Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir og Guðrún Johnsen skrifa 12. nóvember 2024 14:51 2025: Alþjóðlegt ár samvinnuhreyfinga hjá Sameinuðu Þjóðunum Í upphafi árs 2024 boðaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að árið 2025 yrði alþjóðlegt ár samvinnufélaga, í annað sinn síðan árið 2012. Með þessu hvetja SÞ aðildarríki sín til að vekja athygli á samvinnufélögum, þeim möguleikum sem þau skapa í atvinnustarfsemi og framlagi þeirra til framkvæmdar sjálfbærrar efnahags- og samfélagsþróunar. Ennfremur hvetja SÞ stjórnvöld í aðildarríkjum til að styrkja rekstrarlegt vistkerfi samvinnufélaga svo nýta megi þetta rekstrarform í nýsköpun, hvers konar uppbyggingu efnahagslegra tækifæra og atvinnustarfsemi. Samvinnufélögin eru í eðli sínu sjálfbært rekstrarform sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni heldur eru þau stofnuð á samvinnugrundvelli til að efla hag félagsmanna eftir viðskiptalegri þátttöku þeirra í félagsstarfinu, t.d. af framleiðendum, viðskiptavinum, byggingaraðilum eða öðrum sem vilja skapa neytendaábáta, virði og rekstrarafgang til handa félagsmönnum og því samfélagi sem þau starfa í. Í takt við ákall SÞ beitti menningar - og viðskiptaráðherra Íslands sér fyrir því að löggjöf um samvinnufélög var endurskoðuð á vormánuðum 2024. Með því að draga úr kröfum um fjölda stofnfélaga samvinnufélags hefur ráðherrann og Alþingi rutt úr vegi óþarfa aðgangshindrunum að þessu formi atvinnurekstrar og framkvæmda. Húsnæðissamvinnufélög og byggingarsamvinnufélög: sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Samkvæmt yfirliti Hagstofu Íslands voru einungis sjö húsnæðisamvinnufélög skráð á Íslandi árið 2023. Flest voru þau skráð á árunum 2005-2009, en þá aðeins níu talsins. Ef Íslandi væri í takt við Danmörku ættu þessi félög að eiga 10,400 íbúðir á Íslandi, en 8% alls húsnæðismarkaðar er undir hatti húsnæðissamvinnufélaga (d. Andelsbolig) þar í landi. Í miðpunkti alþjóðlegs fjármálamarkaðar, New York borg, eru húsnæðissamvinnufélögin eitt algengasta búsetuform íbúa, eða um 74% af húsnæðismarkaðnum. Skoðunarefni er þess vegna hversu fátíð húsnæðissamvinnufélögin eru hér á landi en löggjöf um rekstur þeirra er til staðar. Það blasa við sóknarfæri fyrir bankastofnanir að bjóða húsnæðissamvinnufélögum og öðrum samvinnufélögum hagstæð kjör og sérstaka þjónustu við stofnun slíkra félaga, enda felast í því tækifæri til að auka lánveitingar sem uppfyllt geta skilyrði sívaxandi sjálfbærrar fjármögnunar bankanna, sem lífeyrissjóðir landsins og fleiri fjárfestar virðast fúsir að veita. Háskólinn á Bifröst svarar ákalli SÞ – hvað með sveitarfélög og Reykjavíkurborg? Háskólinn á Bifröst á rætur sínar að rekja til samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi og er því ljúft og skylt að svara ákalli eins og því frá SÞ um að veita samvinnufélögum sérstakan gaum í kennslu og rannsóknum. Í þeirri viðleitni vinnur Háskólinn á Bifröst m.a. að stofnun rannsóknarstofnunar um þetta gamalreynda rekstrarform, sem skapað hefur virði fyrir viðskiptavini og samfélög, áhugaverð störf fyrir launafólk og skilvirkar leiðir til að koma vörum á markað. Á alþjóðlegu ári samvinnuhreyfingarinnar 2025 mun Háskólinn á Bifröst blása til ráðstefnu um samvinnufélög þar sem innlendir og erlendir stjórnendur og fræðafólk mun deila innsýn í kosti samvinnufélaga og hvaða tæknibreytingar eru nú til staðar til að mæta áskorunum rekstrarformsins. Vonandi verður ákall SÞ öðrum stefnumótandi aðilum einnig hvatning til að skoða þennan möguleika og gera jafnvel sérstaklega ráð fyrir þeim þegar skipulag og úthlutun lóða til húsnæðis- og atvinnuuppbyggingar ber á góma. Elín H. Jónsdóttir, MBA, LL.M, lektor við lagadeild Háskólans á BifröstGuðrún Johnsen, PhD. deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Skóla- og menntamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
