Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 12. nóvember 2024 15:17 Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar verður að kveða niður vexti og verðbólgu og endurheimta traust til hagstjórnarinnar á Íslandi. Lykillinn að því er að við náum styrkri stjórn á fjármálum ríkisins og komum húsnæðismarkaðnum í fastari skorður. Um þetta snýst plan Samfylkingarinnar. Í fyrsta lagi ætlum við að breyta lögum um opinber fjármál og taka upp stöðugleikareglu um jafnvægi tekna og rekstrarútgjalda með tilliti til hagsveiflunnar. Þannig tryggjum við aukna festu og drögum úr freistnivanda stjórnmálanna við meðferð opinbers fjár. Í öðru lagi ætlum við að taka til í ríkisrekstrinum, draga úr sóun í opinberum framkvæmdum, minnka skriffinnsku og efla stafræna innviði. Að sama skapi þarf að styrkja tekjustofna ríkisins með sanngjörnum auðlindagjöldum og auknu jafnræði í skattheimtu. Við erum ósammála þeim stjórnmálaflokkum sem vilja að ríkasta 1 prósentið á Íslandi greiði miklu lægra skatthlutfall en millistéttin. Í þriðja lagi verðum við að vinna hratt á því stórkostlega ójafnvægi sem hefur skapast milli framboðs og eftirspurnar á húsnæðismarkaði. Samfylkingin boðar bráðaaðgerðir til að ýta undir að íbúðir nýtist til búsetu frekar en skammtímaleigu til ferðamanna og liðka fyrir uppbyggingu færanlegra einingarhúsa og breytingu vannýtts atvinnuhúsnæðis í vandaðar íbúðir. Með þessu er hægt að auka íbúðaframboð talsvert meira á næstu tveimur árum en áætlanir stjórnvalda gera ráð fyrir. Þannig temprum við fasteigna- og leiguverð. Til lengri tíma þarf fleira að koma til svo húsnæðismarkaðurinn færist í betra horf. Þar boðar Samfylkingin nýja nálgun í skipulagsmálum, aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga við uppbyggingu innviða í nýjum íbúðahverfum, aukinn stuðning við leigjendur og óhagnaðardrifin íbúðafélög og skilvirkara fyrirkomulag lána til fyrstu kaupenda. Skattbyrði vinnandi fólks hefur þyngst verulega síðustu tíu árin. Verðbólga hefur verið langt yfir markmiði allt kjörtímabilið og nú eru stýrivextir með því hæsta á byggðu bóli. Flokkurinn sem hefur staðið fyrir þessari þróun rekur nú kosningabaráttu sem snýst um lítið annað en að afbaka og fara með ósannindi um plan Samfylkingar. Ég er ekki viss um að það sé til árangurs fallið. Samfylking ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk þrátt fyrir lygaflaum um annað. Og nei, heldur ekki smiði, hárgreiðslufólk og pípara eins og hefur verið ranglega haldið fram. Fólkið í landinu getur treyst Samfylkingu og Kristrúnu Frostadóttur til að passa upp á þetta. Framkvæmdaplan Samfylkingar mun skila okkur traustari hagstjórn, lægri vöxtum og heilbrigðari húsnæðismarkaði. Þannig lögum við heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar verður að kveða niður vexti og verðbólgu og endurheimta traust til hagstjórnarinnar á Íslandi. Lykillinn að því er að við náum styrkri stjórn á fjármálum ríkisins og komum húsnæðismarkaðnum í fastari skorður. Um þetta snýst plan Samfylkingarinnar. Í fyrsta lagi ætlum við að breyta lögum um opinber fjármál og taka upp stöðugleikareglu um jafnvægi tekna og rekstrarútgjalda með tilliti til hagsveiflunnar. Þannig tryggjum við aukna festu og drögum úr freistnivanda stjórnmálanna við meðferð opinbers fjár. Í öðru lagi ætlum við að taka til í ríkisrekstrinum, draga úr sóun í opinberum framkvæmdum, minnka skriffinnsku og efla stafræna innviði. Að sama skapi þarf að styrkja tekjustofna ríkisins með sanngjörnum auðlindagjöldum og auknu jafnræði í skattheimtu. Við erum ósammála þeim stjórnmálaflokkum sem vilja að ríkasta 1 prósentið á Íslandi greiði miklu lægra skatthlutfall en millistéttin. Í þriðja lagi verðum við að vinna hratt á því stórkostlega ójafnvægi sem hefur skapast milli framboðs og eftirspurnar á húsnæðismarkaði. Samfylkingin boðar bráðaaðgerðir til að ýta undir að íbúðir nýtist til búsetu frekar en skammtímaleigu til ferðamanna og liðka fyrir uppbyggingu færanlegra einingarhúsa og breytingu vannýtts atvinnuhúsnæðis í vandaðar íbúðir. Með þessu er hægt að auka íbúðaframboð talsvert meira á næstu tveimur árum en áætlanir stjórnvalda gera ráð fyrir. Þannig temprum við fasteigna- og leiguverð. Til lengri tíma þarf fleira að koma til svo húsnæðismarkaðurinn færist í betra horf. Þar boðar Samfylkingin nýja nálgun í skipulagsmálum, aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga við uppbyggingu innviða í nýjum íbúðahverfum, aukinn stuðning við leigjendur og óhagnaðardrifin íbúðafélög og skilvirkara fyrirkomulag lána til fyrstu kaupenda. Skattbyrði vinnandi fólks hefur þyngst verulega síðustu tíu árin. Verðbólga hefur verið langt yfir markmiði allt kjörtímabilið og nú eru stýrivextir með því hæsta á byggðu bóli. Flokkurinn sem hefur staðið fyrir þessari þróun rekur nú kosningabaráttu sem snýst um lítið annað en að afbaka og fara með ósannindi um plan Samfylkingar. Ég er ekki viss um að það sé til árangurs fallið. Samfylking ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk þrátt fyrir lygaflaum um annað. Og nei, heldur ekki smiði, hárgreiðslufólk og pípara eins og hefur verið ranglega haldið fram. Fólkið í landinu getur treyst Samfylkingu og Kristrúnu Frostadóttur til að passa upp á þetta. Framkvæmdaplan Samfylkingar mun skila okkur traustari hagstjórn, lægri vöxtum og heilbrigðari húsnæðismarkaði. Þannig lögum við heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun