Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 12. nóvember 2024 08:01 Í komandi alþingiskosningum verður kosið um það hvernig við viljum byggja upp íslenskt samfélag. Á undanförnum árum hefur verið hart sótt að réttindum launafólks og oftar en ekki með það að leiðarljósi að veikja stöðu fólksins en okkur talið trú um að það sé gott enda séu verkalýðsfélög of sterk. Því er jafnvel haldið fram að það þurfi að auka völd ríkissáttasemjara til að hemja fólkið, bæta vinnubrögð samtaka fólks og auka vald samtaka fyrirtækja. Það er hins vegar þannig að samfélagið þarfnast öflugrar verkalýðshreyfingar einmitt til þess að verja hagsmuni fólksins, berjast fyrir réttlátri skiptingu þeirra verðmæta sem okkar samfélag hefur upp á bjóða. Í samfélaginu eru svo sannarlega sterk hagsmunasamtök fyrirtækja og við viljum líka sterk samtök launafólks. Ef okkur tekst að leiða sterkt norrænt velferðarsamfélag þar sem heildarhagsmunir fólksins ráða för þá er ég sannfærður um að meiri sátt mun ríkja um þá skiptingu sem um semst á hverjum tíma. Mun ekki allt loga í verkföllum? Nei síður en svo! Það er ljóst að þrátt fyrir sterka stöðu verkalýðsfélaga á Íslandi þá hefur sagan sýnt okkur að ekki er gripið til verkfalla til þess eins að boða til verkfalls. Fjöldi verkfalla hér á landi er almennt ekki mikill enda stífari kröfur hér á landi en í mörgum löndum í kringum okkur. Núverandi samningalíkan hér á landi felur þó í sér, vegna mikillar formfestu, að verkalýðsfélög þurfa að fylgja mjög stífum reglum við boðun aðgerða sem eru til þess fallnar að búa til meiri spennu á markaði en oft er þörf fyrir. Samfélag sem styður við íbúa Við viljum tryggja öryggi fyrir barnafólk þar sem fólki stendur til boða að komast út á vinnumarkaðinn eftir fæðingarorlof. Samfélagið á að styðja betur við bakið á barnafjölskyldum sem eru að takast á við aukin útgjöld þegar börn eru að stækka og dafna. Það gerum við til dæmis með barnabótum. Lögum til regluverkið í kringum fæðingarorlof til að tryggja nýjum foreldrum örugga framfærslu. Kjarabarátta líðandi stundar Félagsleg undirboð á Íslandi er okkur sem samfélagi ekki til framdráttar. Verkalýðsfélög innan Alþýðusambands Íslands hafa síðan 2008 staðið fyrir virku og öflugu vinnustaðaeftirliti. Eftirlitið miðar að því að ná tengslum við fólk sem er í viðkvæmustu stöðunni og veita þeim stuðning, upplýsa um réttindi og skyldur og aðstoða ef þörf er á. Viðurlög eru ekki til staðar sem geta raunverulega haft áhrif á þá aðila sem stunda launaþjófnað vísvitandi. Þessu þarf að breyta enda standa langflest fyrirtæki við sitt og hafa ekkert að fela en standa í samkeppni við aðila sem brjóta kjarasamninga. Við eigum að standa vörð um hvort annað, vera styðjandi samfélag fyrir fólkið í landinu. Veljum almannahagsmuni umfram sérhagsmuni og reisum norrænt velferðarsamfélag byggt á gildum jafnaðarmennskunnar. Öll stór hagsmunamál hafa komið með baráttu verkalýðsfélaga á Íslandi í gegnum tíðina þar sem hagsmunir almannahagsmunir hafa ráðið för. Kjósum sterka velferðarstjórn jafnaðarfólks og vinnum saman að bættu samfélagi. Kjósum jákvæða og stórhuga stjórnmál á Íslandi! Höfundur er rafvirki og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í komandi alþingiskosningum verður kosið um það hvernig við viljum byggja upp íslenskt samfélag. Á undanförnum árum hefur verið hart sótt að réttindum launafólks og oftar en ekki með það að leiðarljósi að veikja stöðu fólksins en okkur talið trú um að það sé gott enda séu verkalýðsfélög of sterk. Því er jafnvel haldið fram að það þurfi að auka völd ríkissáttasemjara til að hemja fólkið, bæta vinnubrögð samtaka fólks og auka vald samtaka fyrirtækja. Það er hins vegar þannig að samfélagið þarfnast öflugrar verkalýðshreyfingar einmitt til þess að verja hagsmuni fólksins, berjast fyrir réttlátri skiptingu þeirra verðmæta sem okkar samfélag hefur upp á bjóða. Í samfélaginu eru svo sannarlega sterk hagsmunasamtök fyrirtækja og við viljum líka sterk samtök launafólks. Ef okkur tekst að leiða sterkt norrænt velferðarsamfélag þar sem heildarhagsmunir fólksins ráða för þá er ég sannfærður um að meiri sátt mun ríkja um þá skiptingu sem um semst á hverjum tíma. Mun ekki allt loga í verkföllum? Nei síður en svo! Það er ljóst að þrátt fyrir sterka stöðu verkalýðsfélaga á Íslandi þá hefur sagan sýnt okkur að ekki er gripið til verkfalla til þess eins að boða til verkfalls. Fjöldi verkfalla hér á landi er almennt ekki mikill enda stífari kröfur hér á landi en í mörgum löndum í kringum okkur. Núverandi samningalíkan hér á landi felur þó í sér, vegna mikillar formfestu, að verkalýðsfélög þurfa að fylgja mjög stífum reglum við boðun aðgerða sem eru til þess fallnar að búa til meiri spennu á markaði en oft er þörf fyrir. Samfélag sem styður við íbúa Við viljum tryggja öryggi fyrir barnafólk þar sem fólki stendur til boða að komast út á vinnumarkaðinn eftir fæðingarorlof. Samfélagið á að styðja betur við bakið á barnafjölskyldum sem eru að takast á við aukin útgjöld þegar börn eru að stækka og dafna. Það gerum við til dæmis með barnabótum. Lögum til regluverkið í kringum fæðingarorlof til að tryggja nýjum foreldrum örugga framfærslu. Kjarabarátta líðandi stundar Félagsleg undirboð á Íslandi er okkur sem samfélagi ekki til framdráttar. Verkalýðsfélög innan Alþýðusambands Íslands hafa síðan 2008 staðið fyrir virku og öflugu vinnustaðaeftirliti. Eftirlitið miðar að því að ná tengslum við fólk sem er í viðkvæmustu stöðunni og veita þeim stuðning, upplýsa um réttindi og skyldur og aðstoða ef þörf er á. Viðurlög eru ekki til staðar sem geta raunverulega haft áhrif á þá aðila sem stunda launaþjófnað vísvitandi. Þessu þarf að breyta enda standa langflest fyrirtæki við sitt og hafa ekkert að fela en standa í samkeppni við aðila sem brjóta kjarasamninga. Við eigum að standa vörð um hvort annað, vera styðjandi samfélag fyrir fólkið í landinu. Veljum almannahagsmuni umfram sérhagsmuni og reisum norrænt velferðarsamfélag byggt á gildum jafnaðarmennskunnar. Öll stór hagsmunamál hafa komið með baráttu verkalýðsfélaga á Íslandi í gegnum tíðina þar sem hagsmunir almannahagsmunir hafa ráðið för. Kjósum sterka velferðarstjórn jafnaðarfólks og vinnum saman að bættu samfélagi. Kjósum jákvæða og stórhuga stjórnmál á Íslandi! Höfundur er rafvirki og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun