiðtogar frá ýmsum löngum funda á þinginu sem fer fram í Hörpu í dag og stendur til morguns. Hanna Birna Kristjánsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður heimsþingsins segir morguninn hafa byrjað á opnunarumræðum frá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands og Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands. „Yfirskriftin á fundinum í ár er að við þurfum að sameinast um aðgerðir og það mótast mjög mikið af því að þetta ár er stærsta kosningaárið í sögunni, helmingur mannkyns gengur til kosninga. Þannig það er mjög litað af því að það sé kominn tími fyrir aðgerðir og það er pínu óþreyja í konum alls staðar að úr heiminum sem finnst hlutirnir ekki vera að ganga nógu hratt. Þannig að þessu sinni tengist yfirskriftin því að fara að grípa til aðgerða sem eru nauðsynlegar til að vinna gegn því bakslagi sem hefur sannarlega orðið í jafnréttismálum alþjóðlega.“ Farið verður yfir árangur þeirra þjóða þar sem jafnréttisbaráttan hefur gengið vel. „Við leggjum sérstaka áherslu á jafnrétti þegar kemur að launum, fæðingarorlofi og þegar kemur að því að vera í leiðtogahlutverkum að það sé jöfn staða karla og kvenna og svo í fjórða lagi leggjum við sérstaka áherslu á að útrýma kynbundnu ofbeldi. Þannig við teljum að þessar fjórar aðgerðir séu það sem getur ýtt þjóðum á betri stað þegar kemur að jafnrétti og kannski geta þau borið sig saman við þjóðina Ísland sem hefur í fimmtán ár verið númer eitt þegar kemur að þessu.“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir. Fylgjast má með viðburðinum í beinu streymi á Vísi.
Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Harpa Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira