Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2024 11:52 Jack Smith, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins. AP/J. Scott Applewhite Jack Smith, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, og ákærði hann, hefur ákveðið að ljúka störfum sínum og segja upp áður en Trump tekur við embætti á nýjan leik. Trump hefur heitið því að fyrsta verk hans í embætti verði að reka Smith. Samkvæmt heimildum New York Times vilja Smith og aðrir í teymi hans ljúka vinnu þeirra áður en Trump tekur embætti og er hann sagður vinna að áætlun þar að lútandi. Smith var skipaður í embætti af Merrick Garlandi, dómsmálaráðherra Joes Biden, og hefur séð um að rannsaka Trump vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið þar inn með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem Trump tapaði. Hann hefur einni rannsakað Trump vegna skjalamálsins svokallaða, þar sem Trump tók fjölmörg opinber skjöl og þar á meðal leynileg skjöl, úr Hvíta húsinu til Flórída. Lögum samkvæmt hefði hann átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna skjölin. Smith ákærði Trump á grunni njósnalaga Bandaríkjanna, vegna áðurnefndra leynilegra skjala, sem hann neitaði að skila. Smith og teymi hans vilja ljúka gerð skýrslu um störf þeirra og ásakanirnar gegn Trump og yrði sú skýrsla svo væntanlega birt opinberlega af dómsmálaráðuneytinu. Sigur markar endalok málaferla Starfsreglur dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna segja ekki hægt að sækja sitjandi forseta til saka. Á undanförnum árum hefur Trump varið miklu púðri í að reyna að tefja framgang allra málaferla gegn sér, að virðist með það í huga að verða forseti aftur og komast þannig hjá því að vera dæmdur. Málaferlin gegn Trump hafa gengið hægt og hafa dómarar, bæði alríkisdómarar og hæstaréttardómarar verið sakaðir um að draga fæturna í umræddum málum. Sigur Trumps í forsetakosningunum markaði svo í raun endalok á málaferlunum gegn honum, bæði vegna áðurnefndra starfsreglna og sökum þess að hann getur bundið enda á rannsóknirnar sem forseti og skipað dómsmálaráðherra sem gengið getur úr skugga um að málaferlunum sé hætt. Skýrsla Smiths verður því að lokum endalokin á störfum hans og teymis hans. Reglur dómsmálaráðuneytisins segja til um að sérstakur saksóknari eigi að gera skýrslu þar sem hann fer yfir rannsókn sína og gerir grein fyrir helstu ákvörðunum sínum. Samkvæmt heimildum New York Times er óljóst hvenær skýrslan gæti verið tilbúin til birtingar. Einn óvissuþáttur er að starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna þurfa að fara yfir skýrsluna og ganga úr skugga um að engar leynilegar upplýsingar séu birtar. Ætla líklega að rannsaka rannsóknina Trump-liðar og þar á meðal þingmenn Repúblikanaflokksins, hafa lengi sakað Smith um að vera hluti af herferð Demókrata gegn Trump og að dómsmálaráðuneytinu hafi verið beitt gegn honum. Þingmenn hafa heitið því að rannsaka rannsókn Smiths ítarlega og Trump sjálfur hefur áður heitið því að refsa meintum andstæðingum sínum, meðal annars með því að beita dómsmálaráðuneytinu gegn þeim. Af dómsmálunum gegn Trump hefur hann verið sakfelldur í einu þeirra. Það var í hinu svokallaða þagnargreiðslumáli og var hann dæmdur fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar 2016. Dómsuppkvaðning hefur ekki farið fram en Juan Merchan, dómarinn í málinu, sagði í gær að verjendur Trumps og saksóknarar hafi viku til að ræða næstu skref í málinu, þar sem endurkjör Trumps vekur ýmsar spurningar um mögulega refsingu hans. Merchan átti í gær að ákveða hvort sakfelling Trumps yrði felld niður vegna nýs úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna um að friðhelgi forseta. Því var frestað til 19. nóvember. Sjá einnig: Hæstiréttur segir Trump njóta friðhelgi að hluta Málið gegn Trump í Georgíu er enn í dvala vegna deilna um stöðu Fani Willis, saksóknara Fulton-sýslu, og eins og áður hefur komið fram var skjalamálinu vísað frá. Því er útlit fyrir að Trump muni alfarið sleppa við refsingar í öllum málunum fjórum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Erlend sakamál Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. 13. nóvember 2024 06:52 Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. 12. nóvember 2024 11:20 Vill losna við tálma úr vegi sínum Eftir að hafa tryggt sér Hvíta húsið og meirihluta í öldungadeildinni er útlit fyrir að Repúblikanar muni einnig enda með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Fari kosningarnar svo er fátt sem staðið getur í vegi Donalds Trump og stefnumálum ríkisstjórnar hans á næsta kjörtímabili en hann er þegar byrjaður að þrýsta á Repúblikana á þingi um að fjarlægja tálma úr vegi hans. 11. nóvember 2024 11:00 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Samkvæmt heimildum New York Times vilja Smith og aðrir í teymi hans ljúka vinnu þeirra áður en Trump tekur embætti og er hann sagður vinna að áætlun þar að lútandi. Smith var skipaður í embætti af Merrick Garlandi, dómsmálaráðherra Joes Biden, og hefur séð um að rannsaka Trump vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið þar inn með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem Trump tapaði. Hann hefur einni rannsakað Trump vegna skjalamálsins svokallaða, þar sem Trump tók fjölmörg opinber skjöl og þar á meðal leynileg skjöl, úr Hvíta húsinu til Flórída. Lögum samkvæmt hefði hann átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna skjölin. Smith ákærði Trump á grunni njósnalaga Bandaríkjanna, vegna áðurnefndra leynilegra skjala, sem hann neitaði að skila. Smith og teymi hans vilja ljúka gerð skýrslu um störf þeirra og ásakanirnar gegn Trump og yrði sú skýrsla svo væntanlega birt opinberlega af dómsmálaráðuneytinu. Sigur markar endalok málaferla Starfsreglur dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna segja ekki hægt að sækja sitjandi forseta til saka. Á undanförnum árum hefur Trump varið miklu púðri í að reyna að tefja framgang allra málaferla gegn sér, að virðist með það í huga að verða forseti aftur og komast þannig hjá því að vera dæmdur. Málaferlin gegn Trump hafa gengið hægt og hafa dómarar, bæði alríkisdómarar og hæstaréttardómarar verið sakaðir um að draga fæturna í umræddum málum. Sigur Trumps í forsetakosningunum markaði svo í raun endalok á málaferlunum gegn honum, bæði vegna áðurnefndra starfsreglna og sökum þess að hann getur bundið enda á rannsóknirnar sem forseti og skipað dómsmálaráðherra sem gengið getur úr skugga um að málaferlunum sé hætt. Skýrsla Smiths verður því að lokum endalokin á störfum hans og teymis hans. Reglur dómsmálaráðuneytisins segja til um að sérstakur saksóknari eigi að gera skýrslu þar sem hann fer yfir rannsókn sína og gerir grein fyrir helstu ákvörðunum sínum. Samkvæmt heimildum New York Times er óljóst hvenær skýrslan gæti verið tilbúin til birtingar. Einn óvissuþáttur er að starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna þurfa að fara yfir skýrsluna og ganga úr skugga um að engar leynilegar upplýsingar séu birtar. Ætla líklega að rannsaka rannsóknina Trump-liðar og þar á meðal þingmenn Repúblikanaflokksins, hafa lengi sakað Smith um að vera hluti af herferð Demókrata gegn Trump og að dómsmálaráðuneytinu hafi verið beitt gegn honum. Þingmenn hafa heitið því að rannsaka rannsókn Smiths ítarlega og Trump sjálfur hefur áður heitið því að refsa meintum andstæðingum sínum, meðal annars með því að beita dómsmálaráðuneytinu gegn þeim. Af dómsmálunum gegn Trump hefur hann verið sakfelldur í einu þeirra. Það var í hinu svokallaða þagnargreiðslumáli og var hann dæmdur fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar 2016. Dómsuppkvaðning hefur ekki farið fram en Juan Merchan, dómarinn í málinu, sagði í gær að verjendur Trumps og saksóknarar hafi viku til að ræða næstu skref í málinu, þar sem endurkjör Trumps vekur ýmsar spurningar um mögulega refsingu hans. Merchan átti í gær að ákveða hvort sakfelling Trumps yrði felld niður vegna nýs úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna um að friðhelgi forseta. Því var frestað til 19. nóvember. Sjá einnig: Hæstiréttur segir Trump njóta friðhelgi að hluta Málið gegn Trump í Georgíu er enn í dvala vegna deilna um stöðu Fani Willis, saksóknara Fulton-sýslu, og eins og áður hefur komið fram var skjalamálinu vísað frá. Því er útlit fyrir að Trump muni alfarið sleppa við refsingar í öllum málunum fjórum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Erlend sakamál Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. 13. nóvember 2024 06:52 Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. 12. nóvember 2024 11:20 Vill losna við tálma úr vegi sínum Eftir að hafa tryggt sér Hvíta húsið og meirihluta í öldungadeildinni er útlit fyrir að Repúblikanar muni einnig enda með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Fari kosningarnar svo er fátt sem staðið getur í vegi Donalds Trump og stefnumálum ríkisstjórnar hans á næsta kjörtímabili en hann er þegar byrjaður að þrýsta á Repúblikana á þingi um að fjarlægja tálma úr vegi hans. 11. nóvember 2024 11:00 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. 13. nóvember 2024 06:52
Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. 12. nóvember 2024 11:20
Vill losna við tálma úr vegi sínum Eftir að hafa tryggt sér Hvíta húsið og meirihluta í öldungadeildinni er útlit fyrir að Repúblikanar muni einnig enda með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Fari kosningarnar svo er fátt sem staðið getur í vegi Donalds Trump og stefnumálum ríkisstjórnar hans á næsta kjörtímabili en hann er þegar byrjaður að þrýsta á Repúblikana á þingi um að fjarlægja tálma úr vegi hans. 11. nóvember 2024 11:00