Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2024 19:32 Leo Chenal stal fyrirsögnunum eftir ótrúlegan sigur Chiefs. Kansas City Chiefs Kansas City Chiefs eru á einhvern ótrúlegan hátt enn ósigraðir í NFL-deildinni. Liðið hefur nú unnið níu leiki í röð en það má segja að liðið lifi á lyginni. Strax í 1. umferð NFL-deildarinnar tókst Chiefs á einhvern ótrúlegan hátt að landa sigri þegar leikmaður Baltimore Ravens var gripinn í landhelgi. Væri sá leikmaður með fætur hálfu skónúmeri minni þá hefði leikurinn farið í framlengingu. Patrick Mahomes, Travis Kelce og félagar þurftu svo framlengingu til að leggja Tampa Bay Buccaneers að velli þann 5. nóvember og þá vann liðið eins stigs sigur á Cincinnati Bengals í 2. umferð. Hvað leik Chiefs gegn Denver Broncos á Arrowhead-vellinum í Kansas City þá tókst heimamönnum að vinna tveggja stiga sigur, 16-14. Undir loks leiks stefndi hins vegar allt í að gestirnir myndu vinna leikinn. Sóknarleikur Chiefs hefur oft verið betri en það verður ekki tekið af meisturunum að meiðslalisti þeirra er ógnvænlegur. Þeim hefur hins vegar á einhvern ótrúlegan hátt tekist að finna leiðir til að vinna leiki sína til þessa og það tókst þeim aftur í gær. TRAVIS FINDS THE END ZONE‼️ pic.twitter.com/jOEgziget1— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 10, 2024 Mahomes hafði fundið vin sinn Kelce fyrir einu snertimarki og þá hafði Harrison Butker sparkað fyrir tíu stigum. Liðinu gekk hins vegar illa að klára sóknirnar sínar og endaði tvívegis með að sætta sig við vallarmark þegar liðið var hársbreidd frá endamarkinu. Eftir að hafa tekið Andy Reid, þjálfari Chiefs, hafði tekið sitt síðasta leikhlé var ljóst að Denver gat spilað klukkuna niður og unnið leikinn með vallarmarki án þess að Chiefs gæti brugðist við. Það var nákvæmlega það sem gestirnir gerðu, boltanum var stillt upp fyrir Wil Lutz. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Leo Chenal hins vegar að komast framhjá manninum sem átti að hindra för hans og stökkva fyrir spark Lutz. Í kjölfarið náði Chiefs boltanum og leiktíminn rann út. Sjón er sögu ríkari en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. NOT IN OUR HOUSE 👆 pic.twitter.com/CnXgKHl3jU— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 10, 2024 Lokatölur á Arrowhead 16-14 og Chiefs nú unnið níu leiki í röð. Ekkert annað lið NFL-deildarinnar hefur unnið alla sína leiki til þessa. Detroit Lions hefur unnið átta leik og tapað einum á meðan Buffalo Bills hefur unnið átta og tapað tveimur. Önnur úrslit Baltimore Ravens 35 – 34 Cincinnati Bengals Carolina Panthers 20 – 17 New York Giants Cleveland Bears 3 – 19 New England Patriots Tampa Bay Buccaneers 20 – 23 San Francisco 49ers Indianapolis Colts 20 – 30 Buffalo Bills Washington Commanders 27 – 28 Pittsburgh Steelers Los Angeles Chargers 27 – 17 Tennessee Titans Arizona Cardinals 31 – 6 New York Jets Dallas Cowboys 6 – 34 Philadelphia Eagles Houston Texans 23 – 26 Detroit Lions NFL Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Sjá meira
Strax í 1. umferð NFL-deildarinnar tókst Chiefs á einhvern ótrúlegan hátt að landa sigri þegar leikmaður Baltimore Ravens var gripinn í landhelgi. Væri sá leikmaður með fætur hálfu skónúmeri minni þá hefði leikurinn farið í framlengingu. Patrick Mahomes, Travis Kelce og félagar þurftu svo framlengingu til að leggja Tampa Bay Buccaneers að velli þann 5. nóvember og þá vann liðið eins stigs sigur á Cincinnati Bengals í 2. umferð. Hvað leik Chiefs gegn Denver Broncos á Arrowhead-vellinum í Kansas City þá tókst heimamönnum að vinna tveggja stiga sigur, 16-14. Undir loks leiks stefndi hins vegar allt í að gestirnir myndu vinna leikinn. Sóknarleikur Chiefs hefur oft verið betri en það verður ekki tekið af meisturunum að meiðslalisti þeirra er ógnvænlegur. Þeim hefur hins vegar á einhvern ótrúlegan hátt tekist að finna leiðir til að vinna leiki sína til þessa og það tókst þeim aftur í gær. TRAVIS FINDS THE END ZONE‼️ pic.twitter.com/jOEgziget1— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 10, 2024 Mahomes hafði fundið vin sinn Kelce fyrir einu snertimarki og þá hafði Harrison Butker sparkað fyrir tíu stigum. Liðinu gekk hins vegar illa að klára sóknirnar sínar og endaði tvívegis með að sætta sig við vallarmark þegar liðið var hársbreidd frá endamarkinu. Eftir að hafa tekið Andy Reid, þjálfari Chiefs, hafði tekið sitt síðasta leikhlé var ljóst að Denver gat spilað klukkuna niður og unnið leikinn með vallarmarki án þess að Chiefs gæti brugðist við. Það var nákvæmlega það sem gestirnir gerðu, boltanum var stillt upp fyrir Wil Lutz. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Leo Chenal hins vegar að komast framhjá manninum sem átti að hindra för hans og stökkva fyrir spark Lutz. Í kjölfarið náði Chiefs boltanum og leiktíminn rann út. Sjón er sögu ríkari en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. NOT IN OUR HOUSE 👆 pic.twitter.com/CnXgKHl3jU— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 10, 2024 Lokatölur á Arrowhead 16-14 og Chiefs nú unnið níu leiki í röð. Ekkert annað lið NFL-deildarinnar hefur unnið alla sína leiki til þessa. Detroit Lions hefur unnið átta leik og tapað einum á meðan Buffalo Bills hefur unnið átta og tapað tveimur. Önnur úrslit Baltimore Ravens 35 – 34 Cincinnati Bengals Carolina Panthers 20 – 17 New York Giants Cleveland Bears 3 – 19 New England Patriots Tampa Bay Buccaneers 20 – 23 San Francisco 49ers Indianapolis Colts 20 – 30 Buffalo Bills Washington Commanders 27 – 28 Pittsburgh Steelers Los Angeles Chargers 27 – 17 Tennessee Titans Arizona Cardinals 31 – 6 New York Jets Dallas Cowboys 6 – 34 Philadelphia Eagles Houston Texans 23 – 26 Detroit Lions
NFL Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Sjá meira