Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. nóvember 2024 08:36 Aðeins einn af hverjum tíu þolendum kynferðisofbeldis segist myndu leita aftur til lögreglu að fenginni reynslu. Getty Um það bil 75 prósent þolenda kynferðisofbeldis á Englandi og í Wales segja meðferð lögreglu á máli þeirra hafa valdið þeim andlegum skaða. Aðeins einn af hverjum tíu þolendum segist myndu tilkynna mál sitt að fenginni reynslu. Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar á upplifun um 5.000 þolenda en tveir af hverjum fimm svarendum sögðust sammála því að lögregla hefði staðið sig vel og einn af fimm sagði lögreglu hafa þrýst á sig að draga málið til baka. Ráðist var í yfirhalningu á meðferð kynferðisbrotamála í kjölfar rannsóknar árið 2021, eftir að ákærum í kynferðisbrotamálum fækkaði um 60 prósent frá 2016/2017 til 2019/2020. Fór fjöldi mála úr 5.190 í 2.102 á tímabilinu. Aðgerðirnar hófust af fullum þunga í fyrra og á sama ári fjölgaði ákærum vegna kynferðisbrota um 18 prósent og ákærum vegna nauðgana um 38 prósent. Að sögn Katrin Hohl, sem fór fyrir rannsókninni og er sjálfstæður ráðgjafi stjórnvalda í málaflokknum, gefa niðurstöðurnar til kynna að aðgerðir yfirvalda séu að skila árangri. Langt sé þó í land en nærri helmingur þolenda segist til að mynda á biðlista eftir aðstoð eða ekki hafa fengið neinn stuðning. Könnunin meðal þolenda leiddi einnig í ljós að þegar þeir voru beðnir um að forgangsraða sjö „jákvæðum niðurstöðum“ var sakfelling neðst á lista. Um 88 prósent sögðu afar mikilvægt að koma í veg fyrir að gerandinn bryti gegn öðrum en aðeins 56 prósent sögðu sakfellingu skipta sköpum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. England Wales Kynferðisofbeldi Bretland Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar á upplifun um 5.000 þolenda en tveir af hverjum fimm svarendum sögðust sammála því að lögregla hefði staðið sig vel og einn af fimm sagði lögreglu hafa þrýst á sig að draga málið til baka. Ráðist var í yfirhalningu á meðferð kynferðisbrotamála í kjölfar rannsóknar árið 2021, eftir að ákærum í kynferðisbrotamálum fækkaði um 60 prósent frá 2016/2017 til 2019/2020. Fór fjöldi mála úr 5.190 í 2.102 á tímabilinu. Aðgerðirnar hófust af fullum þunga í fyrra og á sama ári fjölgaði ákærum vegna kynferðisbrota um 18 prósent og ákærum vegna nauðgana um 38 prósent. Að sögn Katrin Hohl, sem fór fyrir rannsókninni og er sjálfstæður ráðgjafi stjórnvalda í málaflokknum, gefa niðurstöðurnar til kynna að aðgerðir yfirvalda séu að skila árangri. Langt sé þó í land en nærri helmingur þolenda segist til að mynda á biðlista eftir aðstoð eða ekki hafa fengið neinn stuðning. Könnunin meðal þolenda leiddi einnig í ljós að þegar þeir voru beðnir um að forgangsraða sjö „jákvæðum niðurstöðum“ var sakfelling neðst á lista. Um 88 prósent sögðu afar mikilvægt að koma í veg fyrir að gerandinn bryti gegn öðrum en aðeins 56 prósent sögðu sakfellingu skipta sköpum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
England Wales Kynferðisofbeldi Bretland Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira