Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2024 15:24 Tom Homan, Donald Trump, og Elise Stefanik. getty Donald Trump, verðandi og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur valið Elise Stefanik til að verða sendiherra hans gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Stefanik situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hefur lengi verið einn ötulasti stuðningsmaður Trumps þar og kom hún til greina sem varaforsetaefni hans. Stefanik settist fyrst á þing árið 2015, þá þrítug, og varð hún yngsta konan til að vera kjörin á þing. Hún þótti upprunalega ekki vera róttækur Repúblikani en í upphafi forsetatíðar Trumps var hún til að mynda andvíg múslimabanninu svokallaða og greiddi atkvæði gegn viðleitni Trumps til að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Afstaða hennar til Trumps hefur þó tekið miklum breytingum í gegnum árin. Hún hefur frá árinu 2021 verið þriðji æðsti þingmaður Repúblikanaflokksins, eftir að Liz Cheney var vikið úr þeirri stöðu. Áður en hún var kjörin á þing starfaði Stefanik í Hvíta húsinu þegar George W. Bush bjó þar. Reynsla hennar af utanríkismálum og þjóðaröryggi er ekki mikil, eins og fram kemur í frétt New York Times. Þá hefur Stefanik verið ötull stuðningsmaður Ísrael og tók virkan þátt í nefndarfundum í fulltrúadeildinni sem leiddu til þess að nokkrir skólastjórar háskóla vestanhafs sögðu af sér vegna mótmæla og óeirða á skólalóðum vegna mannskæðrar innrásar og árás Ísraela á Gasaströndina. Nýr „landamærakeisari“ Þá tilkynnti Trump í morgun að Tom Homan, fyrrverandi yfirmaður innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE), myndi halda utan um landamæri Bandaríkjanna og vera svokallaður „landamærakeisari“. Þar á meðal væru landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Sjá einnig: Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Í frétt Politico segir að tilnefning Homans hafi legið í loftinu en hann er einnig sagður eiga að sjá um umfangsmikinn brottflutning á svokölluðum ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum í forsetatíð Trumps. Trump tilkynnti að hann ætlaði að fá Tom Homan til að halda utan um landamærin, á TruthSocial. Trump skipaði Homan sem starfandi yfirmann ICE á annarri viku forsetatíðar sinnar. Seinna meir tilnefndi hann svo Homan í embættið en sú tilnefning var aldrei staðfest af þingmönnum öldungadeildarinnar. Að þessu sinni er búist við því að Homan muni starfa innan veggja Hvíta hússins og stýra landamærunum þaðan í gegnum aðra embættismenn. Sem yfirmaður ICE stóð Homan meðal annars fyrir aðskilnaði barna frá foreldrum sínum. Á ársfundi landsnefndar Repúblikanaflokksins í sumar sagði Homan að hann hefði varið 34 árum í að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og að hann hefði skýr skilaboð til þeirra milljóna sem Joe Biden átti að hafa hleypt inn í landið. „Þið ættuð að byrja að pakka strax. Svo sannarlega. Því þið eruð á leiðinni heim.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mexíkó Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Trump vann öll sveifluríkin Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur. 10. nóvember 2024 09:44 Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ „Í rúm tvö hundruð ár hafa Bandaríkin staðið í mikilfenglegustu stjálfstjórnartilraun í alheimssögunni. Það er ekki ýkja það er staðreynd. Þar kýs fólk og velur sér sína eigin leiðtoga á friðsamlegan hátt. Í lýðræði nær vilji fólksins alltaf fram,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. 7. nóvember 2024 17:22 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Stefanik settist fyrst á þing árið 2015, þá þrítug, og varð hún yngsta konan til að vera kjörin á þing. Hún þótti upprunalega ekki vera róttækur Repúblikani en í upphafi forsetatíðar Trumps var hún til að mynda andvíg múslimabanninu svokallaða og greiddi atkvæði gegn viðleitni Trumps til að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Afstaða hennar til Trumps hefur þó tekið miklum breytingum í gegnum árin. Hún hefur frá árinu 2021 verið þriðji æðsti þingmaður Repúblikanaflokksins, eftir að Liz Cheney var vikið úr þeirri stöðu. Áður en hún var kjörin á þing starfaði Stefanik í Hvíta húsinu þegar George W. Bush bjó þar. Reynsla hennar af utanríkismálum og þjóðaröryggi er ekki mikil, eins og fram kemur í frétt New York Times. Þá hefur Stefanik verið ötull stuðningsmaður Ísrael og tók virkan þátt í nefndarfundum í fulltrúadeildinni sem leiddu til þess að nokkrir skólastjórar háskóla vestanhafs sögðu af sér vegna mótmæla og óeirða á skólalóðum vegna mannskæðrar innrásar og árás Ísraela á Gasaströndina. Nýr „landamærakeisari“ Þá tilkynnti Trump í morgun að Tom Homan, fyrrverandi yfirmaður innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE), myndi halda utan um landamæri Bandaríkjanna og vera svokallaður „landamærakeisari“. Þar á meðal væru landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Sjá einnig: Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Í frétt Politico segir að tilnefning Homans hafi legið í loftinu en hann er einnig sagður eiga að sjá um umfangsmikinn brottflutning á svokölluðum ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum í forsetatíð Trumps. Trump tilkynnti að hann ætlaði að fá Tom Homan til að halda utan um landamærin, á TruthSocial. Trump skipaði Homan sem starfandi yfirmann ICE á annarri viku forsetatíðar sinnar. Seinna meir tilnefndi hann svo Homan í embættið en sú tilnefning var aldrei staðfest af þingmönnum öldungadeildarinnar. Að þessu sinni er búist við því að Homan muni starfa innan veggja Hvíta hússins og stýra landamærunum þaðan í gegnum aðra embættismenn. Sem yfirmaður ICE stóð Homan meðal annars fyrir aðskilnaði barna frá foreldrum sínum. Á ársfundi landsnefndar Repúblikanaflokksins í sumar sagði Homan að hann hefði varið 34 árum í að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og að hann hefði skýr skilaboð til þeirra milljóna sem Joe Biden átti að hafa hleypt inn í landið. „Þið ættuð að byrja að pakka strax. Svo sannarlega. Því þið eruð á leiðinni heim.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mexíkó Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Trump vann öll sveifluríkin Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur. 10. nóvember 2024 09:44 Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ „Í rúm tvö hundruð ár hafa Bandaríkin staðið í mikilfenglegustu stjálfstjórnartilraun í alheimssögunni. Það er ekki ýkja það er staðreynd. Þar kýs fólk og velur sér sína eigin leiðtoga á friðsamlegan hátt. Í lýðræði nær vilji fólksins alltaf fram,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. 7. nóvember 2024 17:22 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47
Trump vann öll sveifluríkin Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur. 10. nóvember 2024 09:44
Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ „Í rúm tvö hundruð ár hafa Bandaríkin staðið í mikilfenglegustu stjálfstjórnartilraun í alheimssögunni. Það er ekki ýkja það er staðreynd. Þar kýs fólk og velur sér sína eigin leiðtoga á friðsamlegan hátt. Í lýðræði nær vilji fólksins alltaf fram,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. 7. nóvember 2024 17:22