2025: Alþjóðlegt ár samvinnuhreyfinga hjá Sameinuðu Þjóðunum Í upphafi árs 2024 boðaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að árið 2025 yrði alþjóðlegt ár samvinnufélaga, í annað sinn síðan árið 2012. Með þessu hvetja SÞ aðildarríki sín til að vekja athygli á samvinnufélögum, þeim möguleikum sem þau skapa í atvinnustarfsemi og framlagi þeirra til framkvæmdar sjálfbærrar efnahags- og samfélagsþróunar. Ennfremur hvetja SÞ stjórnvöld í aðildarríkjum til að styrkja rekstrarlegt vistkerfi samvinnufélaga svo nýta megi þetta rekstrarform í nýsköpun, hvers konar uppbyggingu efnahagslegra tækifæra og atvinnustarfsemi. Samvinnufélögin eru í eðli sínu sjálfbært rekstrarform sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni heldur eru þau stofnuð á samvinnugrundvelli til að efla hag félagsmanna eftir viðskiptalegri þátttöku þeirra í félagsstarfinu, t.d. af framleiðendum, viðskiptavinum, byggingaraðilum eða öðrum sem vilja skapa neytendaábáta, virði og rekstrarafgang til handa félagsmönnum og því samfélagi sem þau starfa í. Í takt við ákall SÞ beitti menningar - og viðskiptaráðherra Íslands sér fyrir því að löggjöf um samvinnufélög var endurskoðuð á vormánuðum 2024. Með því að draga úr kröfum um fjölda stofnfélaga samvinnufélags hefur ráðherrann og Alþingi rutt úr vegi óþarfa aðgangshindrunum að þessu formi atvinnurekstrar og framkvæmda. Húsnæðissamvinnufélög og byggingarsamvinnufélög: sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Samkvæmt yfirliti Hagstofu Íslands voru einungis sjö húsnæðisamvinnufélög skráð á Íslandi árið 2023. Flest voru þau skráð á árunum 2005-2009, en þá aðeins níu talsins. Ef Íslandi væri í takt við Danmörku ættu þessi félög að eiga 10,400 íbúðir á Íslandi, en 8% alls húsnæðismarkaðar er undir hatti húsnæðissamvinnufélaga (d. Andelsbolig) þar í landi. Í miðpunkti alþjóðlegs fjármálamarkaðar, New York borg, eru húsnæðissamvinnufélögin eitt algengasta búsetuform íbúa, eða um 74% af húsnæðismarkaðnum. Skoðunarefni er þess vegna hversu fátíð húsnæðissamvinnufélögin eru hér á landi en löggjöf um rekstur þeirra er til staðar. Það blasa við sóknarfæri fyrir bankastofnanir að bjóða húsnæðissamvinnufélögum og öðrum samvinnufélögum hagstæð kjör og sérstaka þjónustu við stofnun slíkra félaga, enda felast í því tækifæri til að auka lánveitingar sem uppfyllt geta skilyrði sívaxandi sjálfbærrar fjármögnunar bankanna, sem lífeyrissjóðir landsins og fleiri fjárfestar virðast fúsir að veita. Háskólinn á Bifröst svarar ákalli SÞ – hvað með sveitarfélög og Reykjavíkurborg? Háskólinn á Bifröst á rætur sínar að rekja til samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi og er því ljúft og skylt að svara ákalli eins og því frá SÞ um að veita samvinnufélögum sérstakan gaum í kennslu og rannsóknum. Í þeirri viðleitni vinnur Háskólinn á Bifröst m.a. að stofnun rannsóknarstofnunar um þetta gamalreynda rekstrarform, sem skapað hefur virði fyrir viðskiptavini og samfélög, áhugaverð störf fyrir launafólk og skilvirkar leiðir til að koma vörum á markað. Á alþjóðlegu ári samvinnuhreyfingarinnar 2025 mun Háskólinn á Bifröst blása til ráðstefnu um samvinnufélög þar sem innlendir og erlendir stjórnendur og fræðafólk mun deila innsýn í kosti samvinnufélaga og hvaða tæknibreytingar eru nú til staðar til að mæta áskorunum rekstrarformsins. Vonandi verður ákall SÞ öðrum stefnumótandi aðilum einnig hvatning til að skoða þennan möguleika og gera jafnvel sérstaklega ráð fyrir þeim þegar skipulag og úthlutun lóða til húsnæðis- og atvinnuuppbyggingar ber á góma. Elín H. Jónsdóttir, MBA, LL.M, lektor við lagadeild Háskólans á BifröstGuðrún Johnsen, PhD. deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun